Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Á
síðustu vikum, það er í kjölfar
byggðakosninganna 27. maí, hafa
fimm nýjar konur tekið við af körl-
um sem bæjar- og sveitarstjórar úti
um land, það er í Dalvíkurbyggð, Rangárþingi
eystra, Árborg, Hveragerði og Garði. Fyr-
ir eru konur framkvæmdastjórar nokkurra
sveitarfélaga og því er óhætt að segja að
jafnréttisbaráttan sé á siglingu. Betur má þó
ef duga skal.
Jafnréttisstofa hefur tekið saman tölfræði
úrslita kosninganna og bendir á að fyrir fjór-
um árum hafi hlutur kvenna í sveitarstjórnum
verið 31,5%. Nú sér hlutfallið komið í 35,9%.
Hlutur kvenna hafi aukist jafnt og þétt frá því
1978 og vanti aðeins herslumuninn svo skipt-
ingin verði 40/60 á landsvísu.
Fimm kvennalausar sveitastjórnir
Á síðasta kjörtímabili voru sjö sveitarfélög
í þeirri stöðu að engin kona átti sæti í sveit-
arstjórn. Á kjörtímabilinu fækkaði sveitarfé-
lögum fækkað um 21 og jafnframt eru færri
sveitarfélög í þeirri stöðu að engin kona
sitji í sveitarstjórn. Í dag eru „kvennalausar“
sveitarstjórnir aðeins fimm; það er í Eyja- og
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, Grímsey,
Svalbarðshreppi við Þistilfjörð, Djúpavogs-
hreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Ár-
nessýslu.
„Konur virðast almennt eiga erfiðara upp-
dráttar með að komast til áhrifa í stjórnmál-
um úti á landi en í þéttbýli. Það var athyglis-
vert í kosningunum á dögunum að í mörgum
fjölmennari sveitarfélögum var algengt að
karlar væru í efsta sæti framboðslista en
kona í öðru sæti. Á Akureyri var þetta til
dæmis raunin hjá öllum framboðum,“ segir
Hugrún Hjaltadóttir hjá Jafnréttisstofu.
Sex konur borgarfulltrúar
Sé litið á fimm fjölmennustu sveitarfélög
landsins eru konur sex af fimmtán borgarfull-
trúum í Reykjavík. Í Kópavogi og Reykjanes-
bæ eru ellefu bæjarfulltrúar og þar af þrjár
konur - og fimm í Hafnarfirði og á Akureyri,
þar sem bæjarfulltrúarnir eru einnig ellefu
talsins.
Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar versl-
unar eru konur bæjar- eða sveitarstjórar
á tíu stöðum á landinu. Taka skal þó fram
að ráðningamál framkvæmdastjóra sveitar-
félaga höfðu víða ekki verið til lykta leidd
þegar þessi samantekt var unnin. Nokkrar
K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M
ÞÆR STÝRA
SVEITARFÉLÖGUM
Sveitarfélögin í landinu eru 79 talsins og konur stjórna aðeins 15 þeirra. Þetta
gerir 19% hlutfall. Konur stýra aðeins tveimur stórum bæjarfélögum, Mosfellsbæ
og Árborg. Tekið skal fram að ekki er búið að ráða alls staðar í stöður fram-
kvæmdastjóra hjá sveitarfélögunum.
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
BÆJARSTJÓRAR
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Mosfellsbæ
Erla Friðriksdóttir
Stykkishólmi
Oddný Harðardóttir
Garði
Aldís Hafsteinsdóttir
Hveragerði
Svanfríður Jónasdóttir
Dalvík
Stefanía Katrín Karlsdóttir
Árborg
Jóna Fanney Friðriksdóttir
Blönduósi
SVEITARSTJÓRAR
Unnur Brá Konráðsdóttir
Rangárþingi eystra
Ásdís Leifsdóttir
Hólmavík
Guðný Sverrisdóttir
Grenivík
ODDVITAR
Þorgerður Sigurjónsdóttir
Bæjarhreppi í Strandasýslu
Ólafía Arnkelsdóttir
Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Fljótsdalshreppi á Héraði
Eydís Indriðadóttir
Ásahreppi í Rangárvallasýslu