Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 156
156 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
EFNAMÓTTAKAN:
Spilliefnum ber að farga
á viðeigandi hátt
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is
Láttu okkur eyða gögnunum
Það er öruggt, umhverfisvænt og þægilegt.
Við komum og sækjum.
Farðu á www.efnamottakan.is eða hringdu
í síma 520 2220 og kynntu þér málið.
Einkamál
Spillum ekki framtíðinni
Dæmi:
Trúna›arskjöl
Filmur
Tölvugögn
M
IX
A
•
fí
t
•
5
1
0
0
2
E fnamóttakan hf. var stofnuð sem sjálfstætt fyrirtæki árið 1998. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að taka á móti og meðhöndla spilliefni en nýjum stoðum hefur verið rennt undir reksturinn og
umfang starfseminnar aukist, t.d. með eyðingu trúnaðargagna. Starfs-
fólk Efnamóttökunnar hefur yfir fimmtán ára reynslu af móttöku og
meðhöndlun spilliefna og að koma þeim í réttan endurvinnslu og/eða
eyðingarfarveg, að sögn Sigurlaugar G. Sverrisdóttur. Sigurlaug er deild-
arstjóri skrifstofu og fjármála hjá Efnamóttökunni. Hún hóf störf hjá
Sorpu en flutti sig um set árið 2004.
Fyrir utan móttöku og meðhöndlum spilliefna þá er eyðing trúnað-
argagna sú þjónusta Efnamóttökunnar sem nýtur hvað mestra vinsælda.
Þegar komið er með trúnaðargögnin geta menn fengið að fylgjast með
eyðingunni, en eftir tætingu fara þau í endurvinnslu með öðrum pappír.
Að sögn Sigurlaugar hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hjá fyrirtækjum
og stofnunum, enda sé öllum í hag að láta eyða gögnum á öruggan og
umhverfisvænan hátt. Helstu efnaflokkar, sem Efnamóttakan tekur á
móti fyrir utan trúnaðargögn, eru t.d. frá bílgreinaiðnaðinum, sóttmeng-
aður úrgangur, rafeindabúnaður, ísskápar og kælitæki og hjólbarðar.
Við berum öll ábyrgð Hafa ber hugfast að öll berum við ábyrgð á
umhverfinu og hluti af þeirri ábyrgð felst í skynsamlegri meðferð á spill-
iefnum, takmarkaðri notkun þeirra og öruggari förgun. Spilliefni mega
alls ekki fara í annað sorp eða í frárennslið. Spilliefni eru t.d. rafgeymar,
málningarafgangar, leysiefni, olíumengaður úrgangur, slökkvitæki, raf-
hlöður og klór. Efnamóttakan er með samninga við fyrirtæki bæði í
Svíþjóð og Danmörku um endurvinnslu/eyðingu spilliefna sem eru
send úr landi, en einnig við innlend fyrirtæki eins og Kölku í Helguvík
og Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Spilliefni sem tengjast bílgreinaið-
naðinum eru t.d. olíur og olíusíur, lökk og málning, glussi frostlögur,
koppafeiti og rafgeymar.
Gífurlegt magn af hjólbörðum fellur til árlega en Efnamóttakan sér-
hæfir sig í förgun þeirra og endurnýtingu. Víða er unnið að rannsóknum
á endurnýtingu hjólbarða og í Bandaríkjunum er farið að nota endur-
unnið gúmmí í malbik.
Sérhæfð alhliða söfnunarþjónusta spilliefna Hjá Efnamóttökunni
er rafeindabúnaði safnað saman og efni, hættuleg umhverfinu, eru sér-
flokkuð og meðhöndluð. Allir endurvinnanlegir hlutir eru flokkaðir og
sendir í endurnýtingu. Margvísleg hættuleg efni eru einnig í ísskápum
og kælitækjum og endurvinnslan er flókin. Efnamóttakan safnar tækj-
unum saman, flokkar þau og flytur erlendis til endurvinnslu. Þess má
geta að Efnamóttakan er eina fyrirtækið hér á landi sem býður sérhæfða
alhliða söfnunarþjónustu á spilliefnum, og öðrum sértækum úrgangi, til
viðeigandi meðferðar og eyðingar.
Í Efnamóttökunni er á
hverju ári tekið við um
3500 tonnum af úrgangi
sem krefst sérstakrar með-
höndlunar. Magnið hefur
vaxið mikið undanfarin
ár. Mikil áhersla er lögð
á eyðingu trúnaðargagna
hjá Efnamóttökunni en þar
vinna nú tíu manns.
Sigurlaug G. Sverrisdóttir, deildarstjóri skrifstofu og fjármála hjá Efnamóttökunni.