Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 61
ÞRAUTSEIGJA OG ÞOR
Bandaríkjunum. Á meðal landa í Evrópu,
þar sem vörur frá ELM Design fást í hinum
ýmsu verslunum, má nefna Danmörku, Sví-
þjóð, Noreg, Bretland, Frakkland, Sviss,
Ítalíu og Holland. Þess má geta að nýlega
var farið að selja vörur frá ELM Design
í verslununum Selfridges og Libertys í
London. Vörur frá fyrirtækinu fást einnig í
verslunum í Japan.
Þegar Erna Steina og Lísbet eru
spurðar um hver sé galdurinn
á bak við velgengnina segir
Lísbet: ,,Ég held að það sé
sambland af markaðsefni
og fötum. Svo höfum við
verið heppnar með gott
fólk sem hefur unnið hjá
okkur.“ Erna Steina og Lís-
bet sjá sjálfar um allt mark-
aðsefni og eru stílistar.
Þess má geta að Ari Magg
ljósmyndari hefur unnið
með þeim að markaðsefninu
frá byrjun. Þær eru síðan
með fólk í vinnu bæði
í Evrópu og Banda-
ríkjunum til að markaðssetja vöruna þar.
Það fólk notar t.d. bæklinga, sem þær hafa
hannað, til að kynna vöruna.
Sala í versluninni, sem er við Laugaveg
í Reykjavík, hefur aukist um 20-30% á milli
ára. Þá hefur útflutningur aukist um 60-80%
á ári.
Lísbet og Erna Steina.
Hugmyndin að „auka-
búgrein“ vatt upp á sig.
Um 40 manns vinna hjá
ELM Design í hinum
ýmsu löndum.
T Í S K A
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
:
A
R
I M
A
G
G