Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 124

Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 M ikilvægur þáttur í framvindu atvinnulífs á síðustu öld var vaxandi hlutur kvenna á vinnu- markaði. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem þekkist meðal þjóða heims og hefur hvað höfðatölu varðar líklega náð því marki að naumast verður miklu við hana bætt í bein- um tölum. Hins vegar skortir enn á að kon- ur hafi náð jafnri stöðu við karla hvað varð- ar tækifæri til að njóta hæfileika sinna í störfum, starfsframa og launakjörum. Hvernig til tekst að bæta úr þessu mun ráða miklu um framfarir á Íslandi á tutt- ugustu og fyrstu öldinni. Líkt og fjölgun kvenna á vinnumarkaði skipti miklu máli fyrir hagvöxt á liðinni öld getur virkjun á hæfileikum kvenna í atvinnulífinu ráðið úrslitum um það hvort Ísland heldur stöðu sinni í hópi tekjuhæstu þjóða á þessari öld. Engin þjóð hefur efni á því að láta helstu auðlind sína vannýtta að hálfu. Þetta eru í stuttu máli efnahagsrökin fyrir jafnrétti kynjanna. Það er ekki aðeins réttlætismál og „pólitískur rétttrúnaður“ að draga úr kynbundnum mun á stöðu karla og kvenna í samfélaginu, kynjabilinu, með aðgerðum sem bæta hlut kvenna, heldur er jafnrétti kynjanna einnig lykill að hagsæld og sam- keppnishæfni á alþjóðavísu. Kynjajafnrétti og efnahagsárangur Nýlega hafa komið út á vegum alþjóða- samtaka tvær skýrslur sem sýna glöggt samband milli kynjajafnréttis og efnahags- árangurs þjóða. Fyrri skýrslan, The Hum- an Development Report 2005, er frá Þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Development Programme, UNDP). Hún kom út í september síðast liðnum og raðar þjóðum heims eftir farsældarvísi- tölu, Human Development Index, HDI. HDI er vítt skilgreindur mælikvarði á lífs- gæði þar sem landsframleiðsla á mann vegur þriðjung, ævilíkur við fæðingu þriðj- ung og menntunarstig þriðjung. Á þennan mælikvarða eru Norðmenn fremstir en Íslendingar í öðru sæti. Þær þjóðir sem eru í fremstu röð samkvæmt farsældarvísitöl- unni eru jafnframt meðal þeirra þjóða sem fá hæstar einkunnir samkvæmt sérstakri jafnréttisvísitölu sem einnig er gerð grein fyrir í þessari skýrslu UNDP og freistar þess að mæla stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Aukin áhrif kvenna Síðari skýrslan sem ég vitna til hér birtist síðast liðið vor og kemur úr annarri átt. Hún er samin á vegum World Economic Forum í Davos í Sviss sem er vettvang- ur fyrir skoðanaskipti forystumanna fjöl- þjóðafyrirtækja og stjórnmálaleiðtoga um alþjóðleg efnahags- og viðskiptamál. Heiti skýrslunnar er Women´s Empowerment: Measuring the Global Gender Gap, er þýða mætti þannig: Aukin áhrif kvenna: Mæling á kynjabilinu í heiminum. Í þessari áhuga- verðu skýrslu kemur skýrt fram að þótt verulega hafi miðað í jafnréttisátt á síðari árum er enn langt í land að kynjabilið hafi verið brúað, jafnvel hjá þeim þjóðum sem lengst eru komnar í þessum efnum. Það er athyglisvert að Norðurlandaþjóðirnar skipa fimm efstu sætin á lista þar sem þjóðum er raðað í öfugri röð eftir breidd kynjabilsins. Sú þjóð þar sem kynjabilið er minnst, þ.e. jafnréttið mest, er efst á þess- um lista. Íslendingar eru þarna í þriðja sæti á eftir Svíum og Norðmönnum. Hreyfiafl framfara Það gefur auga leið að virk þátttaka kvenna í atvinnulífinu er mikilvæg forsenda hag- sældar og hagvaxtar í bráð og lengd. Þetta varðar ekki eingöngu tölulega atvinnuþátt- AUÐUR Í KRAFTI KVENNA Jón Sigurðsson, fyrrum viðskipta- og iðnaðarráð- herra, segir að engin þjóð hafi efni á að láta helstu auðlind sína vannýtta að hálfu og að jafnrétti kynj- anna sé lykill að hagsæld og samkeppnishæfni á alþjóðavísu. Greinarhöfundur, Jón Sigurðsson, er fyrrum viðskipta- og iðnaðarráð- herra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.