Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
T
vær konur eru meðal tólf ráðuneytisstjóra Stjórnarráðs-
ins, þær Ragnhildur Arnljótsdóttir í félagsmálaráðuneyt-
inu og Ragnhildur Hjaltadóttir í samgönguráðuneytinu.
Þessi ráðuneyti hafa sama inngang og eru bæði á fjórðu
hæð Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík. Karlar stýra
starfinu í hinum tíu ráðuneytunum.
Efsta lag stjórnsýslunnar
Ráðuneytin tólf eru efsta lag opinberu stjórnsýslunnar og hefur
hvert ráðuneyti ákveðna málaflokka til umsjónar. Starfsfólkið
sér um að fylgja eftir pólitískri stefnumörkun ráðherra á hverj-
um tíma og sinna ýmsum afgreiðslumálum. Samkvæmt þessu er
hlutverk ráðuneytisstjórans sá að leiða daglegt starf í samráði
við ráðherrann.
Stjórnarráð Íslands var stofnað 1. febrúar 1904; daginn sem
Íslendingar fengu heimastjórn og Hannes Hafstein tók við sem
fyrsti íslenski ráðherrann. Þau lög sem stjórnarráðið starfar sam-
kvæmt eru að stofni til frá 1969, en hafa tekið ýmsum breyting-
um síðan. Málaflokkar hafa flust á milli ráðuneyta, en núverandi
verkefnaskipan var markaður rammi í reglugerð sem sett var á
ríkisráðsfundi í febrúarbyrjun 2004 sem haldinn var að forseta
Íslands fornspurðum. Sá frægi fundur hafði langan eftirmála,
sem óþarft er að rekja hér.
Karlarnir voru allsráðandi
Karlar voru allsráðandi í Stjórnarráðinu framan af og það var
ekki fyrr en árið 1988 sem fyrsta konan varð ráðuneytisstjóri.
Á vordögum það ár tók Berglind Ásgeirsdóttir við stjórn mála í
félagsmálaráðuneytinu, en í starfið var hún skipuð af Jóhönnu
Sigurðardóttur sem þá var félagsmálaráðherra. Berglind starf-
aði í ráðuneytinu til 2002 með þriggja ára hléi. Árið 2002 hvarf
hún til starfa hjá OECD í París, en er nú á heimleið og fer í
utanríkisþjónustuna. Næst kom Guðríður Sigurðardóttir, sem
var ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu frá 1993 til 2003.
Síðustu þrjú ár hefur Guðríður verið forstöðumaður Þjóðmenn-
ingarhúss
K O N U R Í E M B Æ T T I R Á Ð U N E Y T I S S T J Ó R A
NÖFNURNAR
Í HAFNARHÚSINU
Bolli Þór Bollason,
forsætisráðuneyti.
Þorsteinn Geirsson,
dóms- og kirkju-
málaráðuneyti.
Ragnhildur Arn-
ljótsdóttir, félags-
málaráðuneyti.
Baldur Guðlaugs-
son, fjármálaráðu-
neyti.
Davíð Á. Gunnars-
son, heilbrigðis- og
tryggingaráðuneyti.
Kristján Skarphéðins-
son, iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti.
AÐEINS TVÆR KONUR ERU Í HÓPI TÓLF RÁÐUNEYTISSTJÓRA:
Aðeins tvær konur gegna embætti ráðuneytisstjóra en
þeir eru tólf talsins. Í 102 ára sögu stjórnarráðsins hafa
aðeins fjórar konur verið ráðuneytisstjórar. Berglind
Ásgeirsdóttir braut ísinn.
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.