Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 67
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 67
N
ýr formaður Samtaka iðnaðarins er Helgi Magn-
ússon og er hann þriðji formaður samtakanna
frá stofnun þeirra fyrir tólf árum. Helgi gaf kost
á sér sem formaður á þessu ári og hlaut 91%
greiddra atkvæða sem verður að teljast afburða-
góð kosning fyrir hann, en um póstkosningu var að ræða.
Helgi á að baki langan feril í iðnaði og hafði áður setið
í stjórn Samtaka iðnaðarins á árunum 1995-2001: „Meginá-
stæðan fyrir því að ég tók vel mikilli og góðri hvatningu um
að gefa kost á mér sem formaður var að ég hafði kynnst sam-
tökunum sem stjórnarmaður í sex ár og hef alla tíð síðan haft
mikinn áhuga á starfi samtakanna. Þetta kom á hentugum
tíma. Harpa Sjöfn var selt í fyrra og að ósk nýrra eigenda er
ég áfram stjórnarformaður. Auk þess sit ég í stjórn þriggja ann-
arra félaga sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og er þar
hluthafi. Það eru Bláa lónið, Marel og Skipasmíðastöð Njarð-
víkur. Ég er því vel tengdur iðnaðinum þó ég sé ekki í beinum
daglegum rekstri.
Afar mikilvægt var að hafa fengið svo afgerandi góða kosn-
ingu sem ég fékk. Samtök iðnaðarins eru breið samtök og
innan þeirra eru mörg ólík sjónarmið. Til að árangur náist í
starfi stjórnar og samtakanna í heild þarf að vera eining um
forystuna.“
Hátækniiðnaður á tímamótum
Hátækniiðnaður á Íslandi hefur mikið verið til umræðu að und-
anförnu, og fundur um hátækniiðnaðinn á Íslandi, sem Samtök
iðnaðarins héldu í mars, er fjölmennasti fundur í sögu samtak-
anna. Helgi segir það ljóst að hátækniiðnaðurinn búi að mörgu
leyti við erfiðar aðstæður um þessar mundir:
„Hátækniiðnaðurinn hér á landi er að fást við erfið viðfangs-
efni, meðal annars sterka krónu, en ekki ber að einblína á
hana. Gengi krónunnar er aðeins eitt af vandamálunum. Mörg
önnur atriði skerða starfsskilyrði hátækniiðnaðarins. Fyrst
ber að nefna skort á sameiginlegri stefnumótun stjórnvalda
og hagsmunaaðila í uppbyggingu hátækni. Íslenskt skattkerfi
er fyrirtækjum í greininni erfitt. Það veldur meðal annars
því að opinber fyrirtæki hafa samkeppnisforskot á einkafyr-
irtæki vegna reglna um virðisaukaskatt. Fyrirtæki í mörgum
öðrum löndum fá endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar
í gegnum skattkerfið sem hvetur íslensk hátæknifyrirtæki
til vaxtar annars staðar en hér. Þá eru skilyrði framtaksfjár-
festa og lífeyrissjóða til að taka þátt í fjármögnun sprota- og
nýsköpunarfyrirtækja slæm hér á landi og sjóðir á borð við
Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Tækniþróunarsjóð búa ekki
yfir nægum styrk til að takast á við mikilvæg verkefni. Það
gefur því auga leið að þessi iðnaður þarf á mun meiri skilningi
stjórnvalda að halda en hingað til hefur verið. Þess ber þó að
geta að nýverið steig fjármálaráðherra skref í rétta átt til móts
við óskir greinarinnar.“
Margir hafa velt því upp að ríkisstjórnin styðji við stóriðju-
framkvæmdir á kostnað hátækninnar. Helgi segir það rétt að
stjórnvöld hafi fellt niður opinber gjöld til að greiða götu stór-
iðju og fram hafi komið að forsvarsmenn hátæknifyrirtækja
telji að stjórnvöld sýni greininni ekki áhuga: „Báðar atvinnu-
greinarnar eru þjóðarbúinu mikilvægar og best væri að þær
styddu hvor við aðra, sem á að vera raunhæft. Stóriðjan hefur
skilað miklum ávinningi og mun gera það áfram. Ágóði tækni-
fyrirtækja af stóriðjunni er sú uppbygging í verk- og tækni-
þekkingu sem er á vegum stóriðjufyrirtækjanna, en þau eru í
fremstu röð í heiminum hvað varðar tæknikunnáttu. Við eigum
ekki að leggjast gegn því að stóriðjufyrirtækin nái góðum samn-
ingum við stjórnvöld um ýmis opinber gjöld en viljum að annar
iðnrekstur njóti hins sama.“
Stöðugleiki er ákjósanlegastur
Of hátt skráð gengi krónunnar hefur komið niður á iðnfyrir-
tækjum, hátæknifyrirtækjum, sjávarútvegi og öðrum útflutn-
ingsfyrirtækjum á meðan lágt gengi kemur sér vel fyrir innflutn-
ing. Leiðir þetta ekki til óstöðugleika?
HELGI TEKUR
VIÐ AF VILMUNDI
N Ý R F O R M A Ð U R S I
TEXTI: HILMAR KARLSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON