Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 Þ eir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, og Helgi Jóhannsson, forstjóri Sumarferða, eru gamlir reynsluboltar í ferðaþjónstunni sem lengi hafa tekist á. Enn á ný takast þeir á af hörku í barátt- unni um ferðalanga - bæði íslenska sem erlenda. Heimsferðir eru núna fjórða stærsta ferðaskrifa á Norðurlöndum. Þeir segja að samkeppni þeirra sé viðskiptalegs eðlis en ekki á per- sónulegum nótum sem oft einkenndi þetta fag á árum áður. Helgi Jóhannsson hefur farið mikinn frá því hann stofnaði Sumarferðir og hefur ferðaskrifstofan gengið vonum framar og varð það til þess að Helgi keypti nýlega Ferðaskrifstofu Íslands sem rekur Úrval-Útsýn og Plúsferðir. „Sumarferðir og Ferðaskrifstofa Íslands verða áfram rekin hvor í sínu lagi; þær eigi sína föstu viðskiptavini og því verður ekkert breytt.“ Veldi Andra Más hefur þanist út Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, hefur gert ótrúlega góða hluti með Heimsferðir frá því hann stofnaði fyrirtækið árið 1992. Fyrirtækið keypti á síðasta ári þrjár nor- rænar ferðaskrifstofur; Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi og Bravo Tours í Danmörku. Heimsferðir eru því í dag eitt af stærstu ferðaþjónustufyr- irtækjum Norðurlanda og í hópi þeirra sem hafa vaxið hvað hraðast undanfarin ár. Þá keypti Andri Már hús Eimskipafé- lagsins og breytti því í hótel; Hótel Radisson SAS 1919. Áður höfðu Heimsferðir keypt Terra Nova. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sumarferða, segir að ekki sé mikið um ferðir til sömu áfangastaða og hjá Heimsferðum, bæði fyrirtækin fljúgi hins vegar til Alicante og Mallorca - lengra nái samlíkingin ekki. Á þeim leiðum sé mikil sam- keppni. Helgi segir ennfremur að Mallorca og Alicante séu helstu viðkomustaðir Sumarferða, en nýir staðir séu m.a. Tenerife og Lanzarote en aðsóknin sé slík að það sé nánast uppselt þangað. Á Tenerife sé betra veðurfar en á meginlandinu og ekki eins heitt - og svo sé verðið einnig mjög hagstætt. Að sögn Helga eru vinsælustu staðir Úrvals-Útsýnar og Plúsferða Portúgal, Mallorca og Krít, en verið er að bjóða upp á ferðir til Tyrklands sem ekki hefur verið farið til áður í reglulegu leiguflugi. „Við munum selja fleiri sæti í ár en í fyrra og var þó árið í fyrra metár. Þá fluttum við 28 þúsund manns en við erum nú búin að bóka um 40% meira en á sama tíma í fyrra, og vorum við þó ánægð með það. Ferðir á sólarstrendur eru orðnar ríkari þáttur í ferðapýramídanum hjá fólki enda hefur verð- samkeppnin verið mjög öflug milli stærstu ferðaskrifstofanna sem leiðir til þess að fólk kemst í frí á mjög góðum kjörum,“ segir Helgi. Yfir 400 þúsund farþegar hjá Heimsferðum Andri Már segir að Heimsferða-grúppan muni flytja yfir 400 þúsund farþega á þessu ári og að Svíþjóð sé stærsti markaður- EINVÍGI ANDRA OG HELGA F E R Ð A Þ J Ó N U S T A Ferðaskrifstofukóngarnir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, og Helgi Jóhannsson, for- stjóri Sumarferða, keppa af hörku. Heimsferðir eru orðnar fjórða stærsta ferðaskrifstofan á Norðurlöndum. Andri Már Ingólfsson.Helgi Jóhannsson. TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.