Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 20
Nóttin nýtist vel FINNUR INGÓLFSSON Tíminn frá klukkan tíu á kvöldin fram til tvö á nóttunni nýtist Finni Ingólfssyni, forstjóra VÍS, jafnan vel til vinnu. „Ég er svefnléttur, góður ef ég næ fjórum til fimm tímum á nóttu. Ef ég sofna yfir sjónvarpsfrétt- unum í tvær til þrjár mínútur endurnærist ég alveg og hef þrek til þess að vinna langt inn í nóttina, meðal annars við lestur, svara tölvupósti og skipuleggja verkefni sem bíða.“ Augliti til auglitis Finnur er yfirleitt kominn á ról upp úr klukkan sjö á morgnana og byrjar á morgunmat sem er lýsi, LGG og banani. Byrjar daginn á því að keyra dóttur sína í Verslunarskólann og er svo kominn til vinnu fljótlega upp úr klukkan átta þá daga sem hann fer ekki í líkamsrækt eða á fundi úti í bæ. Dagarnir eru eins breytilegir og þeir eru margir. „Fyrri hluti vikunnar fer yfirleitt í fyrirfram ákveðin og skipulögð fundarhöld með stjórn- endum í fyrirtækinu og þeim sem gegna hér ábyrgðar- og stjórnunarstörfum. Inn á milli koma lausar stundir og þá reyni ég að sinna þeim sem þurfa að ræða við mig vegna ýmissa mála. Fimmtudagur og föstudagur eru nokkuð frjálsir dagar og þá reyni ég að afgreiða mál sem hafa beðið,“ segir Finnur og bætir við að skipulag á störfum sínum sé ekki ólíkt því sem hann hafði þegar hann gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Að sinna erindum í gegnum tölvupóst sé ágætt, en best sé að afgreiða málin augliti til auglitis. „Með skipulögðum fundum veit ég nokkuð vel hvar öll stærri mál innan VÍS standa. Almennt tel ég mig hafa opinn stjórnunarstíll. Það hafa allir aðgang að mér og GSM núm- erið er ekkert leyndarmál. Þeir fá númerið sem biðja um og ég svara ef ég get,“ segir Finnur og bætir við að í takt við aukin umsvif VÍS erlendis fjölgi utanlandsferðum sínum. Ferðirnar komi oftast upp fyrirvaralítið og sé trauðla hægt að skipuleggja þær. „Mér finn- ast utanlandsferðir fjarri því skemmtilegar og flug fer illa í mig. Ég reyni því að komast hjá ferðalögum sé þess kostur.“ Gleymi hádegisverðinum Í annríki dagsins segir Finnur að það hendi sig stundum að hreinlega gleyma hádegis- verðinum. „Stundum ranka ég við mér þegar klukkan er að verða eitt og hleyp hér í mötuneytið uppi á efstu hæð. Annars eru oft fundir í hádeginu og því borða ég aðalmáltíð dagsins heima á kvöldin, þegar ég kem úr ræktinni. Síðasta vetur fór ég gjarnan í lík- amsrækt áður en ég fór til vinnu á morgnana, en nú hefur þetta færst yfir á síðari hluta dagsins. Meginmálið er að fá hreyfingu og reyna á líkamann, slíkt gerir manni ákaflega gott. Í líkamlegum átökum, hvort sem það er á hlaupabrettinu, í gönguferðum uppi á reginfjöllum eða á hestbaki vakna gjarnan fínar hugmyndir, það er þegar maður sleppur úr álagshugsun og venjubundnu áreiti. Hins vegar kúpla ég mig aldrei fullkomlega frá starfinu, slíkt væri mér ómögulegt og ég býst við að flestir stjórnendur hafi sömu sögu að segja,“ segir Finnur Ingólfsson. „Almennt tel ég mig hafa opinn stjórnunarstíl. Það hafa allir aðgang að mér.“ 20 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. DAGBÆKUR FORSTJÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.