Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 96

Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 F innsku Marimekko-vörurnar eru þekktar um allan heim og njóta alls staðar mikilla vinsælda. Hér á landi var Marimekko selt „endur fyrir löngu“ hjá Kristjáni Siggeirssyni en fyrir ári opnaði Margrét Kjartansdóttir Marimekko-verslun í Iðu í Lækjargötu en flutti hana síðan að Laugavegi 56 þar sem segja má að sé komið eins konar Mari- mekko-hús. Margrét segir: „Ég hafði lengi vitað af Marimekko en kynnt- ist vörunum fyrst fyrir alvöru árið 1988 þegar ég vann hjá Kristjáni Siggeirssyni. Mér hefur alltaf fundist Marimekko ofboðslega fallegt og svo fór að lokum að ég ákvað að setja upp mína eigin Marimekko-verslun.“ Marimekko er ekki eitthvað sem kemur og fer úr tísku. Því til sönnunar segir Margrét okkur að til hennar komi oft konur sem segjast hafa notað Marimekko-kjólana sína í yfir 20 ár og séu alltaf jafnánægðar með þá. Finnskum hönnuðum tekst að hanna fallega hluti sem falla ævinlega að tísk- unni. Þannig hafa röndótt efni, röndóttir bolir og röndóttar skyrtur verið einkennandi fyrir Marimekko allt frá upphafi, 1951, og í dag er allt sem röndótt er í hátísku.Vissulega fylgja þeir tísku- straumum í litavali, t.d. nú þegar hinn vinsæli eplagræni litur er mikið notaður. en hönnunin er sígild og efnin eru hrein kassík. „Það skemmti- legast við Marimekko er að það er nokkurs konar lífsstíll og í Finnlandi er mér sagt að þar sé enginn svo blankur að hann eigi ekki eitthvað frá Marimekko. Finnar bera mikla virðingu fyrir Marimekko og líta á vör- urnar sem þjóðartákn, sannkallað krúnudjásn.“ Það voru hjónin Vilo og Armi Ratia sem stofnuðu Marimekko árið 1951. Armi var hönnuður og í sameiningu fengu þau til sín unga og djarfa hönnuði til að hanna textíl, fatnað og ótalmargt fleira. Einn þekktasti hönnuðurinn var Maija Isola sem árið 1964 hannaði Unikko- mynstrið sem allir þekkja vel og oftast er einfaldlega kallað marimekko- blómið. Margrét segir að Unikko-mynstrið sé ótrúlega vinsælt hér og um leið allar vörur sem það skreytir. Allt milli himins og jarðar Í Marimekko-búð- inni er mikið úrval af bómullarvörum, barnaföt- um, bolum og skyrtum, handklæðum og visku- stykkjum, rúmfatnaði og efnum í metratali. Þar fæst líka glæsilegur Marimekko-kvenfatnaður, kjólar, pils og jakkar og margt, margt fleira úr yndislegum bómullarefnum sem mörg hver eru svo mjúk viðkomu að þau líkjast mest silki. Kventöskur, snyrtibuddur, heimilisvörur, jafnvel barnskór og stígvél fást í Marimekko-búðinni „en breiddin í fram- leiðslunni er svo mikil að ég þyrfti a.m.k. tíu sinnum meira rými en ég hef ef ég ætti að vera með allt sem býðst. Ég tek sitt lítið af hverju, en eitt hef ég þó ekki enn boðið hér á Laugaveginum, Marimekko- herrafötin. Í Finnlandi eru þau talin eitt af því flottasta fyrir herrann, bæði hvað varðar efni og snið og auðvitað fylgja herrafötunum bæði bindi og skyrtur. Marimekko er með vetur-, sumar-, vor- og haustlínur og í hönnuninni er að finna bæði djarfa liti og aðra dempaðri, en val og samspil litanna hjá Marimekko er einstakt. Margrét Kjartansdóttir, eigandi Marimekko-verslunarinnar, hefur alltaf haft mikinn áhuga á þessari finnsku hönnun. MARIMEKKO: Litir og mynstur Marimekko eru einstök K Y N N IN G Þessar röndóttu skyrtur hafa verið framleiddar hjá Marimekko s.l. 50 ár og er þess minnst með því að fram- leiða 50 liti þetta árið, þ.e. vinsælasta litinn frá hverju ári fyrir sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.