Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 95

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 95
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 95 Vegalengdir innan bæjar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu almennt eru mörgum erfiðar. Fólk bregður sér ekki bæjarleið nema í bíl og menn skutla börnunum hvert sem þau þurfa að fara, í skóla jafnt sem tómstundastarf. Hjá þessu má auðveld- lega komast ef búið er í litlum bæ. Þar keppast menn nú við að koma upp stórum og myndarlegum þjónustumiðstöðvum sem hýsa alla helstu þjónustu bæjarfélagsins, bæjarskrifstofur, heilsugæslu, stórverslanir og aðrar minni, banka, pósthús og hvað eina. Ef Reykvíkingur sem flyst í bæ getur ekki látið af því að aka um allt á bílnum þarf hann að minnsta kosti ekki að fara nema á einn stað til þess að sinna flestum erindum. Og svo eru það umferðarljósin. Þau plaga menn heldur ekki að ráði utan höfuð- borgarinnar. Hafi verið flutt úr borg í bæ í þeim tilgangi m.a. að spara, ætti a.m.k. að vera hægt að spara bensín. Söfnin sýna okkur lifnaðarhætti fyrri ára og alda Vissulega er stutt að fara í „menning- una“ í Reykjavík ef búið er utanbæjar, sækja leikhús og tónleika og sitthvað fleira. Það er þó ekki síður menning í nágrannabyggðunum. Bæirnir státa t.d. af merkilegum söfnum sem ráð er að skoða. Í Sandgerði er Fræða- setrið þar sem lögð er áhersla á „effin fjögur“, fjöruna, fiskinn, fuglinn og ferskvatnslífið. Í Grindavík er Saltfisks- setur Íslands sem er fróðlegt fyrir alla sem vilja kynna sér mikilvægasta atvinnuveginn, eins og heimamenn komast að orði. Byggðasafn Reykja- nesbæjar hefur svo tekið að sér rekstur og umsjón Poppminjasafns Íslands. Upphaf Poppminjasafnsins má rekja til sýningarinnar „Bítlabærinn Keflavík“ og er stofninn í safnkost- inum þaðan kominn. Vilji menn kynnast því sem minnir á gamla lifnaðarhætti geta þeir skoðað nokkrar mógrafir í fjörunni sunnan Bræðraparts í Vogum. Talið er að graf- irnar séu um hundrað ára gamlar og eru þær mjög greinilegar um tveimur til þremur metrum neðan við sjávar- mál í fjörunni. Á Garðskaga, steinsnar frá Garðskagavita, er byggðasafn og sýndir munir sem tengjast búskapar- háttum til sjós og lands. Stór hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og fisk- verkun. Þarna er einnig mikið vélasafn. Safnasvæðið í Görðum á Akranesi vekur áhuga, jafnvel þeirra sem ekki hafa gaman af að skoða söfn. Þar er Byggðasafn Akraness og nærsveita, Íþróttasafn Íslands, Landmælingasafnið og Steinaríki Íslands. Úr Saltfisksetrinu í Grindavík. Fólk er þreytt á umferðinni í borginni. Steinsnar hvert sem er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.