Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 131
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 131
við ekki getað gert ítarlegan samanburð á frumkvöðla-
starfsemi meðal kvenna og karla á Íslandi, en eftir að
hafa framkvæmt GEM-rannsóknina í nokkur ár höfum
við loksins nægilega mikið magn af gögnum til að gera
slíkan samanburð á tölfræðilega áreiðanlegan hátt.“
Það er eftirtektarvert að á Íslandi er aðeins fjórð-
ungur frumkvöðla með háskólapróf. Var kannað hvort
einhver kynjamunur væri hvað varðaði menntun frum-
kvöðla? Eða hvort kynjamunur væri á tekjuskiptingu
frumkvöðla?
„Þetta eru einnig spurningar sem við munum leita
svara við.“
Lítil frumkvöðlastarfsemi kvenna á Norðurlöndum
Í samanburði við önnur lönd er niðurstaða GEM-
skýrslunnar sú að þátttaka íslenskra kvenna í frum-
kvöðlastarfsemi sé með minnsta móti.
Þátttaka kvenna hér er svipuð og í
Bretlandi en dálítið lægri en á hinum
Norðurlöndunum, öðrum hátekjulönd-
um í heild og síðan Bandaríkjunum.
Þátttaka kvenna er hins vegar mest í
lágtekjulöndunum.
– Hvaða ályktun má draga af þess-
um niðurstöðum um stöðu kvenna á
vinnumarkaði á Íslandi?
,,Lítil þátttaka kvenna á Norðurlöndum í frum-
kvöðlastarfsemi er mjög athyglisverð í ljósi mikillar
atvinnuþátttöku kvenna í þessum löndum. Það mætti
túlka á þann hátt að þeim standi ýmis atvinnutækifæri
til boða sem þær taka fram yfir frumkvöðlastarfsemi.
Konur í þróunarlöndum stunda hins vegar frumkvöðla-
starfsemi í flestum tilfellum vegna þess að þær hafa
ekki um aðra atvinnu að velja. Þetta mætti þó einnig
túlka á þann hátt að konur á Norðurlöndum hafi ekki
aðstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem felast í
frumkvöðlastarfsemi til jafns við karla.“
Er æskilegt að hvetja konur sérstaklega til frekari
sóknar á sviði frumkvöðlastarfs hér á landi og ef svo
er, hvers vegna og hvernig væri þá helst hægt að gera
það, hvað hefur verið talið árangursríkast?
,,Þetta er erfið spurning en mikil-
væg. Til þess að geta svarað henni
þurfum við að vita meira um ástæð-
ur fyrir minni frumkvöðlastarfsemi
meðal kvenna en karla á Íslandi.
Það er mikilvægt að tryggja að
bæði kynin hafi jafna möguleika á
að nýta sér þau tækifæri sem felast
í frumkvöðlastarfsemi.
Þetta er bæði réttlætismál og
nauðsynlegt til þess að við nýtum allan þann mannauð
sem til er í landinu. Koma þarf í veg fyrir mismunun
og ýmsar leiðir hafa verið reyndar í því skyni og sumar
heppnast mjög vel, eins og til dæmis verkefnið Auður í
krafti kvenna. Það hefur þó verið bent á að ekki sé nóg
að hjálpa konum að uppfylla betur mælikvarða dagsins
í dag heldur sé nauðsynlegt að endurskoða mælikvarð-
ana. Aðeins á þann hátt megi ná fram jafnrétti meðal
kynjanna á þessu sviði.“
HVERS VEGNA?
Rögnvaldur J.
Sæmundsson,
dósent við Háskól-
ann í Reykjavík.
Hugsanleg skýring er sú að
konur teljist ekki eins trúverð-
ugir frumkvöðlar og karlar,
sem komi m.a. fram í því að
þær hafi ekki sama aðgang að
fjármagni og karlar.
Konur í þróunarlöndum
stunda frumkvöðlastarf-
semi og stofna fyrirtæki
í flestum tilfellum vegna
þess að þær hafa ekki um
aðra atvinnu að velja.
F R U M K V Ö Ð L A S T A R F S E M I