Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
„Ég er ánægður með að
Dorrit forsetafrú býður upp á
þjóðlegan mat eins og svið.
Það kemur mér ekki á óvart
að sviðin séu vinsæl á Bessa-
stöðum,“ segir Bjarni Geir
Alfreðsson, veitingamaður sem
rekur staðinn „Fljótt og gott“ á
Umferðarmiðstöðinni.
„Það er yndislegt sem gert
er á Bessastöðum. Hingað
til hefur útlendingum oftast
verið boðið upp á það sem við
héldum að þeir vildu, en það er
nokkuð sem þeir borða heima
hjá sér. Ég er hlynntur því að
íslenskt eldhús verði flutt til
nútímans,“ segir Bjarni og
nefnir m.a. að hægt væri að
bera sviðin fram í nútímalegan
hátt, þ.e. að kjammarnir lægju
ekki í heilu lagi á diskunum.
Hugmynd Bjarna er að ríki
og borg festi t.d. kaup á hinum
þekkta veitingastað Naustinu
sem nú stendur auður og að
þar verði boðið upp á ekta
íslenskan mat.
Bjarni er
ánægður
með Dorrit
„Þetta yrði vígi íslenska
eldhússins og þar yrði boðið
upp á þjóðlegan snæðing. Hug-
mynd mín er að Geirsbúð, sem
er hluti af Naustinu í dag, yrði
opnuð og þar yrði minjagripa-
verslun og safn.“ Veitingastað-
urinn yrði rekinn með útlend-
inga í huga, s.s. þá sem koma
hingað í viðskiptaerindum.
Bjarni segir að einhver
félagsskapur eða samtök þyrftu
að sjá um reksturinn, t.d.
klúbbur matreiðslumeistara.
Að sögn Bjarna kemur fjöldi
þekktra manna úr viðskiptalíf-
inu á veitingastað sinn, Fljótt
og gott á Umferðarmiðstöðinni,
einu sinni í viku til að snæða
þar saltkjöt, sviðakjamma og
Bjarni Geir Alfreðsson, veitingamaður á Umferðarmiðstöðinni, vill að ríki eða borg kaupi Naustið til að
opna þar minjagripaverslun og veitingastað sem bjóði upp á þjóðlegan mat fyrir erlenda kaupsýslumenn.
fleiri ekta íslenska rétti.
„Ég væri tilbúinn að koma
að málum sem reynslubolti og
ráðgjafi. Hins vegar þyrftu að
vera yngri menn í þessu sem
hefðu þor og eldmóð.“
Hugmynd Bjarna er, ef af
verður, að veitingastaðurinn
ætti að kallast Naustið
áfram.
Bjarni Geir Alfreðsson
veitingamaður segir
ástæðu til að fylgja
eftir miklum áhuga
erlendra gesta á sviða-
kjömmum og þjóð-
legum mat og vill að
Naustið verði framvegis
nýtt sem veitingahús
hinna þjóðlegu rétta.