Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 67
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 67
Þ Æ R B R U T U Í S I N N
Sigríður
Einarsdóttir
1984
Sigríður Einarsdóttir varð fyrst
kvenna atvinnuflugmaður hjá
Flugleiðum þegar hún réðst
þangað árið 1984 í innanlands-
flugið. Hún var einnig sú fyrsta
sem settist í flugstjórasætið,
fyrst í einni af Fokker-flugvél
félagsins árið 1988 og síðan
í Boeing-þotu, B757-200, árið
1999. Valgerður G. Þorsteins-
dóttir tók hins vegar sólópróf
í flugi fyrst íslenskra kvenna
árið 1946. 601 félagsmaður er
í Félagi íslenskra atvinnuflug-
manna og þar af eru 27 konur
eða 4,4%.
Guðrún Erlendsdóttir
1986
Guðrún Erlendsdóttir var fyrsta konan til
að verða skipuð í Hæstarétt Íslands, efsta
dómstig þjóðarinnar, árið 1986, en þá
sátu átta dómarar í réttinum. Guðrún lét
af störfum á þessu ári. Hæstiréttur tók
formlega til starfa árið 1920 og sitja nú
í honum níu dómarar, þar af tvær konur.
Að núverandi dómurum frátöldum hafa
34 dómarar setið í Hæstarétti frá stofnun
hans, 33 karlmenn og ein kona.
Guðrún
Helgadóttir
1988
Guðrún Helgadóttir varð fyrst kvenna
forseti sameinaðs Alþingis árið
1988 og verða þar með fyrirsvars-
maður alls Alþingis sem starfaði þá
í tveimur deildum, efri deild og neðri
deild. Ragnhildur Helgadóttir var hins
vegar fyrst kvenna til þess að hljóta
kosningu sem forseti neðri deildar,
árið 1961, og Salóme Þorkelsdóttir
forseti efri deildar árið 1983. Salóme
varð síðan fyrsti forseti Alþingis eftir
afnám deildaskiptingar árið 1991.
Berglind
Ásgeirsdóttir
1988
Berglind Ásgeirsdóttir varð
fyrst kvenna til að gegna
embætti ráðuneytisstjóra er
hún tók við því starfi í félags-
málaráðuneytinu árið 1988.
Ráðuneytisstjóri er æðsti emb-
ættismaður viðkomandi ráðu-
neytis og ber ábyrgð á dag-
legri stjórnun þess. Hann ber
jafnframt ábyrgð á að innleiða
stefnu ráðherra í einstökum
málum í ráðuneytinu. Af tólf
starfandi ráðuneytisstjórum nú
er tvær konur eða 16%.