Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 172
172 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
U
m miðbik níunda áratugarins var MTV
heitasta sjónvarpsstöðin í Bandaríkjun-
um, sjónvarpsstöð sem svaraði kalli unga
fólksins. Um sama leyti var sjónvarpss-
erían Miami Vice hleypt af stokkunum
þar sem aðalpersónurnar Sonny Crocket og Rico
Tubbs voru sem sniðnir að MTV kynslóðinni,
myndarlegar og svalar löggur í flottum fötum.
Slíkir töffarar höfðu ekki áður sést sem löggur í
sjónvarpi. Miami Vice lifði góðu lífi í fimm ár en
þá var komin þreyta í seríuna þó að vinsældirnar
væru stöðugar.
Hugmyndasmiðurinn á bak við Miami Vice var
leikstjórinn og framleiðandinn Michael Mann,
sem átti síðar eftir að gera garðinn frægan í kvik-
myndaheiminum. Hann gleymdi ekki sköpunar-
verki sínu og ákvað í fyrra að tími væri kominn á
kvikmynd um Crocket og Tubbs. Lét hann verða
af því og Miami Vice mun líta dagsins ljós í sumar
og verður einn af sumarsmellunum ef að líkum
lætur, þar sem í hlutverkum hinna svölu Miami
kappa eru Colin Farrell og Jamie Foxx, sem
hingað til hafa ekki verið vændir um lítillæti í leik.
Má búast við skemmtilegum persónum frá þeim.
Svo er bara spurningin hvort ungu kynslóðinni
í dag finnst Crocket og Tubbs jafn eftirsóknar-
verðir og kynslóðinni á undan.
Þegar söguþráður Miami Vice er skoðaður þá
er Mann að renna á sömu mið og í sjónvarpsser-
íunni. Þeir félagar vinna að vísu hvor í sínu lagi
þegar stór misbrestur verður í starfi FBI í Miami
og lögreglan þar er beðin um aðstoð. Crocket og
Tubbs eru fengnir til að dulbúast og koma sér í
raðir eiturlyfjasmyglara og hjálpa til við að hafa
hendur í hári glæpaforingja, sem gengur undir
nafninu Erkiengillinn og aðstoðarkonu hans,
Isabellu. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til
Crocket fellur fyrir hinni fögru Isabellu og ráðist
er á unnustu Tubbs.
Skothríð og náttúruhamfarir töfðu Miami Vice
var tekin upp í Florida og í Dóminíska lýðveldinu
seinni hluta síðasta árs. Ekki gengu tökur áfalla-
laust. Margir dagar fóru til spillis vegna fellibylj-
anna Katrínar, Ritu og Wilmu. Þá þurfti að fresta
tökum í Dóminíska lýðveldinu um fáeina daga
þegar tökuliðið var allt í einu statt í námunda
við skotárás milli glæpagengja. Veikindi leikara
KVIKMYNDIR
TEXTI: HILMAR KARLSSON
SÓLSTRANDARLÖG GURNAR
Jamie Foxx og
Colin Farrell
leika frægar
sjónvarpslöggur
í Miami Vice
Þeir eru ekki árennilegir, Rico Tubbs og Sonny Crocket, þar sem þeir leita að Erkienglinum í Miami Vice.