Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 125

Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 125 töku kvenna eins og hún birtist í vinnu- markaðskönnunum - en hún er þegar mikil í flestum löndum, m.a. á Íslandi - heldur skiptir enn meira máli að aukin áhrif og ítök kvenna geta verið hreyfiafl framfara einfaldlega vegna þess að konur hafa til þessa ekki fengið að njóta hæfileika sinna til fulls. Það sem hér varðar mestu er jafn- rétti tækifæranna fyrir konur í starfi, hvort sem er í einka- rekstri eða hjá hinu opinbera. Svipta þarf burt þeirri ósýnilegu hindrun - glerþakinu - sem kemur í veg fyrir að konur fái þann starfsframa og launakjör sem þær verðskulda. Konur virðast reka sig upp undir glerþakið bæði í ríkum löndum og fátækum. Alþjóðaskýrslurnar tvær sem vísað er til hér að framan sýna glöggt jákvæða fylgni milli kynjajafnréttis og velmegunar - milli jafnréttis og hagsældar. Það er ekki síður athyglisvert að skýrslan frá World Economic Forum sýnir auk þess að sam- keppnishæfni þjóða og þar með hagvaxt- arlíkur fylgja með jákvæðum hætti jafn- rétti kynjanna. Tölfræðileg fylgni sannar auðvitað ekki orsakasamhengi, en þessar athuganir benda ótvírætt til þess að sterkt samband sé milli bættrar stöðu kvenna og vaxtarmegns hagkerfisins þegar til lengdar lætur. Það er naumast tilviljun að norrænu löndin fimm, þar sem kynjabil er minnst, eru öll meðal þeirra tíu landa sem eru sam- keppnishæfust þeirra 117 sem athuganir World Economic Forum ná til. Hvað lærdóm má draga af þessum al- þjóðlegu samanburðarathugunum? Þau ríki sem vegnar best veittu flest konum kosningarétt snemma á síðustu öld og hafa síðan auðveldað stjórnmálaþátttöku þeirra. Þá hafa mörg þeirra á síðari árum veitt opinberan stuðning við leikskóla og skólaskjól til umönnunar og gæslu ungra barna gegn viðráðan- legu gjaldi og komið á launuðu fæðingar- orlofi mæðra - og í seinni tíð feðraorlofi - samhliða almennri jafnréttislöggjöf og kjara samn ing um um sömu laun fyrir sömu vinnu. Allt er þetta kunnuglegt hér á landi. Reynslan sýn- ir jafnframt að ráð- stafanir af þessu tagi orka hægt og seint vegna þeirrar tregðu sem fólgin er í rót- grónum venjum og hegðunarmunstri því að kynjamisrétti stendur djúpum rótum víða um lönd. Það þarf meira en stefnu- yfirlýsingar og löggjöf til þess að sigrast á því. Hugarfarsbreyting er það sem þarf ásamt löggjöf og samningum. Langvinnar breytingar á samfélaginu, sem tryggja jafnan rétt allra til að njóta hæfileika sinna, er eina örugga leiðin til varanlegra framfara. Íslendingar fá góðan vitnisburð Íslendingar fá góðan vitnisburð í þeim alþjóðlegu samanburðarathugunum sem hér hefur verið vitnað til. Enn er þó mikið verk að vinna á þessu sviði hér á landi svo að Ísland verði framvegis samkeppnishæft farsældarfrón. Jafnréttismálin eru ekki venjulega talin meðal þeirra málaflokka sem varða efna- hagsframfarir en þegar að er gáð eru þau afar mikilvæg fyrir þjóðarhag. Það er auður í krafti kvenna. Það er naumast tilviljun að norrænu löndin fimm, þar sem kynjabil er minnst, eru öll meðal þeirra tíu landa sem eru samkeppnishæfust þeirra 117 sem athuganir World Economic Forum ná til. AUÐUR Í KRAFTI KVENNA FARSÆLD Röð tíu fremstu ríkja 1. Noregur 2. Ísland 3. Ástralía 4. Lúxemborg 5. Kanada 6. Svíþjóð 7. Sviss 8. Írland 9. Belgía 10. Bandaríkin KYNJAJAFNRÉTTI Röð tíu fremstu ríkja 1. Svíþjóð 2. Noregur 3. Ísland 4. Danmörk 5. Finnland 6. Nýja-Sjáland 7. Kanada 8. Bretland 9. Þýskaland 10. Ástralía SAMKEPPNISHÆFNI Röð tíu fremstu landa 1. Finnland 2. Bandaríkin 3. Svíþjóð 4. Danmörk 5. Tævan 6. Singapúr 7. Ísland 8. Sviss 9. Noregur 10. Ástralía Löndunum er raðað eftir einkunn samkvæmt far- sældarvísitölu UNDP, Human Development Index. Heimild: United Nations Development Programme: Human Development Report 2005, september 2005 Ríkjum sem hafa minnst kynjabil er raðað efst. Heimild: World Economic Forum:Women´s Empowerment: Measuring the Global Gender Gap, maí 2005 Heimild: World Economic Forum: The Global Competiti- veness Report 2005-2006, September 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.