Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 128

Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Styrkleikar og veikleikar kvenstjórnenda Eins og þegar hefur komið fram hafa kven- stjórnendur oft tilhneigingu til að vera lýðræðislegir stjórnendur. „Konur koma úr miklu láréttari menningu en karlar, menn- ing þeirra hefur í gegnum tíðina lagt meiri áherslu á stigveldi. Þessi lárétti stjórnunar- stíll gerir ráð fyrir að fleiri í fyrirtækjunum eða skólunum taki þátt í ákvörðunum og hlustað er vel á alla. Það er lykillinn að góðum stjórnunarháttum samkvæmt flestum kenningum. Karlar, sem eru góðir stjórnendur, gera þetta líka.“ Einn vandinn við kynjun leiðtogahug- taksins er að sumir karlmenn viðurkenna ekki konur sem yfirmenn sína. Guðný segir að oft sé það tengt uppeldi þeirra. „Kvenskólastjórar upplifa þetta oft þannig að karlarnir vilja segja þeim til. Ég man það vel sem fyrrverandi þingkona Kvenna- listans þegar stundum var sagt við okkur: „Stelpur, maður gerir þetta ekki svona. Þið eigið að hafa formann í stjórnmálaafli eða gera þetta svona og hinsegin.“ Það er mikil- vægt að konur, sem eru stjórnendur, fái að gera hlutina á þeim forsendum sem þær finna að hæfa stjórnunarstíl þeirra. Með því að troða þeim inn í önnur mynstur þá verða þær ekki í takt við sjálfar sig og trú- verðugar. Vegna þess að kvenleikinn hefur verið lægra settur en karlmennskan þá er það að virða kvenyfirmann einn vandinn sem karlmenn glíma við. Styrkleikar kvenna sem stjórnenda liggja oft í góðri samskiptafærni, góðri menntun og síðast en ekki síst í að gefa fyrirtæki ímynd breiðari forystu sem er að verða æ sterkari lýðræðisleg krafa úti um allan heim. Ég man í fljótu bragði þrennt sem veikir konur í þessari stöðu. Það fyrsta er að þær hafa oft lítinn áhuga á stjórnmálum og nenna ekki að vera í póli- tískum plottum. Það er hins vegar oft mik- ilvægt fyrir fólk í lykilstöðum. Í öðru lagi er að konur eru ekki eins áhættusæknar, en eitt af því sem er talið mikilvægt að kenna konum í stjórnunarnámi er að taka áhættu. Þriðji veikleikinn er að þær eru stundum ekki með eins harðan skráp og karlarnir sem líklega eru uppeldisfræði- legar skýringar á og því líklegt að breytist með tímanum. Konur virðast hafa meiri tilhneigingu til að taka hlutina inn á sig. Við sjáum til dæmis merki þess að konur endast illa í stjórnmálum, ekki síst á sveit- arstjórnarstiginu. Þær fá fyrr en karlarnir nóg af þessu plotti og þessum látum. Ég held að það tengist því að þær ná ekki að búa sér til þennan harða skráp eins fljótt og karlarnir.“ Tengslanet mikilvægt Í Bandaríkjunum og víðar er það talið vera mikilvægt ímyndaratriði fyrir fyrirtæki að hafa margbreytileika í stjórnuninni - eða breiða forystu. Það er þess vegna talið mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu ekki bara af báðum kynjum heldur af öllum kynþáttum. „Þessi krafa virðist koma aðeins síðar inn í fyrirtæki hér þó að konur séu farnar að banka mjög fast á dyrnar. Það virðist vera mjög erfitt að breyta þessum litla klúbbi sem situr hér í stjórnum margra fyrirtækja. Oft er það tengt eignarhlut í fyrir- tækjunum eða nánum pólitískum tengslum. Fyrirtækin virðast ekki átta sig á af hverju þau eru að missa bæði hvað varðar færni kvennanna og jafnréttisímyndina.“ Guðný bendir á að karlar, sem eru í sambærilegum stöðum, haldi hópinn; fari saman í veiði eða eru saman í klúbbum. „Konurnar eru þá oft utanveltu og þurfa að finna önnur atriði sem henta þeim betur til að vera í góðum tengslum. Á námskeiðinu í háskólanum leggjum við mikla áherslu á mikilvægi þess að konur fái fyrirmyndir, eða mentor, á vinnustað, þær fái að fylgjast með, að þeim sé kennt að verða yfirmenn og að þær hafi sterkt tengslanet. Konur þurfa að styrkja hver aðra og fylgjast vel með, til dæmis varðandi launaupplýsingar. Þær gera oft minni launakröfur og eru til- búnar til að gefa starfinu þann forgang sem ætlast er til en samt komast þær ekki að. Þess vegna er ráðstefna eins og Tengslanet - Völd til kvenna, sem haldin hefur verið á Bifröst undanfarin ár, mjög mikilvæg fyrir konur sem stjórnendur og leiðtoga.