Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums.
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
framkvæmdastjóri Gaums
Kristín Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri Gaums, situr í
stjórnum nokkurra stórfyrirtækja,
eins og Baugs Group og Fast-
eignafélagsins Stoða. Þá situr
hún í framkvæmdastjórn Sam-
taka atvinnulífsins og er vara-
maður í sex manna framkvæmda-
stjórn Viðskiptaráðsins.
Kristín er þekkt fyrir að láta
fara frekar lítið fyrir sér og trana
sér ekki fram - en engum dylst
að hún beitir sér í þeim málum
sem hún hefur áhuga á og hún
stendur auðvitað mjög nálægt
stórum ákvörðunum hjá Baugi
Group, en Gaumur er þar stærsti
eigandinn.
Kristín segir að um þessar
mundir standi sem hæst umræða
um tilboð Baugs Group í bresku
verslunarkeðjuna House of Fra-
ser.
Þegar hún er spurð um hvað
henni finnist vera efst á baugi í
jafnréttisumræðunni segir hún:
„Jafnréttisumræðan í viðskipta-
lífinu hefur mikið snúist um það
undanfarið hvort rétt sé að setja
kynjakvóta á stjórnarsetu í fyrir-
tækjum. Slík umræða á að sjálf-
sögðu rétt á sér þar sem hægt
gengur að auka vægi kvenna en
ég er ekki fylgjandi slíkum kynja-
kvóta. Það væri skynsamlegra
að auka vitund um það hversu
mikill fengur það er fyrir fyrirtæk-
in að þar komi konur að stjórn.“
Ingibjörg S. Pálmadóttir fjárfestir.
INGIBJÖRG S.
PÁLMADÓTTIR
fjárfestir og eigandi Hótels 101
Ingibjörg S. Pálmadóttir, fjár-
festir og eigandi Hótels 101
og eignarhaldsfélagsins ISP,
hefur verið atkvæðamikil í fjár-
festingum og er stór hluthafi í
Baugi Group. ISP er stór hlut-
hafi í Stoðum fyrir utan eignar-
hluta sinn í gegnum Baug.
Ingibjörg situr í stjórnum
Baugs, Fasteignafélagins
Stoða og Þyrpingar. Líkt og
með Kristínu Jóhannesdóttur í
Gaumi þá fer ekki á milli mála
að Ingibjörg stendur mjög
nálægt stórum ákvörðunum á
svið fjárfestinga hjá Baugi.
„Í viðskiptum skiptir áreið-
anleiki mestu hvort sem er
í stóru eða smáu. Í þeim
stjórnum sem ég kem að eru
oft mjög stór verkefni og mik-
ilvægt að stjórnin fari vel yfir
þau því á endanum ber hún
ábyrgð á því sem fram fer í
fyrirtækjum. Þá skiptir mestu
að undirbúningur fjárfestinga
sé gerður með réttum hætti
og í samstarfi við aðila sem
hægt er að treysta. Gott dæmi
er koma Stoða og Baugs til
Danmerkur fyrir 24 mánuðum.
Þá voru þessi fyrirtæki nær
óþekkt þar í landi en í dag eru
þau með áhrifamestu fjárfest-
um í Danmörku. Það hefði
ekki gerst nema með góðum
undirbúningi og áreiðanlegum
samstarfsaðilum,“ segir Ingi-
björg.