Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 85

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 85
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 85 stuttum göngu- og hlaupaleiðum, körfubolta- völlum, félagsaðstöðu og framtíðarbyggingu fyrir íþróttastarf. Íþróttaakademía Reykjanesbæjar tók til starfa sl. haust en þar er boðið upp á nám í íþróttafræðum á háskólastigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, afreksbraut til stúd- entsprófs í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, endurmenntun fyrir starfandi íþrótta- kennara og fagfólk auk fjarnáms í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Uppeldis- og fræðslumál blómstra Mikil áhersla hefur verið lögð á uppeldis- og fræðslu- mál í Reykjanesbæ á síðustu árum og hafa menn verið óhræddir við að leita nýrra leiða. Má þar nefna verkefni eins og Lestrarmenn- ingu í Reykjanesbæ sem er 3ja ára samfélags- legt þróunarverkefni unnið í samvinnu við leikskóla, grunnskóla, bókasafn, heilbrigðis- stofnun og fleiri. Einnig hafa flestir starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaskóla auk foreldra sótt ókeypis í boði fræðsluskrifstofu námskeiðið SOS - hjálp fyrir foreldra, en þar er um að ræða samræmda uppeldisáætlun í einu bæjarfélagi. Tilvísunum til fræðsluskrifstofu vegna sér- fræðiþjónustu hefur í fram- haldi fækkað. Samstarf heimila og skóla er öflugt í Reykjanesbæ enda gerir bærinn foreldrafélögum kleift að ráða starfsmann í 50% stöðu til að sinna forvarn- armálum og samstarfi heimila og skóla. Frístundaskóli Reykjanesbæjar Það nýmæli, sem helst hefur vakið athygli að undanförnu, er Frístundaskóli Reykjanesbæjar sem er nýstár- leg útfærsla á heilsdagsskóla og tók til starfa haustið 2003. Frístundaskólinn er rekinn í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og í sam- vinnu við íþróttahreyfinguna hafa allar æfingar nemenda skólans, þ.e. 1.-4. bekkjar, verið færðar fram þannig að nemendur geti lokið starfsdegi sínum fyrir kl. 17:00. Innifalið í gjaldi frístundaskóla er æfingagjald fyrir eina íþróttagrein og akstur til og frá æfingum. Einnig hafa tómstundafélög kynnt starfsemi sína í frí- stundaskólanum, s.s. skátar og KFUM og K. Undanfarin þrjú ár hefur verið frítt í strætó í Reykja- nesbæ og hefur aðsókn í vagn- ana tvöfaldast. Mest er um það að börn og unglingar nýti sér vagnana til að komast í skóla, sund, tónlistarnám, íþróttir og til að heimsækja vini og kunningja. „Frítt í strætó“ dregur úr þörf fjölskyldunnar á aukabíl og auðveldar ekki síst börnum og öldruðum að ferðast á milli staða án þess að vera í slysahættu sem gangandi vegfarendur. Þá munar allar fjöl- skyldur um hundruð króna sem annars myndi kosta daglega að fara á milli með gjaldtöku eins og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. En það er ekki einungis frítt í strætó. Í ársbyrjun var ákveðið að ókeypis yrði í sund fyrir öll börn á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ. Þó að íþróttaþátttaka barna í Reykjanesbæ sé meiri en víðast hvar á landinu þótti full ástæða að hvetja til enn meiri hreyfingar með þessum hætti. Þessari nýbreytni hefur verið vel tekið en þótt ótrúlegt sé hefur hún skilað inn meiri tekjum til sundstaðanna, auk þess sem fjöldi barna í sund hefur margfaldast. Aðstaða til sundiðkunar mun aukast til muna í vor þegar tekin verður í notkun ný 50 m innisundlaug við Sundmiðstöð Keflavíkur ásamt vatnagarði og rennibrautum. Það fer ekki á milli mála að lífið í Reykja- nesbæ er blómlegt og þar leggja bæjaryfirvöld sig fram um að veita íbúunum sem besta þjónustu á öllum sviðum sem síðan hlýtur að skila sér í ánægðum bæjarbúum, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Fasteignaskattur fyrir íbúðarhúsnæði er 0,30% og af atvinnu- húsnæði 1,65%. Rétt er að taka fram að fasteignamat er lægra í Reykjanesbæ en á höfuðborgarsvæðinu. Lóðaverð fyrir einbýli í Reykjanesbæ er 2-3 milljónir króna. Útsvars- hlutfall er 12,7%. Börnin eru ánægð í sundi. Íþróttaakademían. Rúnar Júlíusson var valinn bæjarlistamaður Reykjanesbæjar 2005. Með honum á myndnni eru Böðvar Jónsson, for- maður bæjarráðs og Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.