Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0
ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
lögfræðingur.
Þórunn er einhver kunnasti lögfræðingur viðskipta-
lífsins og er m.a. varamaður í stjórn Straums-
Burðaráss. Í Baugsmálinu var hún t.d. verjandi
endurskoðenda KPMG.
AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR,
eigandi Kaffitárs.
Aðalheiður hefur haft mikil áhrif á sínum markaði
og átt drjúgan þátt í að innleiða nýja kaffibyltingu
hér á landi sem felst í stórauknu úrvali af kaffi.
SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR
framkvæmdastjóri Já.
Sigríður Margrét hefur verið býsna áberandi eftir
að hún varð framkvæmdastjóri símaskrárinnar,
þ.e. fyrirtækisins Já.
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
framkvstj. fjármálasviðs Símans.
Kristín hefur verið ein þekktasta kona viðskipta-
lífsins í yfir tuttugu ár. Hún vann um árabil hjá
Íslandsbanka og Granda - áður en hún fór til Sím-
ans sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
NADINE DESWASIERE
framkvæmdastjóri hjá Alfesca.
Nadine er frönsk og sat í stjórn Alfesca áður en
hún varð framkvæmdastjóri stefnumótunar og þró-
unar hjá Alfesca. Hún er með aðsetur í Frakklandi.
GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
framkvstj. hjá Lýsingu.
Guðríður er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Lýs-
ingar og staðgengill forstjóra fyrirtækisins. Mikill
uppgangur hefur verið hjá Lýsingu og er fyrirtækið
áhrifamikið á markaði eignaleiga.
ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR
eigandi AP almannatengsla.
Vegur Áslaugar Pálsdóttur, eiganda AP almanna-
tengsla, hefur stóraukist á undanförnum árum.
Hún er orðin þungavigtarkona í almannatengslum
hér á landi og áhifamikill ráðgjafi nokkurra af
stærstu fyrirtækjum landsins.
AUÐUR BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR
framkvstj. hjá VÍS.
Auður Björk var um árabil framkvæmdastjóri mark-
aðsmála hjá Olíufélaginu, en tók við sem fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá vátrygg-
ingafélaginu VÍS í byrjun þessa árs. Hún er varafor-
maður FVH og situr í framkvæmdastjórn VÍS.
ELÍSABET B.SVEINSDÓTTIR
formaður Ímarks.
Elíasabet er markaðsfulltrúi hjá Glitni og nýr for-
maður Ímarks, en það félag er mjög áhrifamikið á
sviði markaðsmála í viðskiptalífinu.
HULD MAGNÚSDÓTTIR
framkvstj. hjá Össuri í Kaliforníu.
Huld hefur starfað fyrir Össur í Bandaríkjunum í
nokkur ár og er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins
í Kaliforníu. Hún situr í framkvæmdastjórn Össurar
í Norður-Ameríku, stærsta markaðssvæði fyrirtæk-
isins.
HJÖRDÍS ÁSBERG
á og rekur Maður lifandi.
Hjördís var um árabil einn af æðstu stjórnendum
Eimskips. Hún er núna eigandi verslunarinnar
Maður lifandi og hefur þannig áhrif á þá matar-
menningu landsmanna sem gengur út á lífrænt
ræktaðan mat.
Brynja Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Kaupþingi banka.
Þórunn Guðmundsdóttir,
lögfræðingur.
Áslaug Pálsdóttir, eigaandi AP almannatengsla.
Nadine Deswasiere
framkvæmdastjóri hjá Alfesca.