Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 17
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 17
FRÉTTIR
Á siglingunni var siglt fram hjá
hafnarsvæðinu þar sem Samskip
eru að reisa nýjar höfuðstöðvar
fyrir erlenda starfsemi sína og
í annarri athöfn lagði annar for-
stjóra Samskipa, Michael F. Hass-
ing, hornstein að byggingunni.
Áætlað er að taka húsnæðið í
notkun í janúar 2007 og þar mun
starfa um 200 manns.
Mikilvægi Samskipa í sjóflutn-
ingum á styttri sjóleiðum fyrir Hol-
lendinga og önnur Evrópuríki kom
fram í orðum Karla Peijs þar sem
hún sagði hin tvö nýju skip vera
tákn fyrir mikilvægi sjóflutninga
á styttri sjóleiðum og dagurinn í
dag væri stórkostlegur dagur fyrir
fyrirtækið sem og alla flutninga-
starfsemi.
Nýju skipin eru smíðuð í
Damen skipasmíðastöðinni í Rúm-
eníu og hafa þá sérstöðu að vera
sérstaklega hönnuð til flutninga
á 45 feta gámum, sem eru meir
og meir að ryðja sér til rúms í
flutningum innan Evrópu. Skipin
eru systurskip gámaflutningaskip-
anna Geestdijk og Geeststroom.
Tvö skip til viðbótar þessum
fjórum eru nú í smíðum fyrir Sam-
skip í Damen skipasmíðastöðinni
og fær félagið þau afhent síðar á
árinu. Koma þau til með að heita
Samskip Explorer og Samskip
Express.
Þegar notað er orðið útrás
í starfsemi Samskipa er það í
orðsins fyllstu merkingu þar sem
fyrirtækið teygir anga sína um
allan heim og er nýjasta viðbótin
tvær söluskrifstofur í Brasilíu
sem opnaðar voru í byrjun júní.
Þar er megináhersla lögð á
flutningsþjónustu við ávaxta- og
grænmetisframleiðendur og er
beitt nýrri geymslutækni í gáma-
flutningum.
Forstjórar Samskipa, Ásbjörn Gíslason og Michael F. Hassing, voru
ánægðir í rigningunni í Rotterdam enda stór áfangi að baki og spenn-
andi tímar framundan.
Öll flutningastarfsemin sameinuð undir nafni Samskipa í haust
Samskip Courier á siglingu í höfninni í Rotterdam.
Um borð í Wilhelmina Kade. Talið frá vinstri: Opstelten-
Dulith, borgarstjórafrú í Rotterdam, Woute Tronk, fram-
kvæmdastjóri Geest, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður
Samskipa, og Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona hans.