Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Þ Æ R B R U T U Í S I N N
Auður
Þorbergsdóttir
1972
Auður Þorbergsdóttir var fyrst
kvenna skipuð dómari á Íslandi,
við héraðsdóm Reykjavíkur, árið
1972. Hún var fyrsta konan sem
framkvæmdi hjónavígslur hér á
landi. Í upphafi þessa árs voru
borgardómarar 21, þar af sjö kon-
ur eða um 35%.
Auður Eir
Vilhjálmsdóttir
1974
Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut prest-
vígslu innan Þjóðkirkjunnar fyrst
kvenna árið 1974. Það var hins vegar
Geirþrúður Hildur Bernhöft sem fyrst
kvenna lauk guðfræðiprófi frá Háskóla
Íslands árið 1945 en hún lét ekki vígj-
ast til prests. Árið 2005 voru konur
um 65% þeirra sem þá stunduðu nám
í guðfræðideild. Þær gegna nú um
30% af öllum preststöðum Þjóðkirkj-
unnar.
Guðlaug
Sverrisdóttir
1975
Guðlaug Sverrisdóttir var fyrsta konan sem
útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið
1975, en hún hafði starfað þar síðan 1958.
Sama ár varð hún varðstjóri, fyrst kvenna,
þegar hún tók við nýstofnaðri kvennadeild
lögreglunnar. Árið 2005 höfðu 104 konur
lokið námi í Lögregluskóla ríkisins á móti
1003 körlum, en árið 1999 var slakað á
inntökuskilyrðum í skólann, t.d. er varðaði
hæð, sem hamlað hafði mörgum konum
inngöngu, og jókst þá aðsóknin. Um 11% af
lögregluliði landsins eru konur.
Hjördís
Hákonardóttir
1980
Hjördís Hákonardóttir var fyrsta kon-
an sem skipuð var sýslumaður, en
hún tók þá við embætti sýslumanns
í Strandasýslu árið 1980. Sýslu-
mannsembættin eru nú 26 talsins
og eru konur nú 19,2% allra sýslu-
manna eða fimm talsins. Hjördís var
á þessu ári skipuð dómari við Hæsta-
rétt Íslands en hún er þriðja konan
sem tekur sæti í réttinum.
Vigdís
Finnbogadóttir
1980
Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta
konan sem kosin var forseti
Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu
og reyndar fyrst kvenna í heim-
inum til að gegna embætti lýð-
ræðislega kjörins forseta. Hún var
líka fyrst íslenskra kvenna sem
fór í framboð til forsetakjörs. Vig-
dís var sjálfkjörin árið 1984 og
endurkjörin árið 1988 með 92,7%
atkvæða. Frá stofnun lýðveldis á
Íslandi árið 1944 hafa fimm ein-
staklingar setið á forsetastóli og
er Vigdís eina konan í þeim hópi.