Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 48
416 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Þó klínísk skoðun læknis sé framkvæmd af færni og nákvæmni eru upplýsingar sem þannig fást oft takmarkaðar. Því hefur orðið mikil aukning í notkun sérhæfðrar myndgreiningar en slík þjónusta er að mestu bundin við stærri sjúkrahús á landinu. Á síðustu árum hafa komið fram margar gerðir af einfaldari ómtækjum sem gætu aukið möguleika til myndgreiningar á smærri heilbrigðisstofnunum. Í tengslum við þessa framþróun tækn­ innar hefur einnig orðið fagleg þróun í notkun ómtækjanna. Þegar ómun er gerð af hjarta­, röntgen­ eða kvensjúkdóma­ lækni er venjulega lýst nákvæmlega því sem sést. Við hjartaómun hjartalæknis eru gerðar nákvæmar mælingar á hjartalokum og á þykkt, stærð og samdrætti hjarta­ hólfa. Til viðbótar við þessar ómanir hefur reynst gagn að því í bráðatilvikum að gera einfaldar ómanir og til dæmis í endur­ lífgun að meta hvort einhver samdráttur sé í hjartanu, eða hjá sjúklingum með and­ þyngsli að vita strax hvort vökvasöfnun sé í gollurshúsinu og hvort samdráttur vinstri slegils sé eðlilegur eða skertur. Til aðgreiningar frá hefðbundnum formlegum ómskoðunum hefur þessi ein­ falda ómun verið nefnd bedside ultrasound, point-of-care ultrasound eða clinical ultraso- und og við stingum upp á að nota heitið bráðaómun. Mikilvægt er að athuga að bráðaómun­ um er aldrei ætlað að koma í staðinn fyrir nákvæmari myndgreiningu. Bráðaómanir nýtast frekar sem viðbót við klíníska skoðun. Ef kona á afskekktum stað fær til dæmis skyndilega slæman verk í neðri hluta kviðar snemma á meðgöngu er hægt að gera einfalda ómun gegnum kviðvegg. Ef fósturvísir sést í legi er hægt að telja úti­ lokað að um utanlegsfóstur sé að ræða. Án ómskoðunar er hins vegar varla um annað að ræða en að útvega tafarlaust flutning á sjúkrahús vegna mögulegrar blæðingar frá utanlegsfóstri. Innan bráðalækninga í Bandaríkjunum voru fyrst settar reglur um bráðaómskoð­ anir árið 2001 og voru þær síðast uppfærð­ ar 2008. Þar er gerð krafa um þjálfun í óm­ skoðunum í sérnámi í bráðalækningum, bæði þekkingu á eðlis­ og tækjafræði og einnig verklega þjálfun í 11 mismunandi tegundum ómunar. Á bráðadeild Land­ spítala hefur verið unnið að því síðan 2011 að innleiða ómskoðanir samkvæmt þessum staðli. Á spítalanum eru einnig lungnalæknar og svæfinga­ og gjörgæslu­ læknar, auk lækna annarra sérgreina, farnir að nýta sér ómtæknina í auknum mæli. Utan veggja sjúkrahússins er einnig stækkandi hópur lækna í heilsugæslu og öðrum sérgreinum sem hefur tileinkað sér ómskoðanir. Bráðaómskoðanir hafa mætt nokk­ urri andstöðu einstakra aðila hér á landi eins og reynslan hefur jafnframt verið í öðrum löndum þar sem þær hafa verið innleiddar. Í Bandaríkjunum var svipuð umræða í gangi fyrir áratug síðan þegar bráðalæknar innleiddu notkun ómtækja í sínum hópi. En eftir nokkra umræðu lýstu bandarísku læknasamtökin því yfir að ómtæknin nýttist með fjölbreyttum hætti í læknisfræði. Mælst var til þess að læknar í öllum sérgreinum læknisfræðinnar notuðu ómun innan skilgreindra marka í vinnuleiðbeiningum sérgreinanna. Í samræmi við þessar ályktanir er æskilegt að umræða fari fram innan sérgreinanna hérlendis um notkun bráðaómskoðana, hvaða tegundir ómunar æskilegt sé að læknar sérgreinarinnar geti framkvæmt og hvaða þjálfun og gæðaeftirlit þurfi með þessari starfsemi. Tæknilega og fjárhagslega er vel fram­ kvæmanlegt að keypt verði ómtæki á allar heilsugæslustöðvar á Íslandi. Slík fjárfesting væri þó marklaus nema henni fylgdi að læknar fengju viðeigandi þjálfun til að óma. Bráðaómun í héraðslækningum á Íslandi Hjalti Már björnsson bráðalæknir bráðadeild Landspítala hjaltimb@gmail.com Sigurður Halldórsson heilsugæslulæknir Heilbrigðisstofun Þingeyinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.