Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 140

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 É g kann vel við það í fari Íslendinga hvernig þeir hafa tileinkað sér það besta frá öðrum þjóðum, sérstak- lega þeim sem eru vaxandi og framsæknar í heimi viðskiptanna. Íslend- ingar eru fljótir til ákvarðana og duglegir að nýta sér tækifærin þegar þau gefast. Þeir eru vel menntaðir og upplýstir og virðast nýta möguleika tækninnar til hins ýtrasta,“ segir Nadine Deswasière, fram- kvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca (áður SÍF). Nadine situr í framkvæmdastjórn Al- fesca og mun hafa aðsetur á nýrri skrif- stofu félagsins sem verður opnuð í London í sumar. Nadine varð óháður stjórnarmað- ur í Alfesca í mars 2005 en sagði sig úr stjórninni samfara því að hún var ráðin framkvæmdastjóri í apríl síðastliðnum. Nadine er með 23 ára reynslu af störfum í fyrirtækjum á sviði neytendavöru, lengst af hjá Campbell Soup og Nestlé. Hún starf- aði í 16 ár hjá Nestlé í Frakklandi, Sviss, Asíu og Austur-Evrópu. Hún var ábyrg fyrir viðskiptaþróun og fyrirtækjakaupum í höf- uðstöðvum Nestlé og varð síðar sviðsstjóri og svæðisstjóri félagsins áður en hún varð framkvæmdastjóri hjá einu af dótturfyrir- tækjum Nestlé í Frakklandi með 340 millj- óna evra veltu. Nadine er fædd 1960. Hún hlaut meistara- gráðu í markaðsfræðum frá háskólanum í Lille í Frakklandi 1982 og lauk námi með láði í félags- og hagfræði frá University of Villeneuve d’Ascq í Frakklandi 1980. Nadi- ne lauk stjórnunarnámi frá IMD í Lausanne í Sviss árið 2000. Nadine var spurð hvort eitthvað hefði komið henni á óvart í íslenskum viðskipt- um og um stjórnskipulag íslenskra fyrir- tækja þar sem valdapíramídinn er tiltölu- lega flatur og boðleiðir stuttar. „Í hreinskilni sagt þá vissi ég ekki mikið um íslenskt viðskiptalíf en ímyndaði mér að þið líktust Írum að einhverju leyti. Varð- andi uppbyggingu fyrirtækjanna finnst mér mun nútímalegra og vænlegra til árangurs að hafa einfalt og frekar flatt stjórnskipu- lag. Með því móti geta stjórnendur innan fyrirtækjanna haft meira svigrúm til að þroskast í starfi og hafa áhrif á reksturinn. Þessi fyrirtæki eru einnig mun sveigjan- legri í samkeppnisumhverfi. Strangt stjórn- skipulag hindrar sveigjanleika og truflar eðlilegt flæði í viðskiptum. Ég hef upplifað hvort tveggja og er því ekki í vafa um að einfalt skipulag og stuttar boðleiðir eru vænlegri til árangurs.“ Íslendingar eru ekki sérlega formlegir í samskiptum eða viðskiptum og ekki alltaf mjög meðvitaðir um siði og venjur sem kunna að ríkja í öðrum löndum. Hvernig upplifir þú þetta? „Ég hóf starfsferil minn á auglýsinga- stofu þar samskiptin voru á óformlegum nótum . Ég er í eðli mínu mjög óformleg og hjá stórri fyrirtækjasamsteypu eins og Nest- lé rak ég mig stundum á. Engu að síður var ég alltaf mjög hreinskiptin í samskiptum mínum við stjórnendur félagsins bæði við forstjórann og aðra samstarfsmenn. Þetta óformlega samskiptaform gekk upp þar sem ég var alltaf samkvæmt sjálfri mér og það kann að hafa haft áhrif að ég er kona. Allir starfsmenn fyrirtækja þurfa að skila árangri og það eykur sjálfstraust þeirra þegar þeir eru viðurkenndir óháð kynferði eða starfsheiti.“ Nadine segist ekki móðgast þó að Ís- lendingar fari eigin leiðir í samskiptum. „Ólafur Ólafsson stjórnarformaður og Jak- ob Sigurðsson forstjóri eru mjög móttæki- legir og virðast koma eins fram við alla. Það er óvenjulegt fyrir mig, en ég kann því afar vel. Kynni mín af Íslendingum gefa til kynna að þeir séu hreinskiptnir eins og Frakkar en einnig kurteisir eins og Þjóðverjar. Ykkur virðist lagið að tileinka ykkur jákvæða þætti frá ólíkum menning- arsvæðum.“ Hvað varð til þess að þú þáðir sæti í stjórn SÍF sem síðar varð Alfesca? Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, segir hérna frá því hvernig Íslendingar og íslenskt viðskiptalíf koma henni fyrir sjónir. GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ S T J Ó R N A R K O N A Í S Í F TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.