Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 115
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 115
„Vegur íslenskra kvenna hefur vaxið á undangengnum árum í réttu
hlutfalli við aukið menntunarstig þeirra og eflingu sjálfstrausts,
sem er jú ein af meginforsendum þess að geta verið virkur þátttak-
andi í flóknum og oft á tíðum áhættusömum nútímaviðskiptum. Þá
mætti færa rök að því með vísan til ýmissa dýrategunda, að eðli
kvendýra speglast jafnan í þáttum á borð við
að leita öryggis og festu, til að mynda að verja
hreiður og unga, á meðan karldýrið gengur
óttalítið til áhættusamrar öflunar lífsviðurvær-
is, í mannheimum til dæmis út á blóðugan
vígvöllinn. Þær konur, sem lengst hafa náð
í viðskiptalífinu hér á Íslandi, sem annars
staðar, eru að líkindum þær sem hafa lært að
standast það álag og þá spennu sem fylgir því að staðsetja sig á
áhættusvæðum. Íslenskar nútímakonur hafa hins vegar gert hár-
rétt með því að hafna þeim valkosti að vera einhverjir eftirbátar
karla hvað varðar menntunarstig og starfsmöguleika, en aukin
menntun, starfsreynsla og sjálfstraust íslenskra kvenna mun færa
þeim frekari áhrif og völd í framtíðinni. Það eitt og sér er tilhlökk-
unarefni.“
Álag á áhættusvæðum
JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON
„Hafna þeim
valkosti að vera
einhverjir eftir-
bátar karla.“
„Jafn sjálfsagt
fyrir feður að
taka fæðingar-
orlof og mæður.“
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og MBA.
Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi.
Virkjum frumkvæðið
„Jafnréttisbaráttan verður að
halda áfram og liður í því er
að virkja frumkvæði kvenna í
atvinnulífinu, fela þeim meiri
ábyrgð og treysta þeim til að
gegna ábyrgðarstörfum. Allir
vita að kynferði skiptir engu
máli þegar kemur að vali á hæf-
um stjórnanda; þá er það per-
sónuleikinn, bakgrunnurinn og
reynslan sem vega þyngst auk
hæfni í mannlegum samskipt-
um. Ég tel að ein helsta skraut-
fjöður ríkisstjórnar Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks
hafi verið fæðingarorlofslögin
sem sett voru í tíð Páls Péturs-
sonar félagsmálaráðherra og
tryggja jafnan rétt kynjanna til
fæðingarorlofs á vinnumarkaði.
Þau lög hafa orðið til þess að
nú er jafn sjálfsagt fyrir feður
að taka fæðingarorlof og mæð-
ur og þess vegna eru nú minni
líkur á því að ungar konur séu
spurðar að því í atvinnuviðtöl-
um hvort þær hyggi nokkuð á
barneignir. Þetta var því sann-
arlega stórt framfaraskref og
við þurfum að taka fleiri slík
á næstunni. Ég hef minni trú
á beinum boðum og bönnum
í þessu sambandi en frekar á
eðlilegri og heilbrigðri hvatn-
ingu.“
BJÖRN INGI HRAFNSSON
H V E R N I G M Á A U K A H L U T K V E N N A ?