Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Sigríður Á. Snævarr
1991
Sigríður Snævarr varð fyrst kvenna
sendiherra þegar hún tók við embætti
sendiherra Íslands í Stokkhólmi árið
1991.
Rannveig Rist
1996
Rannveig Rist var ráðin forstjóri Íslenska
álfélagsins hf. árið 1996, fyrst kvenna til
að stýra fyrirtæki af þeirri stærðargráðu á
Íslandi, sem ekki var fjölskyldufyrirtæki. Er
hún enn við stjórnvölinn á fyrirtækinu sem
ber núna nafnið Alcan á Íslandi hf. Hún er
jafnframt stjórnarformaður hjá öðru stórfyrir-
tæki, Símanum. Rannveig var valin ásamt
Kristínu Jóhannesdóttur í Baugi Group hf. í
Nordic 500 rannsókninni árið 2004 í hópi
þeirra tíu kvenna sem áhrifamestar eru í
stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum.
Guðfinna S.
Bjarnadóttir
1998
Guðfinna S. Bjarnadóttir var fyrst
kvenna ráðin rektor háskóla á
Íslandi árið 1998 þegar hún varð
rektor Háskólans í Reykjavík.
Háskólar á Íslandi eru nú átta
talsins og tveimur þeirra er stýrt
af konum. Kristín Ingólfsdóttir var
kjörin rektor Háskóla Íslands árið
2005 en hann er langfjölmennasti
háskóli landsins.
Þ Æ R B R U T U Í S I N N
GOLFKORT KB BANKA
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
3
14 Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort sem veitir kylfingum fjölmörg frí›indi
sem tengjast golfi og getur flannig spara› fleim umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir
geta sótt um Golfkort, hvort sem fleir eru í vi›skiptum vi› KB banka e›a ekki,
á golfkort.is, í síma 444 7000 e›a næsta útibúi KB banka.
20% AFSLÁTTUR AF
VALLARGJÖLDUM
Hildur Petersen
1990
Hildur Petersen var fyrsta konan sem
settist í aðalstjórn Verslunarráðs Íslands,
nú Viðskiptaráðs Íslands. Hún var þá fram-
kvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Hans
Petersen og hafði verið það í 15 ár. Hlut-
fall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja
á Íslandi er 11% samkvæmt norrænu
rannsókninni Nordic 500 frá árinu 2004,
en 15% í framkvæmdastjórn fyrirtækja.
Sex konur sitja í stjórnum fyrirtækja sem
nú eru skráð í Kauphöll Íslands en alls eru
stjórnarmenn þeirra 147. Konur eru því
4,08% af heildinni þar.