Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 95
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 95
Vegalengdir innan bæjar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
almennt eru mörgum erfiðar. Fólk bregður sér ekki bæjarleið
nema í bíl og menn skutla börnunum hvert sem þau þurfa að
fara, í skóla jafnt sem tómstundastarf. Hjá þessu má auðveld-
lega komast ef búið er í litlum bæ. Þar keppast menn nú við
að koma upp stórum og myndarlegum þjónustumiðstöðvum
sem hýsa alla helstu þjónustu bæjarfélagsins, bæjarskrifstofur,
heilsugæslu, stórverslanir og aðrar minni, banka, pósthús og
hvað eina.
Ef Reykvíkingur sem flyst í bæ getur ekki látið af því að aka
um allt á bílnum þarf hann að minnsta kosti ekki að fara nema
á einn stað til þess að sinna flestum erindum. Og svo eru það
umferðarljósin. Þau plaga menn heldur ekki að ráði utan höfuð-
borgarinnar. Hafi verið flutt úr borg í bæ í þeim tilgangi m.a. að
spara, ætti a.m.k. að vera hægt að spara bensín.
Söfnin sýna okkur
lifnaðarhætti fyrri ára og alda
Vissulega er stutt að fara í „menning-
una“ í Reykjavík ef búið er utanbæjar,
sækja leikhús og tónleika og sitthvað
fleira. Það er þó ekki síður menning
í nágrannabyggðunum. Bæirnir státa
t.d. af merkilegum söfnum sem ráð
er að skoða. Í Sandgerði er Fræða-
setrið þar sem lögð er áhersla á „effin
fjögur“, fjöruna, fiskinn, fuglinn og
ferskvatnslífið. Í Grindavík er Saltfisks-
setur Íslands sem er fróðlegt fyrir alla
sem vilja kynna sér mikilvægasta
atvinnuveginn, eins og heimamenn
komast að orði. Byggðasafn Reykja-
nesbæjar hefur svo tekið að sér
rekstur og umsjón Poppminjasafns
Íslands. Upphaf Poppminjasafnsins
má rekja til sýningarinnar „Bítlabærinn
Keflavík“ og er stofninn í safnkost-
inum þaðan kominn.
Vilji menn kynnast því sem minnir á
gamla lifnaðarhætti geta þeir skoðað
nokkrar mógrafir í fjörunni sunnan
Bræðraparts í Vogum. Talið er að graf-
irnar séu um hundrað ára gamlar og
eru þær mjög greinilegar um tveimur
til þremur metrum neðan við sjávar-
mál í fjörunni. Á Garðskaga, steinsnar
frá Garðskagavita, er byggðasafn og
sýndir munir sem tengjast búskapar-
háttum til sjós og lands. Stór hluti
safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir
sem notaðir voru við fiskveiðar og fisk-
verkun. Þarna er einnig mikið vélasafn.
Safnasvæðið í Görðum á Akranesi
vekur áhuga, jafnvel þeirra sem ekki
hafa gaman af að skoða söfn. Þar er
Byggðasafn Akraness og nærsveita,
Íþróttasafn Íslands, Landmælingasafnið
og Steinaríki Íslands. Úr Saltfisksetrinu í Grindavík.
Fólk er þreytt á umferðinni í borginni.
Steinsnar hvert sem er