Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 79
Tengslanetið trekkir
„Tengslanetið er alltaf að stækka, félagið
verður sífellt öflugra og er farið að beita
sér miklu meira,“ segir Margrét en félags-
menn hittast einu sinni í mánuði. „Konur,
sem ganga í félagið, vilja fyrst og fremst
komast í þetta tengslanet auk þess að
sækja í þá fræðslu sem félagið býður
upp á. Við bjóðum upp á námskeið sem
ekki er boðið upp á annars staðar og
í fyrra létum við sérhanna fyrir okkur
námskeið um skyldur stjórnarmanna í
fyrirtækjum.“
Morgunverðarfundir eru haldnir reglu-
lega og þá eru fengnir hinir ýmsu aðilar
til að fjalla um ólíklegustu mál. Þá hefur
félagið staðið fyrir ráðstefnum. „Við erum
með þessu móti að reyna að efla okkar
konur á sem flestum sviðum - í fjármálum,
á markaðssviðinu og í stjórnun.“
Nokkrar nefndir starfa á vegum félags-
ins. „Við erum með fræðslunefnd sem
stýrir öllu fræðslustarfi, við erum með
ritnefnd sem gefur út tvö blöð á ári, við
erum með alþjóðanefnd en við erum aðili
að alþjóðlegum kvennasamtökum og svo
erum við með félaganefnd sem sér um að
halda utan um nýja félaga.“
Árlega er FKA-viðurkenningin veitt
konum í viðskiptalífinu sem eru að gera
góða hluti og segir Margrét að það veki
alltaf mikla athygli.
„Þá höfum við undanfarið styrkt eina
félagskonu á ári til að taka þátt í verkefninu
„Útflutningsaukning og hagvöxtur“ sem er
verkefni sem Útflutningsráð stendur fyrir.
Það er í rauninni verið að styrkja fyrirtæki
sem eru að hefja störf eða eru ný til þess
að skapa þeim betri vettvang og aðstoða
þau við að gera viðskiptaáætlanir og þá
aðallega með útflutning í huga.“
Í fyrra voru stofnuð svæðisfélög FKA,
eitt fyrir norðan og eitt á Suðurlandi. „Kon-
urnar í þeim félögum tengjast okkur en
þær halda líka uppi svæðistengdu starfi.
Þær mynda minna tengslanet á sínu svæði
en tengjast líka þessum öflugu samtökum
á höfuðborgarsvæðinu.“
VANNÝTT AUÐLIND
Stjórn FKA, frá vinstri, Hafdís Jónsdóttir,
Gerður Ríkharðsdóttir, Hildur Petersen,
Margrét Kristmannsdóttir, Aðalheiður
Karlsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Svava
Johansen.
„Tengslanetið er alltaf
að stækka, félagið
verður sífellt öflugra
og er farið að beita sér
miklu meira.“
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 79