Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 75 • FRAMSÝNI: Hvar lendir boltinn og hvernig á að vinna úr sendingunni? Sumir kalla þetta einnig að sjá fyrir horn. • HUGSA ÚT FYRIR HEFÐBUNDINN RAMMA, sjá fyrir breytingar og vera búinn undir þær . • ÞJÁLFUN Í STEFNUMÓTUN - en til þess þarf að hafa aðgang að öllum lykilárangursþáttum fyrirtækisins, kunna að meta þá og búa til þekk- ingu úr þeim sem nýtist í rekstri. • ÞJÁLFUN Í AÐ TAKA ÁKVARÐANIR, fljótar og góðar ákvarðanir, jafnt erf- iðar sem auðveldar. • ÞJÁLFUN Í AÐ FYLGJA ÁKVÖRÐ- UNUM EFTIR og mæla árangur þeirra. • ÞJÁLFUN Í MANNLEGUM SAM- SKIPTUM og að kunna að selja hug- myndir. • ÞJÁLFUN Í AÐ KYNDA ELDA áhuga hjá starfsmönnum. Leiðtogaþróun á sér stað víða og hafa fjölmargar stofnanir á borð við háskóla, ráðgjafafyrirtæki og þjálfunarmiðstöðvar sérhæft sig í slíkri þjálfun. Til eru ýmsar leiðir að leiðtogaþróun og er ýmist not- ast við hefðbundnar þjálfunaraðferðir eða aðrar þróunaraðferðir sem miða að því að fólk læri af reynslunni. Stjórnendaþjálfun er til þess miðuð að gera stjórnendur hæfari í störfum sínum. Markmið þjálfunarinnar er skýrt, þjálfunin á að gefa af sér ábata fyrir fyrirtækið. Þetta er því fyrst og fremst tæki til að búa betur að fyrirtækinu. Þjálfunin er hins vegar með þeim hætti að hinn ein- staki stjórnandi, sem hlýtur hana, græðir sjálfur, þar sem hann fær tækifæri til að skerpa á kostum sínum og vinna með ókosti sína. Stjórnendaþjálfun einblínir á hæfni ein- staklinga til þess að ráða fram úr vanda- málum, hvetja starfsfólk og stýra fyrir- tækjum í átt að settum markmiðum. Mark- mið þess konar þjálfunar er annars vegar að veita stjórnendum tilbúin tæki og tól sem lágmarka óstöðugleika og hins vegar að takast á við daglegan rekstur og vanda- mál. Þjálfun af þessu tagi getur verið mjög rökræn og formföst þar sem áherslan er fremur lögð á starfsaðferðir en ákveðna hugsun. Leiðtogaþróun má hins vegar skilgreina sem kerfisbundna aðferð til að þróa og efla starfsfólk til að sinna leiðtogahlutverki á árangursríkan hátt. Leiðtogaþróun tekur því mið af persónueinkennum og -þáttum sem gerir stjórnendum kleift að takast á við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra, stöðu þeirra vegna. Markmið þróunarinnar er að undirbúa stjórnendur andlega og lík- amlega undir það að takast á við pólitík innan fyrirtækisins, óraunhæfar væntingar, erfiða samstarfsaðila og undirmenn, auk allra þeirra mismunandi krafna sem gerðar eru til þeirra og rekast oft á tíðum hver á aðra. Þróun er þannig síður rökmiðuð í eðli sínu en þjálfun. Hún krefst þess að stjórn- endur temji sér önnur vinnubrögð þar sem áhersla er lögð á meiri innsýn og túlkun, auk þess sem áhersla er lögð á að þeir þrói með sér ákveðin persónueinkenni sem gera þá að betri leiðtogum. Betri árangur fyrirtækja Á síðustu árum hafa stjórnunarfræðin ekki verið bundin við einn stjórnanda sem hefur hæfileika til þess að leiða og stjórna heldur hafa fræðin beinst í þá átt að starfsmenn, a.m.k. lykilstarfsmenn, í fyrirtækjum þrói með sér leiðtogahæfni og þar af leiðandi verður fyrirtækið forystudrifið. Stjórnun snýst þá ekki um að stjórna fólki heldur snýst hún um að leiða fólk með það að markmiði að draga fram styrkleika og þekk- ingu hvers einstaklings. Ein kenning í stjórnunarfræðum fjallar um ofurforystu (e. super leadership) þar sem því er haldið fram að stjórnandinn sé ekki lengur sá sem stjórnar starfsmönnum beint, heldur kennir þeim að vera eigin leiðtogar - en þó með sameiginleg markmið og framtíðarsýn. Núna er einkum horft á stjórnandann út frá hæfni hans til þess að samræma vinnu fyrirtækisins. Að mörgu þarf að hyggja ef leiðtoga- þróun á að skila árangri þar sem leitast er við að efla persónulegan þroska stjórn- enda. Stjórnendur, sem þekkja styrkleika sína og veikleika, eru betur undir leið- togahlutverkið búnir en þeir sem hafa brenglaða sjálfsmynd. Ótal dæmi eru um kostnaðarsama, tímafreka og gagnslitla leið- togaþróun. Vel ígrundaður undirbúningur skiptir því sköpum. Meðal annars þarf að skilgreina hvers konar hæfni stjórnendur þurfa að búa yfir til að takast á við framtíðarverkefni fyrir- tækisins. Enn fremur þarf að skilgreina markmið og æskilegan árangur af verkefn- inu. Fjárfestingu í leiðtogaþróun er ætlað að skila sér í betri árangri fyrirtækis eða stofnunar, en til að svo verði þarf að vanda vel til undirbúnings og eftirfylgni. Svonefnd einkaþjálfun (e. coaching) hefur rutt sér til rúms á Vesturlöndum hin seinni ár. Leiða má rök að því að starfsum- hverfi og rekstrarforsendur (mannauður, viðskiptavinir o.fl.) séu það mismunandi milli fyrirtækja að almenn stjórnendaráð- gjöf (t.d. almenn stjórnunarnámskeið) geti ekki verið nógu markviss nema sjónum sé beint að einu fyrirtæki og fáeinum stjórn- endum þess. Einkaþjálfun getur verið svarið við þessu. Hins vegar er misjafn sauður í mörgu fé. Þess eru dæmi í Bretlandi að nánast hver sem er gefi sig út fyrir að vera einkaþjálfari með mis- jöfnum árangri. Einkaþjálfari eða -þjálfarar þurfa væntanlega að hafa ýmsa hæfileika eins og bakgrunn í mannlegum samskiptum, rekstri, stjórnun o.fl., þannig að líkur eru á að enginn einn aðili hafi alla þá þætti sem þarf. Meiri líkur eru á að æskileg samsetning þjálf- ara fáist hjá teymi einkaþjálfara með góða menntun og reynslu. Þörfin fyrir forystudrifið fyrirtæki hefur sjaldan verið meiri en nú, í umhverfi sem ein- kennist af sífelldum breytingum, aukinni sam- keppni og alþjóðavæðingu. Í slíku umhverfi getur góður leiðtogi skipt sköpum um það hvort fyrirtækið nái samkeppnisforystu. Markmiðið er ætíð það sama: Að ná góðum tökum á rekstri fyrirtækja og auka samkeppn- isforskot þess á síkvikum markaði. S T J Ó R N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.