Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
„Ég fæ mér yfirleitt kaffibolla með stúlkunum
hér í búðinni þegar ég kem hingað klukkan
tíu á morgnana. Yfir kaffinu ræðum við það
sem helst og hæst ber í bæjarlífinu þann
daginn, jafnframt því sem við skipuleggjum
þau verkefni sem bíða. Á morgnana renni
ég augum hér yfir verslunina og reyni að sjá
út hvað mætti betur fara og hvort einhvers
staðar þarf vörur í hillur. Það er í mörg horn
að líta í svona rekstri,“ segir Edda Sverris-
dóttir, kaupmaður í Flex við Bankastræti í
Reykjavík.
Persónuleg samskipti mikilvæg
Edda fer á stjá um klukkan hálfátta á morgn-
ana og þá tekur við að koma tveimur sonum
í skólann, sem báðir eru á unglingsaldri. „Oft
eru fundir eða erindi úti í bæ sem ég þarf að
sinna en hingað reyni að mæta um svipað
leyti og þær afbragðskonur sem eru hér í búð-
inni hjá mér, en það er ævinlega klukkan tíu,“
segir Edda, sem kveðst ekki í hópi þeirra
stjórnenda sem nota tölvupóst til að sinna
stórum sem smáum erindum og eyða ærnum
tíma á degi hverjum í slík samskipti.
„Að sjálfsögðu nota ég tölvupóst, en
hann er hins vegar ofnotaður og ofmetinn.
Mér finnst mikilvægt að við höldum í þessi
persónulegu samskipti og að fólk afgreiði
málin augliti til auglitis sem oftast. Ég vil að
póstsendingar séu á mínum eigin forsendum
og læt tölvuna ekki stjórna
mér,“ segir Edda sem
rekstrar síns vegna þarf í
fjórar til sex utanlandsferðir
á ári - oftast til Parísar. Ferð-
irnar eru gjarnan í janúar og
febrúar og svo á haustin - en
tilefnið er að hitta hönnuði
eða sækja vörusýningar. „Ég
leitast við að hitta hönnuði
sem eru með handunna og
persónulega framleiðslu.
Reyni jafnframt að handvelja allar vörur og því
taka þessi ferðalög stundum svolítinn tíma.“
Hádegið er annatími
Í Flex er hádegið gjarnan annatími. Konur eru
meginþorri viðskiptavina og þeim er tamt að
nota hádegishléið til að sinna persónulegum
erindum, svo sem að skjótast í verslun. „Því
þurfum við að sæta lagi og taka pásuna
þegar stund gefst og slíkt kemur svo sem
ekki að sök. Hér í nágrenninu er fjöldinn allur
af veitingastöðum sem bjóða upp á asíska,
ítalska og franska rétti sem er hægt að grípa
með sér, rétt eins og ameríska hamborgara.
Nú og stundum birtast hér góðar vinkonur og
ósjaldan bregður maður sér
með þeim á eitthvert þeirra
frábæru kaffihúsa sem eru
hér í grennd,“ segir Edda,
sem gjarnan er í verslun
sinni fram til klukkan sex
síðdegis. Hún vinnur yfirleitt
líka á laugardögum. „Og sex
daga vinnuvika finnast mér
alveg nóg. Sunnudagana vil
ég eiga fyrir mig og mína, fjöl-
skyldu og vini.“
Lengi vel kveðst Edda hafa þráast við og
verið harðákveðin í því að vera ekki með far-
síma. Hún gafst upp á endanum. „Þó ég sé
með nafnið mitt í símaskránni er ég ekki
svo óskaplega vinsæl að ég fái ekki frið
fyrir hringingum í tíma og ótíma. Hins vegar
er oft mikill ófriður af símunum þegar þeir
hringja í öllum veskjum og vösum, til dæmis
á fundum, í bíóum að ég tali nú ekki um við
jarðarfarir.“
Sex daga
vinnuvika
er nóg
„Stundum birtast
hér góðar vinkonur
og ósjaldan bregð-
ur maður sér með
þeim á eitthvert
þeirra frábæru kaffi-
húsa sem eru hér í
grennd.“
EDDA SVERRISDÓTTIR
Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex.
DAGBÆKUR
FORSTJÓRA