Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
Steingrímur Pétursson, fjármála-
stjóri Avion Group.
12. júní
8% verðbólga
Verðbólgan æðir núna áfram á
Íslandi og mælist 8% sé miðað
við hækkun vísitölu neysluverðs
síðustu tólf mánuðina. Undan-
farna þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 3,8% sem jafngildir
16% verðbólgu á ári. Reynslan
sýnir að mjög erfitt getur verið
að hemja verðbólgu sem fer yfir
tíu til tólf prósent á ári - án þess
að stíga nokkuð harkalega á
hemlana.
14. júní
Stjórnendur áfram
bjartsýnir
Stjórnendur fyrirtækja telja
almennt að aðstæður í efna-
hagslífinu séu tiltölulega góðar,
samkvæmt niðurstöðu úr ársfjórð-
ungslegri könnun IMG Gallup
á stöðu og framtíðarhorfum í
atvinnulífinu, sem gerð var í maí.
Um 57% svarenda sögðu að nú-
verandi aðstæður í efnahagslífinu
væru góðar, um 13% töldu þær
slæmar en um 30% álitu þær
hvorki góðar né slæmar. Þetta
merkir að stjórnendur fyrirtækja
eru áfram bjartsýnir en þó hefur
dregið úr bjartsýninni þar sem í
sambærilegri könnun í febrúar,
töldu um 67% stjórnenda að-
stæður í efnahagslífinu góðar.
15. júní
Karl Pétur fulltrúi
Gunnars Smára
Gunnar
Smári Egils-
son, for-
stjóri Dags-
brúnar,
hefur ráðið
til sín sér-
stakan
fulltrúa,
Karl Pétur Jónsson. Karl hefur
undanfarin fjögur ár verið fram-
kvæmdastjóri almanntengslafyrir-
tækisins Inntaks sem hann stofn-
aði ásamt fleirum. Karl Pétur er
stjórnmálafræðingur að mennt.
Kona hans er Guðrún Tinna Ólafs-
dóttir og eiga þau tvö börn.
15. júní
Bill Gates lætur
af daglegri stjórnun
eftir tvö ár
Bill Gates, stjórnarformaður
Microsoft, hefur tilkynnt að
hann láti af daglegri stjórnun
Microsoft um mitt árið 2008,
eða eftir tvö ár. Hann hyggst
eyða meiri tíma í baráttu fyrir
bættri heilsu manna og eflingu
menntamála í gegnum Bill &
ER UPPBYGGING Á DÖFINNI?
Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun
bíla, atvinnutækja, skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
2
1
6
FJÁRMÖGNUN
Hafðu samband í síma 440 4400 eða
kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is
• Fjármögnunarleiga
Leigðu tækið og gjaldfærðu
• Kaupleiga
Leigðu tækið og eignfærðu
• Rekstrarleiga
Greiddu aðeins fyrir afnot af tækinu
• Fjárfestingarlán
Fjármögnun með veði
Karl Pétur
Jónsson.