Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 „Ég fæ mér yfirleitt kaffibolla með stúlkunum hér í búðinni þegar ég kem hingað klukkan tíu á morgnana. Yfir kaffinu ræðum við það sem helst og hæst ber í bæjarlífinu þann daginn, jafnframt því sem við skipuleggjum þau verkefni sem bíða. Á morgnana renni ég augum hér yfir verslunina og reyni að sjá út hvað mætti betur fara og hvort einhvers staðar þarf vörur í hillur. Það er í mörg horn að líta í svona rekstri,“ segir Edda Sverris- dóttir, kaupmaður í Flex við Bankastræti í Reykjavík. Persónuleg samskipti mikilvæg Edda fer á stjá um klukkan hálfátta á morgn- ana og þá tekur við að koma tveimur sonum í skólann, sem báðir eru á unglingsaldri. „Oft eru fundir eða erindi úti í bæ sem ég þarf að sinna en hingað reyni að mæta um svipað leyti og þær afbragðskonur sem eru hér í búð- inni hjá mér, en það er ævinlega klukkan tíu,“ segir Edda, sem kveðst ekki í hópi þeirra stjórnenda sem nota tölvupóst til að sinna stórum sem smáum erindum og eyða ærnum tíma á degi hverjum í slík samskipti. „Að sjálfsögðu nota ég tölvupóst, en hann er hins vegar ofnotaður og ofmetinn. Mér finnst mikilvægt að við höldum í þessi persónulegu samskipti og að fólk afgreiði málin augliti til auglitis sem oftast. Ég vil að póstsendingar séu á mínum eigin forsendum og læt tölvuna ekki stjórna mér,“ segir Edda sem rekstrar síns vegna þarf í fjórar til sex utanlandsferðir á ári - oftast til Parísar. Ferð- irnar eru gjarnan í janúar og febrúar og svo á haustin - en tilefnið er að hitta hönnuði eða sækja vörusýningar. „Ég leitast við að hitta hönnuði sem eru með handunna og persónulega framleiðslu. Reyni jafnframt að handvelja allar vörur og því taka þessi ferðalög stundum svolítinn tíma.“ Hádegið er annatími Í Flex er hádegið gjarnan annatími. Konur eru meginþorri viðskiptavina og þeim er tamt að nota hádegishléið til að sinna persónulegum erindum, svo sem að skjótast í verslun. „Því þurfum við að sæta lagi og taka pásuna þegar stund gefst og slíkt kemur svo sem ekki að sök. Hér í nágrenninu er fjöldinn allur af veitingastöðum sem bjóða upp á asíska, ítalska og franska rétti sem er hægt að grípa með sér, rétt eins og ameríska hamborgara. Nú og stundum birtast hér góðar vinkonur og ósjaldan bregður maður sér með þeim á eitthvert þeirra frábæru kaffihúsa sem eru hér í grennd,“ segir Edda, sem gjarnan er í verslun sinni fram til klukkan sex síðdegis. Hún vinnur yfirleitt líka á laugardögum. „Og sex daga vinnuvika finnast mér alveg nóg. Sunnudagana vil ég eiga fyrir mig og mína, fjöl- skyldu og vini.“ Lengi vel kveðst Edda hafa þráast við og verið harðákveðin í því að vera ekki með far- síma. Hún gafst upp á endanum. „Þó ég sé með nafnið mitt í símaskránni er ég ekki svo óskaplega vinsæl að ég fái ekki frið fyrir hringingum í tíma og ótíma. Hins vegar er oft mikill ófriður af símunum þegar þeir hringja í öllum veskjum og vösum, til dæmis á fundum, í bíóum að ég tali nú ekki um við jarðarfarir.“ Sex daga vinnuvika er nóg „Stundum birtast hér góðar vinkonur og ósjaldan bregð- ur maður sér með þeim á eitthvert þeirra frábæru kaffi- húsa sem eru hér í grennd.“ EDDA SVERRISDÓTTIR Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex. DAGBÆKUR FORSTJÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.