Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 41

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 41 D A G B Ó K I N 12. apríl Verðbólgan hrellir núna Íslendinga Verðbólgan er komin á kreik á Íslandi. Síðustu tólf mánuði hefur verðbólga samkvæmt mælingu Hagstofunnar verið 5,5%. Það er mesta verðbólga á Íslandi í fjögur ár, eða frá því í maí 2002. Verðbólgan er 3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðla- banka Íslands. Verðbólgan hefur nú verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tvö ár og yfir efri vikmörkum bankans í átta mán- uði í röð. Ekki er útlit fyrir að hún hjaðni á næstunni því hrikalegar hækkanir á olíu virka einmitt eins og olía á verðbólgueldinn - og þá er ljóst að fall krónunnar að undanförnu fer beint út í verð- lagið. 12. apríl FL Group kaupir hollenskt drykkjar- vörufyrirtæki FL Group hf. hefur, ásamt fleiri fjárfestum, gengið frá kaupum á hollenska drykkjarvörufyrir- tækinu Refresco Holding. FL Group verður stærsti hlut- hafi félagsins með 49%, en meðal annarra fjárfesta eru Vífilfell og helstu stjórnendur Refresco. Hjá Refresco starfa um 1.200 manns í 5 löndum en félagið er annar stærsti framleiðandi á ávaxtasafa og svaladrykkjum undir vöru- merkjum verslana í Evrópu. Velta félagsins árið 2005 nam um 56 milljörðum. Sigurður Bollason. 12. apríl Sigurður Bollason út úr FL Group og Dagsbrún Sagt var frá því þennan dag að Sigurður Bollason hefði selt hluti sína í eignarhaldsfélögunum Icon og Runni. Kaupandi var Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármann, Kevin Stanford og Þor- steins M. Jónssonar. Icon er eigandi að 7,77% hlutafjár í FL Group og Runnur er eigandi að 12,95% hlutafjár í Dagsbrún. Magnús Ármann er stjórnar- maður í FL Group og Dagsbrún. Þorsteinn M. Jónsson er varafor- maður stjórnar FL Group. 19. apríl FL Group kaupir í Glitni fyrir 1,3 milljarða FL Group hefur keypt 80 milljónir hluta í Glitni af einkahlutafélag- inu Red Square Invest sem er í helmingseigu Jóns Snorrasonar, stjórnarmanns í Glitni. Hlutaféð var keypt á genginu 16,6 og söluverð þess því 1.328 milljónir króna. Það var vel til fundið hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræð- inga að fá þá Carsten Valgreen, aðalhagfræðing Danske Bank, og Lars Christensen á fund til sín. Það kom engum á óvart að það var húsfyllir á fundinum. Lars Christensen er annar tveggja höfunda skýrslu Danske Bank um íslenska bankakerfið, en hún nefndist: „Iceland: Geysir Crisis“. Carsten Valgreen sagði m.a. á fundinum að það hefði komið sér á óvart hve mikil viðbrögð og tilfinningasemi hefðu verið í þeim tölvubréfum sem hann fékk frá ýmsum á Íslandi í kjöl- far skýrslunnar. Lars Christensen hélt fram- söguræðu og sagði að Danske Bank væri ekki einn um að vera svartsýnn hvað varðar efnahags- ástandið á Íslandi og að vísbend- ingar væru um harða lendingu. Hann lagði ofuráherslu á skuldir Íslendinga og að Íslendingar ættu orðið heimsmet í erlendum skuldum og að þær yrðu þeir timburmenn sem glímt yrði við á næstunni. Hann fór að vísu ekki mörgum orðum um eignir Íslend- inga í hinum ýmsum löndum. Lars Christiansen taldi að teitið væri búið í bili á Íslandi. Best væri að fara að ráðum mömmu og fá sér ekki afréttara eftir veisluna heldur að taka timburmennina út - þá væri hægt að skemmta sér bæði fyrr og betur í næstu veislu. Fyrirlestur Lars bar yfirskrift- ina Ofhitnun, skuldsetning og kreppan árið 2007 og sagði hann að slík skilaboð væri ekki skemmtilegt að flytja. Hann sagðist hafa verulegar áhyggjur af vaxandi verðbólgu á Íslandi - eins og raunar Íslendingar sjálfir hefðu og vísaði í Peningamál Seðlabankans. Carsten Valgreen sagði m.a. á fundinum um skuldsetningu Íslendinga að Íslendinga yrðu að viðurkenna að íslensku bank- arnir og hagkerfið allt væri mjög háð fjármagni erlendis frá. Og ef vextir hækkuðu erlendis þá hefði það í för með sér meiri erfiðleika en áður. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingadeildar Landsbankans, höfðu framsögu á fundinum auk Lars Christiansens og tóku síðan þátt í pallborðsumræðum ásamt þeim Carsten Valgreen, Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskólans, og Arnóri Sighvatssyni, hagfræð- ingi Seðlabankans. 12. apríl DANIRNIR Á FUNDI HJÁ FVH Lars Christensen, hagfræðingur hjá Danske Bank, á fundinum hjá FVH. „Takið timburmennina út núna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.