Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR
rektor Háskólans í Reykjavík
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, er vissulega
ein þekktasta kona viðskiptalífsins
en hún er mjög áhrifamikil líka. Hún
hefur lyft grettistaki í heimi háskóla-
menntunar hér á landi og innleitt
harða samkeppni á þeim markaði. Ein-
hverjum kann að finnast langsótt að
kona, sem kemur úr „akademíunni“,
skipi sér í hóp áhrifaríkustu kvenna í
viðskiptalífinu. En það gerir hún engu
að síður tvímælalaust. Hún hefur haft
áhrif á þúsundir nemenda, sem numið
hafa við Háskólann í Reykjavík, og er
sterkur leiðtogi sem hefur beitt sér fyr-
ir nýjungum og haft áhrif á menntun
á Íslandi.
„Ég vona að nemendur okkar hafi í
farteskinu bjartsýni og jákvæðni sem
eru að mínu viti grundvallaratriði til far-
sældar í lífinu, að þeir hafi kraft, kjark
og þor til að takast á við sífellt flókn-
ari verkefni hvort sem vindurinn blæs
með eða á móti. Við viljum að allir
HR-ingar kunni að búa til fyrirtæki og
skapa störf og að þeir taki að sér leið-
togahlutverk í viðskiptalífinu og sam-
félaginu. Gildi Háskólans í Reykjavík
eru snerpa, sköpun og siðferði og við
hvetjum alla HR-inga til að setja sér
gildi í lífinu. Ég gef mér það að gott
háskólanám skili þekkingu og hæfni
til nemenda en vona að veganesti
HR-inga sé viðhorf sem einkennist
af jákvæðni, bjartsýni, krafti, snerpu,
sköpun og siðferði,“ segir Guðfinna.