Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 178

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 178
178 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Hildur Inga Björnsdótt-ir, tísku- og grafískur hönnuður, stofnaði í ársbyrjun fyrirtækið Xirena ehf. og um næstu mánaðamót opnar hún nýja sérverslun fyrir konur við Skólavörðustíg, sem selur hönnunarfatnað eftir hana undir vörumerkinu Xirena. „Verslunin endurspeglar létt- leika norrænnar náttúru, s.s. haf, ís og vind, þar sem áhersla er lögð á að viðskiptavinir geti slakað á í amstri dagsins og notið líðandi stundar. Þar mun einnig fást ítalskur hönn- unarfatnaður ásamt þægilegum fatnaði frá Dimensione Danza sem sækir áhrif til alhliða dans- menningar. Eftir að ég kom heim frá Ítalíu, þar sem ég dvaldist í fjögur ár, hef ég starfað á tímaritinu Nýju lífi sem graf- ískur hönnuður, stílisti og blaðamaður. Ég gekk þó alltaf með þann draum í maganum að hanna eigin fatnað. Síðan lét ég loksins til skarar skríða og pantaði mér efni frá Ítalíu og byrjaði að sauma. Samhliða vann ég að viðskiptaáætlun hjá Brautargengi í Iðntæknistofnun og fékk ég verðlaun fyrir bestu viðskiptaætlunina.“ Hildur segir hugmyndina að fatnaðinum hafi kviknað á námsárum hennar á Ítalíu: „Ég saknaði sárlega íslenskrar nátt- úru og fór því að líkja eftir henni með sérstæðri text- ílhönnun. Konur geta þannig íklæðst náttúrunni með fatn- aðinum og orðið að eins konar gyðjum, enda dregur Xirena nafn sitt af hafmeyjum. Til að tryggja hágæðavöru fer öll framleiðslan fram á Norður-Ítalíu. Ég hef því verið með annan fótinn þar und- anfarið til að fylgja henni eftir en allur undirbúningur mið- ast við að fatnaðurinn fari á erlendan markað. Vefsíðan xirena.com er þegar tilbúin og svo verður farið í frek- ari markaðsvinnu um leið og fyrsta hönnunarlínan kemur til landsins, en von er á henni á næstu dögum.“ Hildur er gift Jóhanni Krist- jánssyni, framkvæmdastjóra Iceland Travel, sem er jafn- framt meðeigandi hennar í Xirena ehf., og eiga þau eina dóttur saman, Æsu. Eins og gefur að skilja er hönnun ofarlega á blaði þegar kemur að áhugamálum: „Ég hef mikinn áhuga á allri hönnun og listum og við hjónin förum mikið á leiksýningar. Ég hef einnig mjög gaman af dansi og íþróttum og keppti meðal ann- ars í frjálsum íþróttum fyrir Ármann hér áður fyrr.“ Vegna opnunar Xirena- verslunarinnar fer fjölskyldan ekki í langt frí þetta sumarið en reynir að nýta helgarnar í styttri ferðir: „Við höfum bæði mjög gaman af því að ferðast um landið og viljum yfirleitt nýta hásumarið til þess. Síð- asta sumar fórum við þó allar systurnar, sem erum fjórar talsins, ásamt fjölskyldum okkar til Toscana á Ítalíu, þar sem við leigðum risastórt sum- arhús í litlu fjallaþorpi. Það var alveg meiriháttar. framkvæmdastjóri Xirena HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR Hildur Inga Björnsdóttir mun á næstunni opna verslun með eigin hönnun; á myndinni klæðist hún kjól hún hannaði. Nafn: Hildur Inga Björnsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 16. 5. 1965. Foreldrar: Björn H. Jóhannsson og Þrúður G. Sigurðardóttir. Maki: Jóhann Kristjánsson. Börn: Æsa, tæplega 5 ára, og þrjú fóstur- börn: Nadía, 12 ára, Arnór Tumi, 14 ára, og Viktoría, 18 ára. Menntun: Grafísk hönnun frá MHÍ, mynd- listarnám í Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó og master í tískuhönnun frá Domus Academy í Mílanó. FÓLK Ertu að hugsa um að eignast dótturfyrirtæki? Við lögum okkur að þínum þörfum! F í t o n / S Í A Það kostar peninga að stofna fjölskyldu. Vildarþjónusta Sparisjóðsins aðstoðar þig við að skipulegg ja fjármálin betur þannig að þú njótir hag- stæðari kjara. Sparisjóðurinn veitir þér svigrúm og öryggi til að takast á við ný og spennandi verkefni. Við erum alltaf tilbúin að hlusta á þínar þarfir því í okkar huga er viðskiptavinurinn mikilvægasta fjárfestingin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.