Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 37
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 37
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor.
DR. HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR
prófessor og áhrifakona í jafnréttismálum
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagapró-
fessor að Bifröst, þekktur fræði-
maður og áhrifakona í jafnréttis-
málum, kemur eins og Guðfinna úr
„akademíunni“. Herdís hefur ef til
vill ekki mikil bein áhrif í viðskipta-
lífinu en hún hefur augljóslega
mikil áhrif í jafnréttismálum sem
eru að verða sífellt fyrirferðameiri
á sviði efnahagslífsins. Herdís er
varaforseti Evrópusamtaka kven-
lögfræðinga og er í sérfræðinga-
hópi á vegum framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins sem starfar
að jafnréttislöggjöf.
Herdís hefur staðið fyrir ár-
legri ráðstefnu á Bifröst sem
ber heitið: Tengslanet - Völd til
kvenna. Hún stóð fyrir því að
fá hinn heimsþekkta fyrirlesara
Germanine Greer til landsins. Það
verður sömuleiðis að segjast eins
og er að kona, sem fær á fjórða
hundrað kvenna úr atvinnulífinu til
að standa upp á Bifröst og sam-
þykkja nær einróma ályktun um
að sett verði lög um jafnari hlutföll
kynja í stjórnum fyrirtækja, hlýtur
að teljast með áhrifameiri konum í
viðskiptalífinu. En þetta gerði Her-
dís á dögunum.
„Samstaða, frumkvæði og
hugrekki eru mikilvæg í jafnrétt-
isbaráttunni. Madeleine Albright
sagði að það væri staður í víti
fyrir konur sem styddu ekki aðrar
konur. Amma mín, Herdís, sagði
mér dæmisögu af konu sem Guð
gaf tækifæri að koma úr neðra til
himna. Hún flaug af stað og ótal
púkar héngu í pilsfaldinum henn-
ar. Þeir vildu líka fara til himna.
Hún sleit þá alla af sér svo að
þeir íþyngdu henni ekki. Þegar
hún var orðin ein lét Guð hana
falla niður aftur. Þessa dæmisögu
mættu konur, sem eru komnar í
toppstöður og afneita jafnréttisbar-
áttunni, hugleiða. Jafnrétti er ein
af forsendum virks efnahagslífs
eins og kemur fram í áherslum Evr-
ópusambandsins á jafnréttismál,“
segir Herdís.
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
:
K
R
IS
TI
N
N
IN
G
V
A
R
S
S
O
N