Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir útskrif-
aðist úr hagfræði frá Háskóla Íslands
2001, fór þá að vinna hjá Íslands-
banka, hafði verið í sumarvinnu hjá
FBA, auk þess sem hún var með
dæmatíma í hagfræði við Háskólann í
Reykjavík árin 2000-2002.
Nýlega var Kristín Hrönn ráðin annar
af tveimur starfsmönnum FL Group í
London eftir að hafa starfað hjá Glitni
undanfarin sex ár, lengst af á sviði
skuldsettrar fjármögnunar, og átti þar
stóran þátt í að byggja upp starfsemi
bankans á því sviði. Hjá Glitni voru
ferðalög mjög tíð og þegar svo var
komið að vinnudagar í London voru
orðnir fleiri en á Íslandi flutti hún til
London þar sem hún hefur nú starfað
í tvö ár.
FL Group hefur á síðustu misserum
fjárfest í breskum félögum og munu
helstu verkefni Kristínar felast í að
skoða frekari fjárfestingartækifæri fé-
lagsins og fjármögnun þeirra. Hún hrær-
ist því enn í sama umhverfi og áður
svo bæði reynslan og tengslanetið nýt-
ist við ný verkefni í nýju starfi. Adam
Shaw, sem áður vann hjá Kaupþingi,
stýrir starfseminni.
Það er einmitt umhverfið í London
sem Kristín Hrönn kann mjög að meta.
Eftir að hafa reynsluna af því að vera
staðsett á Íslandi og sinna þó flestum
verkefnum í London sér Kristín Hrönn
glögglega kostina við að búa í London
og fá fréttir af markaðnum beint í æð
yfir kaffibolla - það einfaldaði starfið
mjög að vera í hringiðu markaðarins.
Hlutfall kvenna í þessum heimi hef-
ur breyst hratt undanfarin ár, konur eru
ekki lengur sjaldséðar en það einkenn-
ir samt eftir sem áður íslenska starfs-
menn íslenskra fyrirtækja í London
hvað þeir eru oft miklu yngri en gerist
og gengur um sambærilega starfsmenn
erlendra fyrirtækja. Kristín Hrönn hefur
ekki mikið velt fyrir sér hvernig sé að
vera kona í bankaheiminum, hefur ekki
orðið vör við að það sé nein hindrun.
Kristín Hrönn býr í miðborginni og er
nýfarin að hjóla um borgina - hefur kom-
ist að því að það er iðulega sá sam-
göngumáti sem tekur skemmstan tíma
í miðborginni auk þess sem hjólreiðar
eru frábær líkamsrækt. Í starfi þykir
hún sniðug, bæði lunkin og útsjónar-
söm og gædd ríkri þrautseigju.
KRISTÍN HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Eftir að hafa starfað hjá Glitni
undanfarin ár er Kristín Hrönn
Guðmundsdóttir nýtekin til
starfa hjá FL Group í London en
fyrirtækið hefur alveg nýverið
opnað skrifstofu í London.
KRISTÍN HRÖNN
GUÐMUNDSDÓTTIR
vinnur hjá FL Group í
London og er á útkikk-
inu eftir frekari fjárfest-
ingartækifærum.