Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 „Ekkert er skemmti- legra en að vinna í umhverfi þar sem hugmyndirnar fá að njóta sín og maður fær tækifæri til að koma þeim í framkvæmd. Öll stefna og framkvæmd sem tengj- ast samstarfsaðilum getur verið ansi flókið verkefni og þetta er ekki beint kennt einhvers staðar en er samt mikill hluti af veruleikanum hvað varðar árangur fyrirtækja sem vilja vera hugbúnaðarframleiðendur, eða vörufyrirtæki eins og við getum kallað þau; hvernig sölurásir þarf að virkja til að sem bestum árangri sé náð úr vörusölunni.“ Nú eru fjögur ár síðan Halldór byrjaði hjá Microsoft og á þeim tíma hefur hann hægt og rólega klifrað enn frekar upp met- orðastigann. „Þegar ég byrjaði hjá Microsoft hafði ég góða reynslu af að starfa með stærri sam- starfsaðilum þannig að ég tók við deild sem snéri að því og varð deildarstjóri yfir henni. Fyrir 12 mánuðum ákvað ég síðan að söðla alveg um. Mig langaði að tengjast meira miðjufyrirtækjum og minni fyrirtækjum og að færa mig nær viðskiptalausnum, en mikið af vörum sem Microsoft fram- leiðir eru grunnsteinar að öðrum kerfum,“ útskýrir Halldór og segir jafnframt: „Árið 2002 keypti Microsoft fyrirtækið Navision og áður hafði það keypt Great Plains í Bandaríkjunum. Úr því varð til deild viðskiptalausna sem fyrst og fremst starfar með endursöluaðilum. Í dag ber ég ábyrgð á þessum endursöluaðilum við- skiptalausna, tegund þeirra og öllu því sem varðar slíkar sölurásir. Það eru meira en 2.600 söluaðilar í Evrópu og mér hefur ekki tekist að ná tali af öllum, en hef samt náð ansi mörgum. Mitt hlutverk er sem sagt uppbygging, stjórnun og þjónusta við samstarfsaðila okkar. Þeir eru fulltrúar okkar í tengslum við viðskiptavini og þurfa á stuðningi okkar að halda til að ná árangri. Ég reyni eftir fremsta megni að tala við viðskiptavinina líka, þannig að þetta er mjög krefjandi vinna en líka mjög gefandi. Það gengur mjög vel hjá okkur en við eigum enn mörg skemmtileg verkefni framundan til að ná enn betri árangri.“ Topparnir hjá Microsoft Halldór hefur umgengist toppana hjá Microsoft í Banda- ríkjunum og ber þeim vel söguna. „Það eru ekki allir sem vita að Steve Ballmer er forstjóri Microsoft en Bill Gates eftirlét honum forstjórastöðuna fyrir all- nokkru og starfar í dag sem svokallaður Chief software architect. Bill Gates hefur alltaf sýnt tækninni mikla ástríðu og er löngu orðinn heims- frægur sem slíkur og andlit fyrirtækisins út á við. Ef maður þarf að leita til einhvers innan fyrirtækisins þá gerir maður það og skiptir þá engu máli hver það er. Fyrirtækið er skemmtilega laust við formlegheit og er sífellt að nýta eigin tækni við að gera öll samskipti fljótari og skilvirkari. Ég hef verið í kynnum við Steve Ball- mer og það hefur verið mjög skemmtileg reynsla. Hann er gífurlegur orkubolti og gefur öllum í kringum sig mikla orku. Hann kemur á hverju ári á eina af okkar stærstu ráðstefnum hér í Evrópu, heldur þar tölu og hittir samstarfsaðilana. Árið 2004 var ég framkvæmdastjóri ráðstefnunnar og átti tíma með honum og samstarfsaðilunum sem var ákaflega lærdómsríkur og spenn- andi,“ segir Halldór. „Ég reyni að forðast það að láta fólk sérstaklega vita að ég sé í raun tölvunar- fræðingur, en tek fram að það sé ekki illa meint gagnvart þeirri góðu grein. Ég hef lært margt annað í millitíðinni og ég læri nánast alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Á meðan svo er hef ég gaman af þessu. Einhver sagði: „Það er alltaf eitthvað nýtt, eina fasta stærðin í þessari veröld er breyt- ingin.“ Ég tek heilshugar undir það.“ Mannauður og flugvallahlaup! Nú hefur Halldór verið í þessu ábyrgðarfulla og krefj- andi starfi í fjögur ár sem krefst mikilla ferðalaga og skipulagningar. En skyldi hann ekki verða leiður á þessum þeytingi? „Að sjálfsögðu er þetta lýjandi og þetta er alltaf spurning um hversu lengi maður getur haldið svona áfram. Fyrirtækið styður við starfsmenn að halda góðu jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Það eru þó frekar starfs- Halldór á skíðum með dætrum sínum, Dórótheu og Ísabellu. Nafn: Halldór Jörgenson. Aldur: 42 ára. Starf: Forstöðumaður viðskipta- lausnasviðs Microsoft EMEA (Europe, Middle East and Africa.) Menntun: BA-próf í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og MA í tölv- unarfræði frá University of Iowa í Bandaríkjunum. Hjúskaparstaða: Giftur Katrínu Guðmundsdóttur. Börn: Dóróthea, 11 ára, og Ísabella, 4 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.