Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 118

Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Á síðustu vikum, það er í kjölfar byggðakosninganna 27. maí, hafa fimm nýjar konur tekið við af körl- um sem bæjar- og sveitarstjórar úti um land, það er í Dalvíkurbyggð, Rangárþingi eystra, Árborg, Hveragerði og Garði. Fyr- ir eru konur framkvæmdastjórar nokkurra sveitarfélaga og því er óhætt að segja að jafnréttisbaráttan sé á siglingu. Betur má þó ef duga skal. Jafnréttisstofa hefur tekið saman tölfræði úrslita kosninganna og bendir á að fyrir fjór- um árum hafi hlutur kvenna í sveitarstjórnum verið 31,5%. Nú sér hlutfallið komið í 35,9%. Hlutur kvenna hafi aukist jafnt og þétt frá því 1978 og vanti aðeins herslumuninn svo skipt- ingin verði 40/60 á landsvísu. Fimm kvennalausar sveitastjórnir Á síðasta kjörtímabili voru sjö sveitarfélög í þeirri stöðu að engin kona átti sæti í sveit- arstjórn. Á kjörtímabilinu fækkaði sveitarfé- lögum fækkað um 21 og jafnframt eru færri sveitarfélög í þeirri stöðu að engin kona sitji í sveitarstjórn. Í dag eru „kvennalausar“ sveitarstjórnir aðeins fimm; það er í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, Grímsey, Svalbarðshreppi við Þistilfjörð, Djúpavogs- hreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Ár- nessýslu. „Konur virðast almennt eiga erfiðara upp- dráttar með að komast til áhrifa í stjórnmál- um úti á landi en í þéttbýli. Það var athyglis- vert í kosningunum á dögunum að í mörgum fjölmennari sveitarfélögum var algengt að karlar væru í efsta sæti framboðslista en kona í öðru sæti. Á Akureyri var þetta til dæmis raunin hjá öllum framboðum,“ segir Hugrún Hjaltadóttir hjá Jafnréttisstofu. Sex konur borgarfulltrúar Sé litið á fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins eru konur sex af fimmtán borgarfull- trúum í Reykjavík. Í Kópavogi og Reykjanes- bæ eru ellefu bæjarfulltrúar og þar af þrjár konur - og fimm í Hafnarfirði og á Akureyri, þar sem bæjarfulltrúarnir eru einnig ellefu talsins. Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar versl- unar eru konur bæjar- eða sveitarstjórar á tíu stöðum á landinu. Taka skal þó fram að ráðningamál framkvæmdastjóra sveitar- félaga höfðu víða ekki verið til lykta leidd þegar þessi samantekt var unnin. Nokkrar K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M ÞÆR STÝRA SVEITARFÉLÖGUM Sveitarfélögin í landinu eru 79 talsins og konur stjórna aðeins 15 þeirra. Þetta gerir 19% hlutfall. Konur stýra aðeins tveimur stórum bæjarfélögum, Mosfellsbæ og Árborg. Tekið skal fram að ekki er búið að ráða alls staðar í stöður fram- kvæmdastjóra hjá sveitarfélögunum. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆJARSTJÓRAR Ragnheiður Ríkharðsdóttir Mosfellsbæ Erla Friðriksdóttir Stykkishólmi Oddný Harðardóttir Garði Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerði Svanfríður Jónasdóttir Dalvík Stefanía Katrín Karlsdóttir Árborg Jóna Fanney Friðriksdóttir Blönduósi SVEITARSTJÓRAR Unnur Brá Konráðsdóttir Rangárþingi eystra Ásdís Leifsdóttir Hólmavík Guðný Sverrisdóttir Grenivík ODDVITAR Þorgerður Sigurjónsdóttir Bæjarhreppi í Strandasýslu Ólafía Arnkelsdóttir Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu Gunnþórunn Ingólfsdóttir Fljótsdalshreppi á Héraði Eydís Indriðadóttir Ásahreppi í Rangárvallasýslu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.