Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 31
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 31
ÁHRIFA
MESTU 20
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.
RAGNHILDUR
GEIRSDÓTTIR
forstjóri Promens
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri
Promens, komst mjög í sviðs-
ljósið á síðasta ári þegar hún
hætti sem forstjóri FL Group.
Það mál varð að mikilli fjöl-
miðlaumfjöllun. Ragnhildur
tók snemma á þessu ári við
starfi forstjóra Promens sem
er stærsta fyrirtækjasam-
steypa heims á sviði steyptra
plasteininga og starfrækir 22
verksmiðjur í 10 löndum og eru
starfsmenn um 1.700 talsins.
Velta félagsins er að stærstu
leyti erlendis, fyrst og fremst í
Norður-Ameríku og Evrópu.
„Það sem helst er á döfinni
hjá Promens þessa dagana er
samþætting á þeim rekstrar-
einingum sem við höfum verið
að kaupa síðustu mánuðina.
Við keyptum Bonar Plastics í
september í fyrra og svo EPI
núna í apríl. Velta þessara
tveggja fyrirtækja er um 13
milljarðar króna en fyrir kaupin
velti Promens um 3 milljörðum
króna. Samþætting og efling
rekstrarins er því efst á for-
gangslistanum hjá mér. Einnig
erum við að horfa til enn frekari
stækkunar á félaginu á næst-
unni,“ segir Ragnhildur.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan.
RANNVEIG RIST
forstjóri Alcan og varaformaður
stjórnar Símans
Rannveig Rist braut blað á sínum
tíma þegar hún varð fyrsta kon-
an til að gegna starfi forstjóra
stórfyrirtækis á Íslandi, þ.e.
Íslenska álfélagsins hf. í Straums-
vík sem nú heitir Alcan á Íslandi
hf. Rannveig er löngu kunn fyrir
leiðtogahæfileika sína og á und-
anförnum árum hefur hún látið
að sér kveða sem fyrirlesari á
ráðstefnum af ýmsum toga. Hún
er varaformaður stjórnar Símans
en þar gegndi hún formennsku
í aðdraganda einkavæðingar og
var vel heppnuð sala Símans rós
í hnappagat Rannveigar. Rann-
veig er góð fyrirmynd annarra
í viðskiptum og vill hafa áhrif.
Hún hefur gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum og situr m.a. í stjórn
Samtaka atvinnulífsins auk þess
að vera í stjórn og framkvæmda-
stjórn Viðskiptaráðs Íslands.
Rannveig var á lista yfir 10
áhrifamestu konurnar í Frjálsri
verslun í fyrra. Þegar hún var
spurð um sóknarfæri kvenna í við-
skiptalífinu sagði hún að konur
ættu að eiga samstarf við karl-
ana og mennta sig vel til að kom-
ast í áhrifastöður. „Menntunin
ein og sér dugar ekki - konur
þurfa að sækja ákveðnar fram og
vera í meira samstarfi við karl-
ana,“ segir Rannveig.