Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 É g vil ekki gera of mikið úr því að herferð annars bankans sé stæling á herferð hins,“ segir Arne Harket, kynningarstjóri Fokus bank í Noregi, um svipinn sem er með auglýsingum Glitnis á Íslandi og bankans hans. Hann segir að auglýsingum bankanna svipi saman við fyrstu sýn en ekki meir. Svipur eða ekki svipur, það er spurningin. „Tsja,“ er svar Harkets en hann leggur þó áherslu á að Fokus bank var fjórum dögum á undan Glitni að kynna almenningi sína herferð. Hvað varðar Fokus bank þá er Harket höfundur herferðar bankans í þeim skilningi að hann lagði hugmyndir um nýja kynningarherferð fyrir stjórn bankans í september á síðasta ári. Þá þegar var byrjað að vinna að málinu - en aðeins innan bankans í fyrstu. Ferill máls hjá Fókusbanka „Það var ekki ætlunin að þetta yrði auglýsinga- herferð heldur var hugmyndin að starfs- fólk bankans settist niður og hugsaði út: Hvernig banki viljum við vera? Í fyrstu var þetta bara verkefni innan bankans,“ segir Harket. „Við erum ekki stórir á norska mark- aðnum, ekki frekar en Glitnir, og þess vegna held ég að það sé mikilvægt að allir sem vinna í bankanum ræði saman og hugleiði: Hvernig banki er þetta sem við vinnum í? Hverjum viljum við þjóna?“ segir Harket. Hann leggur áherslu á að þetta starf var í fyrstu aðeins innan bankans og að þjónusturáðgjafar bankans unnu sjálfir grunnvinnuna. Hugmyndin um að nota slagorðið „Dine pen- ger - vore hoder“ eða „Peningarnir þínir - okkar hugmyndir“ kom frá ráðgjöfunum. „Í október á síðasta ári var þetta starf farið að taka á sig mynd og við ákváðum að hafa samband við Auglýsinga- og kynningaþjónustuna Bates hér í Ósló vegna lokaútfærsl- unnar, segir Harket. Bates er alþjóðleg stofa sem lengi hefur haft útibú í Noregi. Og í lok nóvember kom efnið frá auglýsingastofunni og var samþykkt í Fókusbanka. Ákveðið var að hefja nýja kynningar- og markaðsherferð í 9. viku þessa árs - það er eftir mánaða- mótin febrúar/mars. Ung, hress og klár Þetta er ferill málsins eins og hann var í Fókusbanka. Harket segir að hugmyndirnar hafi komið frá bankanum, áherslan á að bankinn væri ungur og hress og að bankinn hefði á að skipa hæfu starfsfólki sem viðskipta- vinirnir gætu treyst. Starfsfólkið leikur sjálft sig í auglýsing- unum. „Það er ekkert launungamál að við viljum ná til ungs fólks með peninga. Við viljum ná til fólks í efri lögum samfélagsins og ímynd bankans á að snúast um að við séu ung, hress og klár,“ segir Harket. Hann segir að lokagerð herferðarinnar hafi verið mótuð af auglýsingastofunni. Einstakar auglýsingar og einstakar myndir er gerðar á auglýsingastofunni en heildamyndin var sköpuð af starfsfólki bankans. A U G L Ý S I N G A M Á L TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON, ÓSLÓ • MYNDIR: FOKUS BANK Í NOREGI SVIPUR EÐA EKKI SVIPUR? Frjáls verslun ræðir hér við Arne Harket, höfund kynningarherferðar Fokus bank í Noregi, um svipinn sem er með auglýsingum Glitnis og bankans hans. Arne Harket er höfundur kynningarherferðar Fokus bank í Noregi: Bil Hytte ? Bolig Fra 3.35% 3.53%* Med Fokus Boligkreditt kan du ta ut opp til 70% av boligens verdi. Du kan investere pengene akkurat slik du ønsker. Hvordan, legger vi oss ikke bort i. Det er jo tross alt dine penger. Du slipper å etablere nytt lån, du bare overfører pengene til brukskontoen. Boligkreditten sørger for at du alltid har penger tilgjengelig, og til hyggelig rente. Ta kontakt med en av våre rådgivere hvis du vil bruke formuen du har i bolig til andre nyttige formål. Ring 815 44 230 eller gå inn på fokus.no og avtal time med en av bankens rådgivere. Har du mesteparten av formuen din bundet opp i huset? *Effektiv rente, Boligkreditt på´to millioner kroner, etableringskostnader kr 1600,-, månedlige omkostninger kr 75,- og 100% utnyttelse. nom. rente er 3.35% Dine penger. Våre hoder. B _ T _ S U N IT E D F O T O : M O R T E N K R O G V O L D B _ T _ S U N IT E D F O T O : M O R T E N K R O G V O L D JOHN KVANLI, RÅDGIVER FOKUS BANK „Það eru eins og hverjar aðrar vangaveltur út í bláinn að tala um þjófnað,“ segir Harket. „Ég minni líka á að herferðir bankanna eru ekkert líkar þótt menn sjái einhvern svip við fyrstu sýn. Þetta er ekkert líkt.“ Arne Harket er höfundur kynningarherferðar Fokus bank í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.