Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Rannveig Rist, forstjóri Alcans á Íslandi.
Hér koma þær konur sem stýra fyrirtækjum á 300 stærstu listan-
um. Þrátt fyrir að nokkrar konur hafi dottið út af listanum frá í
fyrra hefur konum á þessum lista fjölgað milli ára.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
ÞÆR KONUR SEM STÝRA FYRIRTÆKJUM Á 300 STÆRSTU LISTANUM
25 FORSTJÓRAR
K O N U R S E M S T Ý R A F Y R I R T Æ K J U M Á 3 0 0 S T Æ R S T U
A
lls sitja 25 konur í stólum forstjóra í þeim fyrirtækjum
sem prýða 300 stærstu listann. Þær voru 22 í fyrra. Það
skýrist meðal annars af því að nokkur fyrirtæki, sem
konur stýra, hafa komist inn á topp 300 listans vegna
sameininga fyrirtækja ofar á listanum.
Nokkrar konur hafa dottið út af listanum frá því í fyrra. Sigrún
Guðjónsdóttir hefur látið af starfi forstjóra Tæknivals, Guðný
Ýr Gunnarsdóttir hætti sem forstjóri Icepharma þegar fyrirtæk-
ið var sameinað Austurbakka. Ragnhildur Ásmundsdóttir lét af
starfi framkvæmdastjóra Hans Petersen en starfar áfram við
fyrirtækið. Valgerður Kristjánsdóttir hætti nýlega sem kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Guðrún Ásta Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Gripið og greitt, hætti þar sl. haust. Við starfi
hennar tók Vigdís Gunnarsdóttir en hún staldraði stutt við og lét
af störfum nýlega. Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
SÁÁ, datt af listanum vegna þess að við ákváðum að taka SÁÁ út
af aðllista 300 stærstu.
Á meðal nýrra nafna á listanum eru Margrét Sanders, ann-
ar tveggja framkvæmdastjóra Deloitte, Ingibjörg Arnarsdóttir,
forstjóri K. Karlssonar, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri
Parlogis, Arna Harðardóttir, forstjóri Calidris, Þóra Björg Magn-
úsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, Valgerður H. Skúla-
dóttir, framkvæmdastjóri Sensa, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri
Promens, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Ís-
lands og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri A.
Karlssonar.