Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 45
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 45 inn. Heimsferðir og Terra Nova munu flytja yfir 50 þúsund farþega á þessu ári, en Heimsferðir eru með flesta farþega frá Íslandi í leiguflugi. Að sögn Andra fékk Solresor í Svíþjóð nýlega Grand Travel Awards sem besta ferðaskrifstofa Svíþjóðar. Ferðaskrifstofur Heimsferða eru með skrifstofur í Osló í Noregi, Kaupmannahöfn og Herning í Danmörku auk skrifstofa í Malmö, Gautaborg og Stokkhólmi. Flogið er frá fjölmörgum borgum í Skandinavíu. Meðal helstu áfangastaða fyrirtækjanna eru Azor- eyjar, Madeira, Kína, Víetnam, Kanaríeyjar, Mall- orca, Menorka, Egyptaland, Oman, Tyrkland, Malta, Thailand, Malasía og Kenya. Einnig bætast stöðugt við nýir og spennandi áfangastaðir. Úrvalið er því ótrúlega fjölbreytt og glæsilegt. Sumarferðir með fimm stjörnu hótel á góðu verði Helgi Jóhannsson segir að ferðalög eigi ekki að vera forréttindi einna eða neinna. „Nú ferðast fólk oftar, fer kannski í styttri tíma, en oftar. Það bitnar ekki á ferða- lögum innanlands vegna þess að flestir eiga orðið 5 vikna sumarfrí. Margir skipta því þannig að þeir fara í gott tveggja vikna sumarleyfi erlendis, síðan í eina borgarferð og restin af tímanum fer í að taka til í bílskúrnum og fara í skemmtilega ferð um landið.“ Að sögn Helga eru Sumarferðir ef til vill þekktastar núna fyrir að bjóða frábær fimm stjörnu hótel á góðu verði. „Við eigum svo- lítið eftir að vinna okkar heimavinnu í því hvernig við sjáum þessi fyrirtæki, Sumarferðir og Úrval-Útsýn, vinna saman. Ég held þó að Sumarferðir verði enn öflugri í sumarorlofsþættinum, en að Úrval-Útsýn muni fyrir utan sólarferðir vera áfram með öflugar borgarferðir, skíðaferðir og fleira í þeim dúr, þ.e. fjölbreyttari flóru ferða.“ - Eru fleiri fjárfestingar framundan hjá Sumarferðum, stendur jafnvel til að kaupa fleiri ferðaskrifstofur? „Nei. Áður en Sumarferðir voru stofnaðar vorum við félagi minn, Þorsteinn Guðjónsson, að hugleiða stofnun lággjaldaflugfélags. En mér sýnist að það sé varla rými fyrir annað félag við hliðina á Iceland Express. Ég held að það verði áfram öflugt félag í sam- keppninni og kannski ekki pláss fyrir fleiri, enda er British Airways komið á markaðinn hérlendis og kannski koma fleiri.“ Helgi bætir því við að nær öll sala hjá Sumarferðum á Laugavegi fari fram gegnum netið eða í síma. Áhersla sé lögð á svokallaða „umbúðalausa þjónustu“ (no-frill service) þar sem þættir á borð við skilvirkni, framleiðni starfsfólks og áreiðanlega flugáætlun séu settir í öndvegi. Með því að grundvalla rekstur Sumarferða á þeim möguleikum sem upplýsinga- og samskiptatækni nútímans bjóði upp á nái ferðaskrifstofan dýrmætu forskoti í samkeppninni. „Í fyrsta lagi gefst tækifæri til þess að innleiða stórfellda verð- lækkun á hefðbundnum sumarleyfisferðum og í annan stað mun sá tímasparnaður sem ávinnst með breyttum starfsaðferðum nýt- ast til þess að fylgjast enn betur með þeim ónýttu tækifærum sem stöðugt eru að bjóðast víða um heim,“ segir Helgi. Fuerteventura er tromp Heimsferða í sumar Andri Már Ingólfsson segir að ekki standi til að sameina ferða- skrifstofurnar hér heima, Terra Nova verði áfram rekin undir því nafni og ferðaskrifstofurnar á Norð- urlöndum verði einnig reknar áfram undir sínum nöfnum, enda mjög sterkar á markaðnum, og þeim þurfi að halda. Reksturinn falli hins vega allur undir eitt móðurfélag. „Vinsælustu viðkomustaðir Heimsferða og Terra Nova frá Íslandi undanfarin ár hafa verið Costa del Sol og Króatía og eins heldur Mallorca alltaf sínum hlut. Heimsferðir kynna tvo nýja áfangastaði í sumar. Annar þeirra er Fuerteventura, sem er ein af Kanaríeyjunum og hefur verið tromp Heimsferða í sumar, það sannarlega „hitti í mark.“ Nánast er uppselt þangað í sumar en boðið er upp á frábær ný hótel á verði sem ekki hafa sést áður.“ Andri segir að þetta hafi verið mögulegt í tengslum við ferða- skrifstofurnar í Svíþjóð og Noregi sem eru í eigu Heimsferða, og þannig séu Heimsferðir stærsti viðskiptaaðili hótelkeðjunnar í Fuerteventura. Hann segir strendurnar þarna vera taldar einar þær fallegustu í heimi. Fuerteventura sé því sannarlega öðruvísi valkostur. „Síðan erum við að kynna Búlgaríu undir nafni Terra Nova, og það má líka segja um þann stað, hann hefur slegið í gegn, og meira en 70% allra sæta í sumar seld. Þessa tvo staði ber hæst í sumar.“ - Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari fjárfestingar í ferðaskrif- stofum eða hótelum á næstu misserum? „Við erum alltaf að skoða spennandi tækifæri,“ segir Andri Már. „Það er ýmislegt á sjóndeildarhringnum núna sem gæti gerst á næstu mánuðum. Við erum alltaf á tánum, þetta stoppar ekkert, það vindur upp á sig ef eitthvað er.“ - Er samkeppni ferðaskrifstofa á Íslandi með ólíkum hætti nú en var fyrir kannski 20 til 30 árum? „Já, þá var öll samkeppni miklu persónulegri en það er leið sem mér hefur sannarlega ekki hugnast að fara. Þetta eru bara viðskipti og sá vinnur slaginn sem býður bestu kjörin og skemmtilegustu nýj- ungarnar fyrir íslenska ferðalanga. Við erum því að vinna okkur til- verurétt á hverjum degi, í hverjum mánuði og á eigin forsendum. Á Íslandi ræður verðlagið á ferðunum mjög miklu, íslenski mark- aðurinn er mjög verðtengdur enda skoðar fólk oft fyrst verðið síðan staðina sem boðið er upp á. Samsetning verðs og gæða er mjög vel skoðað, en þess má líka geta að íslenski markaðurinn er mjög nýj- ungagjarn, fólk vill mikinn fjölbreytileika,“ segir Andri Már. F E R Ð A Þ J Ó N U S T A „Á Íslandi ræður verðlagið á ferðunum mjög miklu, íslenski markaðurinn er mjög verðtengdur enda skoðar fólk oft fyrst verðið síðan staðina sem boðið er upp á.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.