Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
M
ikilvægur þáttur í framvindu
atvinnulífs á síðustu öld var
vaxandi hlutur kvenna á vinnu-
markaði. Atvinnuþátttaka
kvenna á Íslandi er með því mesta sem
þekkist meðal þjóða heims og hefur hvað
höfðatölu varðar líklega náð því marki að
naumast verður miklu við hana bætt í bein-
um tölum. Hins vegar skortir enn á að kon-
ur hafi náð jafnri stöðu við karla hvað varð-
ar tækifæri til að njóta hæfileika sinna í
störfum, starfsframa og launakjörum.
Hvernig til tekst að bæta úr þessu mun
ráða miklu um framfarir á Íslandi á tutt-
ugustu og fyrstu öldinni. Líkt og fjölgun
kvenna á vinnumarkaði skipti miklu máli
fyrir hagvöxt á liðinni öld getur virkjun á
hæfileikum kvenna í atvinnulífinu ráðið
úrslitum um það hvort Ísland heldur stöðu
sinni í hópi tekjuhæstu þjóða á þessari öld.
Engin þjóð hefur efni á því að láta helstu
auðlind sína vannýtta að hálfu. Þetta eru í
stuttu máli efnahagsrökin fyrir jafnrétti
kynjanna. Það er ekki aðeins réttlætismál
og „pólitískur rétttrúnaður“ að draga úr
kynbundnum mun á stöðu karla og kvenna
í samfélaginu, kynjabilinu, með aðgerðum
sem bæta hlut kvenna, heldur er jafnrétti
kynjanna einnig lykill að hagsæld og sam-
keppnishæfni á alþjóðavísu.
Kynjajafnrétti og efnahagsárangur
Nýlega hafa komið út á vegum alþjóða-
samtaka tvær skýrslur sem sýna glöggt
samband milli kynjajafnréttis og efnahags-
árangurs þjóða. Fyrri skýrslan, The Hum-
an Development Report 2005, er frá Þró-
unarstofnun Sameinuðu þjóðanna (United
Nations Development Programme, UNDP).
Hún kom út í september síðast liðnum og
raðar þjóðum heims eftir farsældarvísi-
tölu, Human Development Index, HDI.
HDI er vítt skilgreindur mælikvarði á lífs-
gæði þar sem landsframleiðsla á mann
vegur þriðjung, ævilíkur við fæðingu þriðj-
ung og menntunarstig þriðjung. Á þennan
mælikvarða eru Norðmenn fremstir en
Íslendingar í öðru sæti. Þær þjóðir sem eru
í fremstu röð samkvæmt farsældarvísitöl-
unni eru jafnframt meðal þeirra þjóða sem
fá hæstar einkunnir samkvæmt sérstakri
jafnréttisvísitölu sem einnig er gerð grein
fyrir í þessari skýrslu UNDP og freistar
þess að mæla stöðu kvenna og jafnrétti
kynjanna í samfélaginu.
Aukin áhrif kvenna
Síðari skýrslan sem ég vitna til hér birtist
síðast liðið vor og kemur úr annarri átt.
Hún er samin á vegum World Economic
Forum í Davos í Sviss sem er vettvang-
ur fyrir skoðanaskipti forystumanna fjöl-
þjóðafyrirtækja og stjórnmálaleiðtoga um
alþjóðleg efnahags- og viðskiptamál. Heiti
skýrslunnar er Women´s Empowerment:
Measuring the Global Gender Gap, er þýða
mætti þannig: Aukin áhrif kvenna: Mæling
á kynjabilinu í heiminum. Í þessari áhuga-
verðu skýrslu kemur skýrt fram að þótt
verulega hafi miðað í jafnréttisátt á síðari
árum er enn langt í land að kynjabilið hafi
verið brúað, jafnvel hjá þeim þjóðum sem
lengst eru komnar í þessum efnum. Það
er athyglisvert að Norðurlandaþjóðirnar
skipa fimm efstu sætin á lista þar sem
þjóðum er raðað í öfugri röð eftir breidd
kynjabilsins. Sú þjóð þar sem kynjabilið er
minnst, þ.e. jafnréttið mest, er efst á þess-
um lista. Íslendingar eru þarna í þriðja sæti
á eftir Svíum og Norðmönnum.
Hreyfiafl framfara
Það gefur auga leið að virk þátttaka kvenna
í atvinnulífinu er mikilvæg forsenda hag-
sældar og hagvaxtar í bráð og lengd. Þetta
varðar ekki eingöngu tölulega atvinnuþátt-
AUÐUR Í KRAFTI KVENNA
Jón Sigurðsson, fyrrum
viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, segir að engin þjóð
hafi efni á að láta helstu
auðlind sína vannýtta að
hálfu og að jafnrétti kynj-
anna sé lykill að hagsæld
og samkeppnishæfni á
alþjóðavísu.
Greinarhöfundur, Jón Sigurðsson,
er fyrrum viðskipta- og iðnaðarráð-
herra.