Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 60
Æ skuvinkonurnar eru Erna Steina Guðmundsdóttir textílhönnuður, Lísbet Sveinsdóttir myndlistar- maður og Matthildur Halldórsdóttir drama- þerapisti sem býr í Perú. Sagan á bak við fyrirtækið er ótrúleg enda segja þær Erna Steina og Lísbet að velgengnina megi þakka þrautseigju og þori auk þess sem þær eru allar haldnar ævintýraþrá. Matthildur kom einhverju sinni með peysu frá Perú og vinkonunum datt í hug að teikna peysur og láta framleiða þær; þeim fannst sniðugt að vera með ,,aukabúgrein“ með því að láta prjóna nokkrar peysur og fá aukapening. Salan gekk vonum framar og fyr- irtækið, ELM Design, var stofnað árið 1998. Þær héldu fljótlega tískusýningu hér heima og síðan aðra í Bandaríkjunum. ,,Þegar maður segir frá þessu núna þá virðist þetta vera ótrúlegt,“ segir Lísbet, ,,en ég held við höfum gert þetta vegna þess að við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera. Þetta var í rauninni mjög stórt skref.“ Þær komust í kjölfarið í samband við umboðsmann í Bandaríkjunum og tóku þátt í sölusýningum í New York og París. Og ævintýrið hófst. Tímaleysi Fyrstu árin var lögð áhersla á prjónaflíkur úr alpaca-ull, sem voru framleiddar í Perú, og leðurvöru. Fyrirtækið tók kipp upp á við eftir að þríeykið fór að framleiða saumaða línu úr ýmsum efnum. ,,Við lögðum áherslu á prjónahönnunina í nokkur ár,“ segir Erna Steina, ,,en við höfðum alltaf löngun til að gera heildstæða fatalínu sem gæti staðið undir sér sem heildstæð lína í verslun.“ Lögð er áhersla á vönduð efni og fara vinkonurnar reglulega á efnissýningar í París og velja efni í næstu línu. ÞRAUTSEIGJA OG ÞOR TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON Þrjár æskuvinkonur fóru að hanna og selja peysur fyrir um átta árum. Salan gekk vel og boltinn fór að rúlla. Þær hafa rekið fyrir- tækið og verslunina ELM Design í nokkur ár. Salan í versluninni hefur aukist um 20-30% á milli ára og útflutningur hefur aukist um 60-80% á ári. Vörur frá ELM Design fást í um 100 verslunum í Bandaríkjunum. Erna Steina, Lísbet og Matthildur sjá allar um hönnunina og síðastliðin ár hefur verið um fjórar línur að ræða: Vorlínu, sum- arlínu, haustlínu og jólalínu. Þær eru farnar að undirbúa hönnunina fyrir sumarið 2007 og eru að viða að sér efnisprufum. Aðallitirnir eru svartur og hvítur þó sterkir og bjartir litir séu líka í línunum. ,,Það er alltaf beðið um aðra liti,“ segir Erna Steina, ,,en salan er alltaf langmest í svörtu. Fólk vill sjá litina þó það velji síðan svart. Svona er þetta út um allan heim.“ Ef lýsa á hönnun ELM Design má segja: Ákveðinn einfaldleiki. Glæsileiki. Tímaleysi. Hið síðastnefnda gerir það að verkum að 16 ára stúlkur og áttræðar konur kaupa sömu flíkina. Það má samt segja að markhópur- inn sé á aldrinum 30 ára og upp úr. Óhætt er að segja að um persónulegan stíl æskuvinkvennanna sé að ræða. Þær fá hugmyndir m.a. með því að fylgjast með því sem aðrir hönnuðir eru að gera auk þess sem þær fá jafnvel hugmyndir með því að skoða búningahönnun fyrri tíma. Beggja vegna Atlantshafsins Erna Steina er hönnunarstjóri, Lísbet er verslunarstjóri og Matthildur er framleiðslu- stjóri og sér um framleiðsluna í Perú. Um þessar mundir er unnið að hag- ræðingu innan fyrirtækisins til að mæta hröðum vexti þess. Þá er hugmyndin að opna verslanir á fleiri stöðum og koma Kaupmannahöfn og London sterklega til greina. Einnig er áhugi á að opna verslun í Bandaríkjunum. Um 40 manns vinna hjá ELM Design meðal annars umboðsmenn í Bandaríkj- unum og Evrópu - í Kaupmannahöfn og París - en vörur frá ELM Design má finna í mörgum verslunum beggja vegna Atlants- hafsins. Má þar nefna um 100 verslanir í T Í S K A LJ Ó S M Y N D : A R I M A G G 60 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.