Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 67

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 67
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 67 N ýr formaður Samtaka iðnaðarins er Helgi Magn- ússon og er hann þriðji formaður samtakanna frá stofnun þeirra fyrir tólf árum. Helgi gaf kost á sér sem formaður á þessu ári og hlaut 91% greiddra atkvæða sem verður að teljast afburða- góð kosning fyrir hann, en um póstkosningu var að ræða. Helgi á að baki langan feril í iðnaði og hafði áður setið í stjórn Samtaka iðnaðarins á árunum 1995-2001: „Meginá- stæðan fyrir því að ég tók vel mikilli og góðri hvatningu um að gefa kost á mér sem formaður var að ég hafði kynnst sam- tökunum sem stjórnarmaður í sex ár og hef alla tíð síðan haft mikinn áhuga á starfi samtakanna. Þetta kom á hentugum tíma. Harpa Sjöfn var selt í fyrra og að ósk nýrra eigenda er ég áfram stjórnarformaður. Auk þess sit ég í stjórn þriggja ann- arra félaga sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og er þar hluthafi. Það eru Bláa lónið, Marel og Skipasmíðastöð Njarð- víkur. Ég er því vel tengdur iðnaðinum þó ég sé ekki í beinum daglegum rekstri. Afar mikilvægt var að hafa fengið svo afgerandi góða kosn- ingu sem ég fékk. Samtök iðnaðarins eru breið samtök og innan þeirra eru mörg ólík sjónarmið. Til að árangur náist í starfi stjórnar og samtakanna í heild þarf að vera eining um forystuna.“ Hátækniiðnaður á tímamótum Hátækniiðnaður á Íslandi hefur mikið verið til umræðu að und- anförnu, og fundur um hátækniiðnaðinn á Íslandi, sem Samtök iðnaðarins héldu í mars, er fjölmennasti fundur í sögu samtak- anna. Helgi segir það ljóst að hátækniiðnaðurinn búi að mörgu leyti við erfiðar aðstæður um þessar mundir: „Hátækniiðnaðurinn hér á landi er að fást við erfið viðfangs- efni, meðal annars sterka krónu, en ekki ber að einblína á hana. Gengi krónunnar er aðeins eitt af vandamálunum. Mörg önnur atriði skerða starfsskilyrði hátækniiðnaðarins. Fyrst ber að nefna skort á sameiginlegri stefnumótun stjórnvalda og hagsmunaaðila í uppbyggingu hátækni. Íslenskt skattkerfi er fyrirtækjum í greininni erfitt. Það veldur meðal annars því að opinber fyrirtæki hafa samkeppnisforskot á einkafyr- irtæki vegna reglna um virðisaukaskatt. Fyrirtæki í mörgum öðrum löndum fá endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í gegnum skattkerfið sem hvetur íslensk hátæknifyrirtæki til vaxtar annars staðar en hér. Þá eru skilyrði framtaksfjár- festa og lífeyrissjóða til að taka þátt í fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja slæm hér á landi og sjóðir á borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Tækniþróunarsjóð búa ekki yfir nægum styrk til að takast á við mikilvæg verkefni. Það gefur því auga leið að þessi iðnaður þarf á mun meiri skilningi stjórnvalda að halda en hingað til hefur verið. Þess ber þó að geta að nýverið steig fjármálaráðherra skref í rétta átt til móts við óskir greinarinnar.“ Margir hafa velt því upp að ríkisstjórnin styðji við stóriðju- framkvæmdir á kostnað hátækninnar. Helgi segir það rétt að stjórnvöld hafi fellt niður opinber gjöld til að greiða götu stór- iðju og fram hafi komið að forsvarsmenn hátæknifyrirtækja telji að stjórnvöld sýni greininni ekki áhuga: „Báðar atvinnu- greinarnar eru þjóðarbúinu mikilvægar og best væri að þær styddu hvor við aðra, sem á að vera raunhæft. Stóriðjan hefur skilað miklum ávinningi og mun gera það áfram. Ágóði tækni- fyrirtækja af stóriðjunni er sú uppbygging í verk- og tækni- þekkingu sem er á vegum stóriðjufyrirtækjanna, en þau eru í fremstu röð í heiminum hvað varðar tæknikunnáttu. Við eigum ekki að leggjast gegn því að stóriðjufyrirtækin nái góðum samn- ingum við stjórnvöld um ýmis opinber gjöld en viljum að annar iðnrekstur njóti hins sama.“ Stöðugleiki er ákjósanlegastur Of hátt skráð gengi krónunnar hefur komið niður á iðnfyrir- tækjum, hátæknifyrirtækjum, sjávarútvegi og öðrum útflutn- ingsfyrirtækjum á meðan lágt gengi kemur sér vel fyrir innflutn- ing. Leiðir þetta ekki til óstöðugleika? HELGI TEKUR VIÐ AF VILMUNDI N Ý R F O R M A Ð U R S I TEXTI: HILMAR KARLSON MYND: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.