Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
Rúmt ár er frá því innréttingaverslunin JKE Design í Mörkinni 1 var opnuð og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst: Fyrirtækið var í hóp Fyrirmyndarfyrirtækja hjá VR nú fyrir skömmu. JKE Design
á Íslandi varð eitt söluhæsta fyrirtæki JKE-innréttinga á Norðurlöndum,
og þá er ekki miðað við okkar sígildu höfðatölureglu. Og síðast en ekki
síst þá hefur Svandís Edda Halldórsdóttir, eigandi verslunarinnar, keypt
JKE Design á Gl. Kongevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn ásamt um-
boði til að opna fleiri JKE verslanir á Kaupmannahafnarsvæðinu, og er
þar með orðinn virkur þátttakandi í hinni frægu íslensku útrás!
Það voru þær Svandís og Amalía Rut Gunnarsdóttir sem stofnuðu
hér JKE Design. Amalía lést skömmu síðar, langt um aldur fram, en
Svandís ákvað að kaupa fyrirtækið. JKE Design er danskt innréttinga-
fyrirtæki, stofnað árið 1970. Markmiðið hefur alltaf verið að framleiða
handverk í háum gæðaflokki og dreifa lífsgæðum og gleði inn á dönsk
heimili, en ýmsir aðrir hafa fengið að njóta innréttinganna, þar með
taldir Íslendingar.
Svandís segir að í byrjun hafi hún haldið að mest sala hér á landi yrði
í hátískuinnréttingum þar sem naumhyggjan réði en ýmsum til undr-
unar hefur ekki verið minni sala í innréttingum í sveitastíl, hlýlegum
innréttingum með fulningahurðum, og því sem sumir hefðu kannski
talið að þætti gamaldags.
JKE DESIGN:
JKE Design færir út kvíarnar
og opnar í Kaupmannahöfn
JKE Design framleiðir ekki aðeins eldhúsinnréttingar heldur líka
bað- og þvottahúsinnréttingar auk fataskápa í svefnherbergi. Í Mörkinni
býðst fólki líka tækifæri til að velja sér eldhúsháfa frá Sirius á Ítalíu og
úrval af borðstofu- og barstólum frá La Palma og Airnova á Ítalíu, einnig
mikið úrval ítalskra ljósa frá Lampefeber. Þá er samstarf við Smith &
Norland um að þeir sem kaupa innréttingar fái 20% afslátt af Siemens
heimilistækjum.
Í útrás til Danmerkur Við Gl. Kongevej 88, Friðriksbergi í Kaup-
mannahöfn, hefur verið rekin JKE verslun óralengi. Eigandinn hafði
einkaumboð á sölu JKE Design varanna á öllu Kaupmannahafnarsvæð-
inu svo enginn annar gat sett þar upp verslun. Svandís Halldórsdóttir
hefur nú keypt verslunina „með hjálp KPMG-manna sem aðstoðuðu
mig við samningagerðina,“ segir hún, „annars hefði þetta aldrei tekist.
Ég hef ákveðið að opna verslanir á tveimur öðrum stöðum í Kaupmanna-
höfn, m.a. á Amager og Glostrup þar sem uppbyggingin er hvað mest.
Í versluninni á Gl. Kongevej verða sex starfsmenn og hér heima er ég
með aðra sex, allt frábærar konur sem hafa lagt sitt að mörkum til að
fyrirtækið dafnaði sem best og þær eiga heiðurinn af því að JKE er eitt
af Fyrirmyndarfyrirtækjum hjá VR.“
Íslenska innréttingaverslunin
JKE Design hefur nú gert
innrás á danskan markað
og kaupir JKE Design
verslunina í Kaupmannahöfn.
Svandís Edda Halldórsdóttir,
eigandi verslunarinnar JKE Design,
hefur nú keypt JKE Design verslun
í Kaupmannahöfn.