Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
OG SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri eignarhaldsfélagsins L&H.
HRUND RUDOLFSDÓTTIR
forstjóri eignarhaldsfélagsins L&H
Hrund Rudolfsdóttir er einhver áhrifamesta
kona viðskiptalífsins og áhrif hennar hafa
aukist verulega frá síðasta ári. Hún er ná-
inn samstarfsmaður Karls Wernerssonar í
Milestone en það félag er eigandi eignar-
haldsfélagsins L&H. Hrund var áður fram-
kvæmdastjóri lyfjakeðjunnar Lyf og heilsa.
Núna er hún forstjóri eignarhaldsfélagsins
L&H sem er orðin stór samstæða með
dótturfélög bæði hér heima og í útlöndum.
Þessi félög eru Lyf og heilsa á Íslandi,
L&H Optic, Flexor, Dac, Alpha Group
í Króatíu, Omnia í Rúmeníu og Zegin í
Makedóníu. Þá er Hrund formaður SVÞ,
Samtaka verslunar og þjónustu, og situr
einnig í stjórn Samtaka atvinnulífsins.
„Ég legg megináherslu á að eiga góð,
heiðarleg og uppbyggjandi samskipti við
samstarfsmenn, viðskiptaaðila og aðra
þá sem ég kem að. Lífið er einfaldlega of
stutt til að eiga í neikvæðum samskipt-
um. Það þýðir alls ekki að maður sé alltaf
sammála öðrum eða sé ekki gagnrýninn
en það er mikilvægt að greina ávallt á
milli manna og málefna og eins að þróa
með sér þann hæfileika að koma málum
áfram af ákveðni eða segja nei eða draga
línur á annan hátt án þess að vaða yfir
aðra.
Með góðum samskiptum nær maður
upp samstarfsvilja annarra, eignast betri
samstarfs- og undirmenn, trygga viðskipta-
menn, lokar betri samningum og allt þetta
skilar sér í betri rekstrarniðurstöðu,“ segir
Hrund.