Læknablaðið - 01.03.2015, Page 18
138 LÆKNAblaðið 2015/101
endurlífgunarskýrslum rituðum af vakthafandi neyðarbílslækni
eftir öll útköll vegna endurlífgunar. Einnig var leitað í sjúkraskrám
Landspítala að ICD-10 kóða fyrir hjartastopp I-64 og gagna aflað
um endurlífgunartilraunir utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð-
inu. Rannsakendur skráðu upplýsingar um endurlífganir sam-
kvæmt lykilþáttum Utstein-staðalsins sem er stöðluð framsetning
til að meta árangur endurlífgana og var uppfærður 2004.9,10
Tilfelli þar sem hjartastoppið var ekki talið vera af völdum
hjartasjúkdóms voru ekki talin með við mat á árangri endur-
lífgana. Ef orsök fyrir hjartastoppi var ekki tilgreind í sjúkraskrá
voru viðkomandi krufningarskýrslur og dánarvottorð skoðuð. Þau
hjartastopp sem áttu sér stað í sjúkrabíl voru ekki talin með öðrum
hjartastoppum sem vitni voru að. Útkallstími var skilgreindur í
samræmi við fyrri rannsóknir, það er tíminn frá því að tilkynn-
ing um hjartastopp barst Neyðarlínu og þar til sjúkrabíllinn var
kominn á vettvang. Fengust þessar upplýsingar úr endurlífgunar-
skýrslum og frá Neyðarlínunni. Upplýsingar um sjúklinga sem
meðhöndlaðir voru með kælingu, auk mats á færni við útskrift,
fengust úr sjúkraskrám Landspítala. Vitræn geta sjúklinga við út-
skrift var metin samkvæmt Cerebral Performance Category (CPC)
skala á bilinu 1 til 5 þar sem 1 stig þýðir að viðkomandi hafi haft
eðlilega heilastarfsemi en 5 stig jafngilda heiladauða.11 Íbúafjöldi
á þjónustusvæði neyðarbílsins var 181.929 í byrjun árs 2004 og
197.951 í lok árs 2007.12
Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá framkvæmdastjóra
lækninga á Landspítala, Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Samanburður á meðalaldri, hvort vitni var að hjartastoppi eða
hvort grunnendurlífgun var beitt, var framkvæmdur með t- prófi.
Annar samanburður var gerður með x2-prófi. Greining gagna var
framkvæmd í R, útgáfu 2.14 og marktæknikrafa var 0,05.
Niðurstöður
Á árunum 2004-2007 var tilkynnt um 289 hjartastopp á höfuðborg-
arsvæðinu. Reynd var endurlífgun í 279 tilfellum (97%) af læknum
og sjúkraflutningamönnum neyðarbíls. Hjartasjúkdómar voru
orsök í 200 tilfellum (72%) af þeim 279 þar sem endurlífgun var
reynd. Sjötíu og níu tilfelli (28%) voru talin vera af öðrum orsökum
eins og áverka, drukknun, eitrun, sjálfsvígi, öndunarfærasjúkdómi
og öðrum ástæðum. Skráning samkvæmt endurlífgunarskýrslum
var góð en hjá 15 einstaklingum var ekki skráð orsök og þurfti
að leita upplýsinga í krufningarskýrslum og dánarvottorðum hjá
Hagstofu.
Fjöldi karla var 151 (76%) og konur voru 49 (24%). Meðalaldur
sjúklinga var 67,7 ár og aldursbil var 20-99 ár. Útkallstími var að
meðaltali 6,3 mínútur.
Í hjartastoppum af völdum hjartasjúkdóma voru vitni til staðar
í 120 tilvikum (60%) og eru niðurstöður endurlífgunartilrauna í
þeim tilvikum sýndar samkvæmt Utstein-staðli í flæðiriti. Ekki
var vitni að hjartastoppi í 60 tilvikum (30%) og 20 hjartastopp (10%)
áttu sér stað í sjúkrabíl. Fjöldi endurlífgana í heild var að meðal-
tali 71,5 ± 4,5 á ári. Fjöldi endurlífgana þar sem orsök var hjarta-
sjúkdómar var að meðaltali 48 ± 6 á ári. Tíðni á hverja 100.000/ári
er því 26 ± 3,5. Tíðni sleglatifs/sleglahraðtakts var 13,9 ± 2,5 á hverja
100.000/ári.
Fyrsta rit
Níutíu og níu (50%) voru í sleglatifi eða sleglahraðtakti á fyrsta
hjartarafriti af þeim sem fóru í hjartastopp vegna hjartasjúkdóms.
Fjörutíu (20%) voru með rafvirkni án dæluvirkni en 61 (30%) var
með rafleysu á fyrsta hjartarafriti.
Lifun að innlögn og útskrift
Af 200 einstaklingum náðu 107 einstaklingar (54%) inn á bráða-
deild með merki um blóðflæði eða sýndu merki um blóðflæði eftir
að á bráðadeild var komið. Áttatíu og sex einstaklingar (43%) lögð-
ust inn á gjörgæslu/legudeild. Alls útskrifuðust 50 einstaklingar
(25%) af sjúkrahúsi. Fjörutíu og sjö voru lifandi ári eftir útskrift,
eða 24%.
Sleglatif/Sleglahraðtaktur
Níutíu og níu voru upphaflega í sleglatifi eða sleglahraðtakti á
fyrsta hjartarafriti. Af þeim náðu 72 (73%) inn á bráðadeild, 61
(62%) lagðist inn á gjörgæslu/legudeild og 43 (43%) útskrifuðust.
Sjötíu prósent þeirra sem lifðu að innlögn á gjörgæslu/legudeild
útskrifuðust.
Rafleysa
Sextíu og einn einstaklingar var í rafleysu á fyrsta hjartarafriti.
Fimmtán þeirra (25%) komust inn á bráðadeild. Ellefu (18%) lögð-
ust inn á gjörgæslu/legudeild en enginn útskrifaðist.
Rafvirkni án dæluvirkni
Fjörutíu voru með rafvirkni án dæluvirkni eða hægatakt. Tuttugu
þeirra (50%) lifðu inn á bráðadeild, 14 (35%) lögðust inn á gjör-
gæslu/legudeild og 7 (18%) útskrifuðust af sjúkrahúsi.
Kringumstæður
Flestir fengu hjartastopp í heimahúsi, eða 120 einstaklingar, af
þeim útskrifuðust 28 (23%) heim af spítala. Tuttugu og einn ein-
R A N N S Ó K N
Flæðirit um árangur endurlífgana vegna hjartasjúkdóma utan sjúkrahúsa frá 2004-2007.
Endurlífgun reynd
N=279
Orsök ekki tengd hjarta
N=79(28%)
Orsök:Hjartasjúkdómur
N=200(72%)
Vitni að hjartastoppi
N=120(60%)
Upphafstaktur
Sleglahraðtaktur/Sleglatif
N=79(66%)
Upphafstaktur
Rafvirkni án dæluvirkni
N=21(18%)
Upphafstaktur
Rafleysa
N=20(17%)
Lifun inn á bráðamóttöku
N=72(60%)
Lifun inn á
gjörgæslu/legudeild
N=56(49%)
Útskrift af sjúkrahúsi
N=37(31%)