Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
16 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Samskip fylgja eftir öðrum ís-
lenskum fyrirtækjum í útrásinni
og gerir gott betur en mörg
þeirra. Er félagið nú leiðandi í
gámaflutningum innan Evrópu eft-
ir að hafa keypt flutningafyrirtæk-
in Van Dieren Maritime, Geest
og Seawheel. Þar til nú hefur
þessi starfsemi verið rekin í nafni
Geest, sem hefur verið leiðandi í
þróun fjölþátta gámaflutningsþjón-
ustu í álfunni. Breyting verður á
í haust þegar öll flutningastarf-
semin verður undir nafni Sam-
skipa. Sjálfsagt bregður mörgum
Hollendingum í brún þegar eitt
þekktasta nafn þeirra í vöruflutn-
ingum, Geest, heyrir sögunni til.
Það var þó ekki að heyra á
þeim sem sóttu vígsluathöfn
tveggja nýrra sérsmíðaðra flutn-
ingaskipa í Rotterdam, sem Sam-
skip fengu afhent, að vonbrigði
lægju í loftinu. Meðal gesta var
fjöldi hollenskra fyrirmanna og
þar var fremst í flokki samgöngu-
ráðherra Hollands, Karla Peijs,
en hún ásamt frú Opstelten-
Dulith, eiginkonu borgarstjóra
Rotterdam, gaf nýju skipunum
nöfnin Samskip Pioneer og Sam-
skip Courier. Vígsluathöfnin var
vel heppnuð, haldin í íslenskri
veðráttu, vindi og rigningu, sem
margir Íslendingar myndu kalla út-
synning. Það kom þó ekki í veg
fyrir að hátt í þrjú hundruð gestir
nytu stundarinnar og þægju há-
degisverð í boði Samskipa um
borð í Wilhelmina Kade, meðan
siglt var um hina mikilfenglegu
Rotterdamhöfn, þar sem sagt er
að yfir 300 þúsund gámar séu
á hafnarbökkunum hverju sinni.
Stjórnarformaður Samskipa,
Ólafur Ólafsson, notaði tækifærið
og afhenti samgönguráðherranum
og borgarstjórafrúnni 9000 evrur
sem renna skulu til góðgerða- og
framfaramála.
Samskip fá afhent tvö ný flutningaskip í Rotterdam:
Öll flutningastarfsemin sameinuð undir nafni Samskipa í haust
Samgönguráðherra Hollands, Karla Peijs, gefur öðru
af nýju flutningaskipunum nafn, en þau fengu nöfnin
Samskip Pioneer og Samskip Courier.
Ásbjörn Gíslason og Michael F. Hassing, forstjórar Samskipa,
og Ólafur Ólafsson, starfandi stjórnarformaður Samskipa.
TEXTI: HILMAR KARLSSON
MYNDIR: HREINN MAGNÚSSON