“ Leiðtoginn Á námskeiðinu „Konur og karlar sem leið- togar og stjórnendur“ er gerður greinar- munur á leiðtogum og stjórnendum. ,,Þó konur séu ekki margar stjórnendur, sérstak- lega ekki toppstjórnendur í fyrirtækjum, þá eru margar þeirra leiðtogar innan fyr- irtækja og stofnana. Ég held að konurnar séu fleiri þar en við áttum okkur á. Leið- togahlutverkið er ekki bundið við starf eða stöðu heldur getur viðkomandi verið leiðtogi í stéttarfélagi, fagfélagi, á vinnu- stað eða í stjórnmálum. Það er hlustað á leiðtoga. Þetta eru oft aðilar sem tekið er mikið mark á og sem fólk lítur upp til og þeir taka oft frumkvæði og framkvæma hlutina. Það er mikilvægt að fólk átti sig á að það eru ekki bara stjórnendur og stjórn- endastöður sem eru mikilvægar. Það eru ekki síður leiðtogarnir. Það er stundum sagt að stjórnandinn kunni að gera hlutina rétt en leiðtoginn geri réttu hlutina. Bæði hlutverkin eru mikilvæg. Stundum gegnir sami einstaklingurinn þeim, samanber hug- takið leiðtogastjórnun, en stundum ekki. Það er mikilvægt að konur hafi samkynja fyrirmyndir og mentora á vinnustað þar sem yngra fólk er þjálfað upp til þess að verða bæði leiðtogar og stjórnendur. Þarna held ég að fyrirtæki geti bætt sig töluvert.“ Guðný bendir á mikilvægi þess að minna konur á að þær verða að vera þær sjálfar. „Þeim verður að líða vel á vinnustaðnum, í eigin skrokki og á eigin forsendum. Am- anda Sinclair vitnar í Simone de Beauvoir í nýlegri bók sinni um stjórnun sem sagði eitthvað á þessa leið: „Karlar geta nýtt sér kynþokka sinn, útlit sitt og fötin til að efla völd sín. En konur þurfa helst að útiloka kynþokkann svo þær verði ekki álitnar einhverjar ljóskur eða daðrarar og fara í karlmannsföt. Þar af leiðandi eru þær ekki eins heilsteyptar og sterkar.“ Konur verða að fá að geta notað allan sinn styrkleika til að geta skinið sem leiðtogar og stjórnend- ur og muna að það er ekki bara spurning um að vera leiðtogi eða stjórnandi heldur að virkja sem flesta til þátttöku í stefnu- mótun og hafa leiðtogateymi. Góð nútíma- fyrirtæki eiga að virka sem náms- eða þekkingarsamfélög fyrir sem flesta starfs- menn. Viðkomandi verður betri stjórnandi ef hann getur fengið sem flesta til þess að vera ábyrga. Þá ganga hlutirnir best.“ GSM sími, Quad-Band með Bluetooth fyrir handfrjálsan búnað GPRS/EDGE netsamband sem virkar á öllum GSM kerfum Outlook heldur utan um tölvupóst, tengiliði, dagatal og verkefnalista Hægt er að skoða PDF og PowerPoint skjöl Word og Excel hugbúnaður gerir þér kleift að vinna á ferðinni Windows Media Player til að horfa á video og hlusta á MP3 Skoðaðu vefsíður í Internet Explorer hvar sem er GPS staðsetningartæki með TomTom kortahugbúnaði Myndavél með flassi sem getur tekið hreyfimyndir Mikið úrval viðbótar hugbúnaðar og tölvuleikja Stundum er gott að hafa skrifstofuna með sér og geta svarað símtölum og áríðandi tölvupósti hvar sem er í heiminum. Með HP iPAQ hw6515 geturðu verið í þráðlausum samskiptum við um- heiminn án kostnaðarsamrar viðbótarþjónustu. Sími + Lófatölva + Internet + GPS staðsetningartæki Opin kerfi ehf. er eini viðurkenndi innflutnings-, sölu-, og þjónustuaðili á tölvubúnaði frá HP á Íslandi og er í nánu samstarfi við sölu- og þjónustuaðila um land allt.www.fartolvur.is HP iPAQ hw6515 kr. 69.900 OK Frjals Veslun.indd 1 13.6.2006 21:55:25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.