Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 56

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 56
424 LÆKNAblaðið 2014/100 Læknablaðið ræddi við Bryndísi Hlöðversdóttur starfsmanna­ stjóra Landspítala. Fyrirhugað er að í næstu blöðum verði lagðar sömu spurningar fyrir þá sem stýra starfsmannamálum á öðrum stórum vinnustöðum lækna í landinu. Þetta er gert í kynningar­ skyni fyrir lækna innanlands og utan. Hvað sinnir Landspítali mörgum sjúklingum á ári? Þriðjungur allra landsmanna leitar árlega til Landspítala. Árið 2013 leituðu rúmlega 107.000 manns (hver að meðaltali um fjór­ um sinnum) eftir þjónustu sem spítalinn veitir. Rúmlega 97.000 komur voru skráðar í slysa­ og bráðaþjónustu og um 315.000 komur á dag­ og göngudeildir. Tæplega 14.000 skurðaðgerðir voru framkvæmdar og 3228 börn fæddust á Landspítala. Hvað starfa margir á spítalanum? Þar störfuðu í upphafi árs 2014 4864 starfsmenn, sem er 4,2% aukning frá fyrra ári, í 3667 stöðugildum (án barnsburðarleyfa, foreldraorlofs og launalausra leyfa). Starfsmannavelta síðustu 5 árin hefur verið rúm 11% að undanskildu árinu 2011 (10,8%). Hver eru markmið og gildi spítalans? Til dæmis hvað varðar starfsumhverfi og einnig gagnvart sjúklingum? Markmið spítalans er að bæta þjónustu og auka öryggi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn ásamt því að stuðla að góðri vinnu­ staðarmenningu. Gildi spítalans, sem mótuð voru af starfsmönnum, endur­ spegla vel starfsemina. Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, starfsmönnum og samfélagi okkar. Við höfum fagmennsku, gagnreynda þekkingu og öguð vinnubrögð að leiðarsljósi. Við leggjum öryggi sjúklinga, starfsmanna og samfélags til grund­ vallar í allri okkar þjónustu. Við leggjum áherslu á framþróun þjónustu, þekkingar og tækni. Með gildin að leiðarljósi, sem við sýnum í okkar daglegu gjörðum, drögum við þau saman í umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun. Hver eru helstu verkefni spítalans? Landspítali er sjúkrahús allra landsmanna, aðalsjúkrahús Íslands og háskólasjúkrahús. Hann er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar sem veitir bæði almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Jafn­ framt er hann miðstöð menntunar, þjálfunar og rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Hvað starfa margir nemar á spítalanum hverju sinni? Árlega stunda rúmlega 1500 nemendur nám í heilbrigðis­ vísindum, þar af eru yfir 300 í meistara­ og doktorsnámi. Í hjúkr­ unar­ og læknisfræði eru um 400 nemendur árlega í hvorri grein en í heildina eru um 25 starfsstéttir sem stunda nám í grunn­ og framhaldsnámi. Vísindasjóður Landspítala styrkir um 100 vísindaverkefni og mikið samstarf er við innlenda háskóla, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og í vaxandi mæli við erlenda háskóla. Er vöntun á mannauði? Á hvaða sviðum helst? Það hefur verið skortur á fólki á tilteknum sviðum starfsem­ innar, má þar nefna að á tímabili gekk illa að manna stöður að­ stoðarlækna á lyflækningasviði. Upp á síðkastið hefur það hins vegar gengið vel og almennt má segja að okkur gangi ágætlega að manna spítalann. Það er hins vegar áhyggjuefni að nýliðun skortir hjá lykilstéttum í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna vissar sérgreinar lækninga, lífeindafræðinga og sjúkraliða. Það er því sameiginlegt verkefni okkar, stjórnvalda og menntastofnana að sjá til þess að við höfum í framtíðinni nóg af hæfu fólki til að sinna þeim vaxandi verkefnum sem við blasa í heilbrigðis­ þjónustu á Íslandi. Hver er framtíðarsýn spítalans? Framtíðarsýn spítalans er að Landspítali verði áfram í fremstu röð háskólasjúkrahúsa og sjúklingurinn og öryggi hans verði ætíð í fyrirrúmi. Menntun og vísindastarf verði í fremstu röð og markvisst unnið að nýsköpun á grundvelli þekkingar. Land­ spítali verði áfram eftirsóttur vinnustaður sem veitir hagkvæma og skilvirka þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á og sé stolt landsmanna, sjúklinga og starfsmanna. Það er einnig framtíðarsýn spítalans að starfsemin verði sameinuð á einn stað í hentugt húsnæði. Nýjar spítalabygg­ ingar þurfa að mæta kröfum nútímalækninga að teknu tilliti til þekkingar og tækniþróunar. Þær munu veita betri aðbúnað fyrir sjúklinga, leiða til færri sjúkrahússýkinga, auka öryggi og stytta legutíma. Auk þess mun sameinuð starfsemi leiða til hag­ ræðingar í rekstri og nútímaleg aðstaða laða að og gera spítalann að eftirsóknarverðari vinnustað. STARFSMANNASTJÓRAR TEKNiR Á BEiNið bryndís Hlöðversdóttir starfsmannastjóri Landspítala A T V I N N A ■ ■ ■ Sigdís þóra Sigþórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.