Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 55
Rautt í staðinn fyrir blátt
Fyrir ári höfðu breyttar áherslur í starfsemi Íslandsbanka
orðið til þess að farið var í nákvæma skoðun á því hvað
bankinn stæði fyrir og hver ætti að vera framtíðarstefnan.
Birna segir að þá hafi strax hafist mikil vinna við að stefnu-
setja gildi bankans, en nafnið sjálft var endanlega ákveðið í
desember. „Það lá í loftinu að skipta átti um nafn en vinnan í
kringum gildi bankans var komin langt á veg þegar við fórum
í alvöru að hugsa um nafnið.“
Hvíta húsið kom inn í ferlið strax í upphafi ásamt bresku
fyrirtæki, Loewy Group, sem vinnur að mótun fyrirtækja-
stefnu, en Hvíta húsið á hlut í fyrirtækinu. „Það var nauðsyn-
legt að vera með erlent fyrirtæki með okkur,“ segir Sverrir,
„þar sem nafnið og auglýsingaherferðin átti ekki aðeins að
virka hér á landi, heldur einnig erlendis þar sem Glitnir er
með starfsemi. Út úr vinnunni kom ný vörumerkjastefna,
og ný gildi bankans, sem eru Fljótur Snjall, Faglegur og lyk-
ilsetningin sem er Sköpum og fögnum velgengni. „Þetta eru
hornsteinarnir sem bankinn byggir á og auglýsingaherferðin
tók mið af. Þegar þessir hornsteinar voru lagðir kom að lita-
breytingunni sem er ein veigamesta breytingin út á við. Rauði
liturinn varð ofan á. Hann er tákn hraða, hann hefur kraft og
dýpt. Þá varð hann ekki síður fyrir valinu þar sem hann er í
mótvægi við bláa litinn sem ríkjandi er í bankaumhverfinu.
Sá litur er frekar íhaldssamur og hefur ekki snerpu og kraft
sem rauði liturinn gefur.“
Sverrir tekur fram að það þurfi hugrekki hjá stórfyrirtæki
að breyta á þann hátt sem gert var og aðdáunarvert sé hvað
AUGLÝSINGA
HERFERÐ GLITNIS
Birna Einarsdóttir hjá
Glitni og Sverrir Björns-
son hjá Hvíta húsinu,
höfðu í nógu að snú-
ast meðan verið var að
undirbúa auglýsinga-
herferðina.
A U G L Ý S I N G A M Á L