Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 132
132 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
É
g hafði fengið inni í eftirsóttum
hönnunarskóla í London árið
1995 þegar ég byrjaði að vera
með Rúnari Ómarssyni, fram-
kvæmdastjóra Nikita, sem þá
var á meðal eigenda brettaverslunarinnar
Týndi hlekkurinn. Þau plön breyttust snar-
lega og ég keypti hlut í versluninni sem
flutti inn og seldi öll þekktustu vörumerkin
í brettabransanum og þar með talin fötin
sem tengjast snjóbrettum og hjólabrettum.
Verslunin var mjög vinsæl og átti stóran
hóp viðskiptavina en okkur fannst alltaf
vanta stelpufatnað í flóruna. Ég hafði verið
að hanna föt í einhvern tíma en brettalífs-
stíllinn fór að hafa áhrif á hönnun mína,
enda var ég á kafi í brettasporti. Fötin sem
ég hannaði voru blanda af því sem ég vildi
vera í í versluninni á daginn og á brettun-
um á kvöldin.“
Aðalheiður hannaði flíspeysur og segir
að þær fáu stúlkur, sem voru viðskipta-
vinir Týnda hlekksins, hafi sýnt áhuga á
því sem hún hannaði og saumaði. Hún
fór því að velta því fyrir sér að framleiða
nokkrar peysur. „Ég keypti efni í Virku og
á fleiri stöðum, bjó til snið og voru fram-
leiddar 40 peysur í einu og var þeim stillt
upp í versluninni. Salan gekk mun betur
en okkur grunaði og við létum framleiða
40 í viðbót. Svo urðu sendingarnar fleiri og
stærri og ný snið og nýir litir komu til. Við
ákváðum að finna nafn á hönnun mína; eitt-
hvað sem hljómaði vel og væri auðvelt að
muna. Rúnar stakk upp á Nikita.“
Árið 1999 voru seldar yfir 1000 flíkur
undir nafninu Nikita í Týnda hlekknum.
„Stelpur voru orðnar stór kúnnahópur hjá
okkur en það var óalgengt í brettaversl-
unum úti í heimi. Við ályktuðum að hugs-
anlega væri markaður fyrir hönnun mína í
sambærilegum verslunum þar sem nánast
öll vörumerkin buðu eingöngu upp á vörur
fyrir stráka.“
Aðalheiður hannaði heila vörulínu, hún
og meðeigendur hennar seldu Týnda hlekk-
inn í lok ársins 1999 og stofnuðu Nikita
ehf. í ársbyrjun 2000.
VÖRUR SELDAR
Í RÚMLEGA
1400 VERSLUNUM
Nikita ehf.:
Sagan á bak við Nikita ehf. er ævintýri líkust. Ung kona,
Aðalheiður Birgisdóttir, hannaði og seldi 40 flíspeysur árið
1998. Viðtökurnar voru góðar og hún hélt áfram. Í dag er
hönnun hennar seld í rúmlega 1400 verslunum í hinum
ýmsu löndum og veltan í ár er um hálfur milljarður króna.
S A G A N Á B A K V I Ð N I K I T A
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.