Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Alhliða lausnir fyrir
geymslurými af öllum stærðum
Rými ehf. • Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Sími: 511 1100
25%
afsláttur í desem
ber
af öllum handklæ
ðofnum
Allt í röð
og reglu!
Útflutningshandbókin Iceland
Export Directory, sem gefin hefur
verið út í samvinnu Útflutnings-
ráðs og Íslenskra fyrirtækja,
verður í framtíðinni gefin út af
Útgáfufélaginu Heimi, sem gefur
meðal annars út Frjálsa verslun.
Í bókinni eru ítarlegar upplýsingar
um öll helstu útflutningsfyrirtæki
landsins, bæði á vöru og þjón-
ustu. Jafnframt veitir vefurinn
icelandexport.com greinargóðar
upplýsingar um þessi fyrirtæki.
Vefurinn er helsta upplýsingaveita
fyrir útlendinga sem vilja komast
í samband við íslensk fyrirtæki
en bókin gegnir einnig mikilvægu
hlutverki, því að hún er send á
mörg þúsund aðila erlendis, auk
þess sem henni er dreift á vöru-
sýningum.
Iceland Export Directory hefur
verið gefin út frá árinu 1992 og
hefur Útflutningsráð ávallt staðið
að útgáfunni með nokkrum sam-
starfsaðilum. Að undanförnu hefur
Ec Web ehf. sem gefur út hand-
bókina Íslensk fyrirtæki, nú bæði
á Netinu og á geisladiski, séð
um útgáfuna. Fyrirtækið hyggst
einbeita sér að þróun hugbúnaðar-
lausna fyrir vefsvæði.
Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Heims, segir að
þetta nýja verkefni styrki fyrir-
tækið. Heimur hefur einbeitt sér
að tvenns konar útgáfu. Annars
vegar ritum um viðskipti eins og
Frjálsri verslun og Vísbendingu
og hins vegar ritum um fyrir
ferðamenn, bæði tímaritum og
árbókum. Iceland Export Direct-
ory er mikilvæg viðbót við þær
upplýsingar sem fram koma á
vefnum www.icelandreview.
com, en þar eru bæði fréttir og
upplýsingar um land og þjóð.
Fram að þessu hafa upplýsing-
arnar einkum snúið að ferða-
mönnum, en nú bætist við mik-
ilvæg upplýsingaveita um fyrir-
tækin. Vefirnir verða sameinaðir
og gefa þá mun betri og ítarlegri
mynd af Íslandi en áður.
„Við höfum líka góða reynslu
af samvinnu við Útflutningsráð,
en við sjáum um útgáfu blaðsins
Issues and Images fyrir ráðið.
Þannig að þetta er á allan hátt
eins og best verður á kosið.“
Heimur:
Tekur við Útflutningshandbókinni
Á myndinni sjást Magnús E. Kristjánsson frá Ec Web, og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Heims, staðfesta samkomulagið. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, fylgist með.