Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 45
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 45
Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
kaupmaður í Vero Moda og Jack&Jones.
Margrét hefur verið áhrifamikil í fataverslun hér
á landi í mörg ár. Það ber í sjálfu sér ekki mikið á
henni, en hún hefur rekið verslanirnar Vero Moda
og Jack&Jones af miklum þrótti og þannig haft
áhrif á tískumarkaðinn.
GUÐNÝ RÓSA ÞORVARÐARDÓTTIR
forstjóri Parlogis.
Guðný Rósa er forstjóri Parlogis sem áður nefnd-
ist Lyfjadreifing. Fyrirtækið á rætur í fyrirtækj-
unum Lyfjadreifingu, Lyfi, Farmasíu og hluta af
Lyfjaverslun Íslands. Parlogis er ekki lengur bara
í lyfjadreifingu heldur er það þjónustuaðili í vöru-
stjórnun. Nafnið Parlogis varð til sem stytting á
„Partner in Logistics“.
RAKEL OLSEN
stjórnarform. Sigurðar Ágústssonar.
Rakel Olsen í Hólminum hefur ásamt Guðrúnu Lár-
usdóttur í Stálskipum verið ein áhrifamesta konan
í íslensku viðskiptalífi undanfarin tuttugu ár. Hún
sat í stjórn SH um árabil og lét þar mjög að sér
kveða sem stjórnarmaður. Hún er kvenskörungur
af gamla skólanum.
SIGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
framkvstj. Guðmundar Jónassonar.
Signý er dóttir fjallagarpsins Guðmundar Jónas-
sonar. Hún hefur stýrt þessu harðsnúna fjölskyldu-
fyrirtæki af mikilli eljusemi og er það eitt allra
sterkasta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu.
HRÖNN GREIPSDÓTTIR
hótelstjóri Hótels Sögu.
Hrönn er áhrifamikil í ferðaþjónustunni og sem
hótelstjóri á Radisson SAS Hótels Sögu hefur hún
hefur hún verið áhrifamanneskja í hótelþjónustu í
hæsta gæðaflokki.
IÐUNN JÓNSDÓTTIR
stjórnarformaður Byko.
Iðunn situr í stjórn stórveldisins Norvikur, sem
rekur m.a. Byko, Kaupás og fleiri fyrirtæki. Þá er
hún stjórnarformaður Byko. Þess má geta að hún
er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, aðaleiganda
fyrirtækisins.
SVANA HELEN BJÖRNSDÓTTIR
framkvstj. hugbúnaðarfyrirtækisins Stiku.
Svana hefur verið framkvæmdastjóri Stiku í nokk-
ur ár. En mörg stórfyrirtæki, eins og Glitnir og
Landspítali háskólasjúkrahús, eru á meðal við-
skiptavina.
ÓLÖF OKTÓSDÓTTIR
stjórnarm. í Danól og eigandi Ölgerðarinnar.
Ólöf er stjórnarmaður í Danól, en það fyrirtæki á
hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Kristinssyni.
Þau eiga ennfremur Ölgerðina. Félagsmenn í VR
völdu Danól nýlega fyrirtæki ársins 2006 í árlegri
könnun félagsins.
ÓLÖF ÞORVALDSDÓTTIR
framkvstj. auglýsingastofunnar Hér og nú.
Ólöf hefur verið þróttmikil í auglýsingageiranum
í mörg ár og látið þar að sér kveða. Hún er fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda stofunnar Hér og
nú og hefur unnið fyrir mörg stórfyrirtæki. Hún hef-
ur verið mjög virk innan FKA.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,
framkvæmdastjóri fjárstýringar
Straums-Burðaráss.
Hildur Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
Bakkavarar Group.